Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 34
Hvítara hvítt.. Hreinni jitirl NotiS Blaa Omo, nyjasta og bezta jDVOttaduftið næsta þvottadag. SjaiS hvernig Omo freyðir vel og iengi og gerir hvíta þvottinn hvftari og liti mislitu fatanna skærari en nokkru sinni fyr! Reynið Omo. SjáiS meS eigin augum hvernig Omo þvær hreinast! fram á varir hennar, en hún gat ekki sfuniS þeim upp. Bóndi hennar tók ekki einu sinni eftir þessum merkjum mótþróa, þessum óljósu hljóSum sem ekki urðu að orðum. Hún ætlaði að ýta honum frá sér, en mótspyrna henn- ar var ekki líkt því eins sterk og biturleikinn í huga hennar. Hitinn frá endurnærðum og þróttmiklum líkama mannsins lagðist yfir hana eins og mara. Vélrænt lét hinn ungi líkami hennar undan, munnur henn- ar var innsigla?5ur af vörum hans. Henni fannst hann vera eins og griðarstór klettur sem hún var hlekkjuð við og væri að sökkva með honum, dýpra og dýpra. ( ómlnnlsvlmu sökk hún niður I hljóðar rökkvaSar öldur þelrrar gleði sem ávallt er ný. Langt ofar öllu flutu burt stðustu VIKAN »0. tbL spor angistar og hugsjóna, sem höfðu haldið fyrir henni vöku um nóttina, leystust upp og hurfu, eitt og eitt eins og vatnsbólur yfir drukknandi líkama. Skær dagsbirtan fyllti hvitmálað, snyrtilegt herbergið. ☆ Heilaþveginn í kín- versku fangelsi Framhald af bls. 15. stað nálægt þrítugasta og éttunda breiddarbaug, þar sem Frakk- arnir voru á undanhaldi. Svo kom að nóttinni og bardaganum, þegar ég var handtekinn. Eftir að Kinverjarnir höfðu hremmt okkur, stóðu þeir yíir okkur vörð í kortér eða tuttugu mínútur. Við heyrðum ákafa skothríð frá staðnum, þar sem ég hafði verið gripinn. Þá komu þeir með tvo í viðbót af okkar mönnum. Þeir höfðu náð þeim þriðja, náunga úr mínum riðli, sem hafði áður verið í land- gönguliðinu. Þegar Kínverjarn- ir ætluðu að taka af honum riffilixm, skaut hann einn þeirra beint í trýnið og tók svo á sprett. Þeir skutu hann í bakið og hann dó á staðnum. Ég sat þarna hungraður og þyrstur og þreyttur — uppgef- inn á öllu og öllum. Okkar menn hófu nú stórskotahríð. Sprengi- kúlunum haglaði niöur umhverf- is okkur. Ég sat kyrr og kærði mig kollóttan. Ef ég yrði hæfð- ur, þá varð að hafa það. Kín- verjarnir komiurt í mikið upp- nám — þeir æptu og góluðu og ráku okkur á undan sér gegnum aðalstöðvar bataljónar okkar, sem þeir höfðu hertekið ásamt öllum okkar vörubílum og jepp- rim, og földu okkur í kóreönsku húsi. Mér tókst að ná í grátt teppi úr einum jeppanum. Ég vafði því saman og hélt svo á því undir handleggnum. Við höfðum allir fengið eins- koneu: taugaáfall. Við vissum ekki hversu langt líf okkur var ætlað. Þeir gátu átt það- til að drepa okkiu-. Líka gat hugsazt að við dræpumst úr sulti. Eða þá fyrir sprengjum okkar eigin manna. Þetta var upphaf þeirr- ar meðferðar, sem átti eftir að lama okkur gersamlega. Þá um kvöldið gáfu Kínverj- arnir okkur að éta í fyrsta sinn. Máltíðin var mestanpart vatn, en í það hafði verið stráð fáeinum grjónum, líkum þeim sem við höfum til skepnufóðurs heima. Þeir báru þetta til okkar í tré- skjólum af því tagi, sem notað- ar eru til að gefa svínum. Ég fyllti flöskuna mína af vatni og náði með því um tuttugu grjón- um. Annan kvöldverð fengum við ekki. Þannig var fæði okkar fyrstu vikuna í vistinni hjá Kín- verjtmum. Sama kvöldið lögðu þeir af stað með okkur norðureftir. Fleiri föngum var bætt í hóp- inn á leiðinni, unz í honum voru alls um þrjú hundruð manns. Fyrstu daga þessarar hræðilegu dauðagöngu vor okkur flótti of- arlega í huga. Ég fékk aldrei tækifæri til slíks. Fáeinir reyndu að flýja; einn eða tveir voru skotnir, en hinir gripnir og kom- ið með þá til baka. Þeim mun norðar sem við komumst, þeim mun lokaðri urðu leiðirnELr til undankomu. Vikum saman var ævi okkar sem hér segir: Á daginn sváf- vun við á hæðunum vmdir trján- um. Á næturnar drógiunst við áfram í myrkrinu. Þvottur og rakstur voru óþekkt fyrirbrigðL Við þóttmnst heppnir, ef við fengum nóg vatn að drekka. Ef maður gekk botninn úr skónum sínum.þávarðhann að ganga ber- fættur þaðan af. Við vorum hungraðir, skítugir, órakaðir og flestir veikir. Enginn gerði kröfu til annars en að vera til, lifa af. Stolt okkar og sjálfsálit var smámsaman brotið niður. Pen- ingar urðu fullkomlega verð- lausir; ég sá menn brenna þá og nota þá fyrir klósettpappír. Menn slógust út af sígarettustúf eða spónfylli af mat. Þeir voru orðnir að dýrum. Þráin eftir mat magnaðist stöð- ugt. Dýrsleg þrá eftir mat. Mað- ur gekk með augun lokuð og hugsaði um alla mögulega rétti,, sem maður hafði bragðað. Munn- urinn fylltist vatni. Ég hugsaði mest um ís — vanilluís. /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.