Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 36
wxam <x w, (t av. <,¥>;.■;.■ EBlalMalaEilalatalalgtalalilaE i ÖLLUM KAUPFÉLAGSBÚÐUM PINJAR BRAUÐRASP Menn hjálpuðu hver öðrum ef þeir gátu. Flestir reyndu það; ég skal ekki segja allir. Ég man eftir náunga, sem reyndi að bera félaga sinn. Hann bar hann eitt- hvað hundrað skref og varð svo að sleppa honum. Þeir, sem gáf- ust upp eða drógust aftur úr, sáust ekki aftur. Hver dagur virtist okkur ekki skemmri en ár, og næturnar voru enn lengur að líða. Það var ekki hægt að lifa nema mað- ur reyndi; þeir sem ekki reyndu það, dóu. Ég hef alltaf verið þrj ózkufullur, nógu þrjózkufull- ur til að halda út til hins síð- asta. Ég man eftir nótt einni í júlí. Þá höfðum við í raun réttri ver- ið matarlausir í tvo mánuði. Heilsa okkar, líkamleg og and- leg, stóð á lágmarki. Það rigndi, og við óðum forina í mjóalegg. Við drógumst áfram, hrasandi og hnjótandi. Við vorum grútskít- ugir — höfðum ekki þvegið okk- ur í tvo mánuði. Við vorum á leiðinni gegnum fjallaskarð. Hundblautir og forugir og kín- versku verðirnir æpandi og gól- andi, er þeir reyndu að herða á okkur. Allt á ringulreið og lest kínverskra burðarmanna á göngu með mat og birgðir öfuga leið við okkur. Bandarískar sprengju- flugvélar varpandi svifblysum og sprengjum á veginn. Óendan- leg röð af æpandi mönnum með hesta og múldýr og allt mögu- legt. Við komumst upp í há- skarðið og fengum þar hvíld. Ég lét mig detta — beint niður í forina. Mér var sama. Við vor- um allir í því ástandi, að ekkert skipti máli. Kannski myndum við deyja, að það var þá bara betra. Ég lá þarna og hugsaði um mat. Ég sá hann fyrir mér, heitan og ilmandi. Hann var á fallegu borði með hreinum, hvít- um dúk, og þar var líka vatns- glas og falleg áhöld úr silfri. Og þarna lá ég í forinni, skít- ugur, lýsnar skriðu á mér, og gauragangur og ringulreið allt í kring. Þegar okkur var sagt að halda áfram, varð ég að einbeita mér að því að komast á fætur — einbeita mér meira en nokkurn- tíma fyrr eða síðar. Það var ó- trúlega erfitt að rífa sig upp úr leðjunni og hefja gönguna á ný. Mig langaði ekki til þess. En ég vissi að ef ég gerði það ekki, þá væri ég búinn að vera. Þeir Margir — aðallega borgarbúar — átu ekki matinn, sem Kín- verjarnir gáfu okkur. Þeir urðu dauðanum að bráð, auðvitað. Aðrir gáfu upp alla von. Fjöl- margir dóu af þeim sökum. Ég gafst upp andlega, en ekki líkam- lega; mér tókst að halda áfram að éta. Það var slæðingur af ormum innan um grjónin, sem við fengum. Væru þeir sæmilega soðnir, þá át maður þá. Stund- um flutu þeir ofan á, svo hægt var að veiða þá ofan af, áður en maður slafraði í sig gumsið. Bragðið af því minnti á sand, og það var því sem næst ómelt- anlegt. Maður fékk hræðilegan krampa innvortis og það var sem innýflin brynnu í eilífum eldi. Við rétt löfðum í því að vera til. Tækist það ekki, var dauðinn á næsta leyti. Eftir tvær eða þrjár vikur fóru menn að deyja. Algengt var, að tveir eða þrír dæju á nóttu. voru þó nokkrir, sem lágu eftir í myrkrinu. Við vorum stöðvaðir og látnir hvíla okkur í viku 1 litlu yfir- gefnu þorpi. Við sátum þar und- ir trjánum og létum sólina verma okkur. Þar var okkur skipt í flokka. Matgjafirnar til okkar voru nú betur skipulagðar en fyrr. Skammtur hvers og manns var mældur mjög nákvæmlega með skeið, og ef við fengum baunir, þá voru þær taldar. Á meðan stóðum við allir og horfð- um á. Seinna fórum við að fá kjötvitund, en skammturinn á mann var venjulega á stærð við eldspýtu. Ég hef séð menn slást út af slíkri kjötflís — oft. Kínversku varðmennirnir komu ekki ruddalega fram við okkur. Yfirleitt létu þeir okkur afskipta- lausa. Engum datt í hug að trúa vitleysu á borð við það, að þeir væru sjálfboðaliðar. Þetta voru þrautþjálfaðir atvinnuhermenn úr rauða hernum kínverska. Áfram gengum við og komum BIRGÐASTÖÐ BBIalalsEIalslalalalalglalalglg INNOXA Hið heillandi INNOXA krem gefur húðinni stöðugan raka. Húð yðar er stöðugt að gefa frá sér raka og um leið missir hún ferskleika sinn. Venjulegt rakakrem er ekki nægileg næring. Húðin þarfnast raka sem endist. TENDER TOUCH frá INNOXA hið fína, döggvaða krem, sem húðin drekkur í sig og verkar sem frískandi bað. Tímanum saman endast áhrifin og yður finnst þér hafa mýkri, ferskari og meira lif- andi húð. Byrjið í dag að nota TENDER TOUCH og á morgun finnst yður þér ekki geta verið án þess. Eða, án hinna undra- verðu áhrifa. TENDER TOLTCH INNOXA Heimur fegurðar í einu orði Iieildsala: J.O. Möller & Co. Kirkjuhvoli, sími 16845. t* #* rt&F" i ** s* 0% A a nfpH&bi gg VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.