Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 23
ÞORSTI Smásaga effftif* Ivo AndPic Nokkru eftir að Austurríkismenn tóku Bosniu órið 1908, var sett upp varðstöð fyrir herlögreglu í fjallaþorpinu Sokolac. Yfirforinginn hafði með sér, frá einhverju framandi landi. unga, Ijóshærða og bláeygða konu. Fíngerð fegurð hennar, vestrænn klæðnaður og hátterni, gerði hana lík- asta brothættum skrautmun, sem einhver framandi ferðalangur hafði skil- ið eftir í ógáti, á leið sinni frá einni heimsborg til annarar. Þorpsbúar höfðu varla haft tíma til að komast yfir undrun sína og for- vitni, og unga konan var ennþá að snyrta og laga til bústað sinn, skreyta með fallegum, mjúkum púðum, myndum og fallegum útsaumuðum hlut- um, þegar tilkynning kom um það að skæruliðar hefðu sézt í nágrenninu. Varalið kom til að styrkja varnir stöðvarinnar. Yfirforinginn eyddi öllum dögum úti í fjöllunum við að dreifa og hafa umsjón með liði sínu. Konuna sína ungu skildi hann eftir, hrædda og ruglaða, í umsjón þorps- kvennanna, svo hún fyndi ekki eins sárt til einmanaleikans. Hún gat ekk- ert tekið sér fyrir hendur, nema að bíða, jafnvel svefn hennar og máltíð- ir tóku á sig mynd þessarar óþolandi biðar, svo að hún naut hvorki svefns né matar. Nágrannakonurnar sátu hjá henni og reyndu að fá hana til að borða, en það endaði jafnan með því að þær borðuðu sjálfar matinn hennar og drukku mjólkina. A kvöldin sátu þær við rúmstokk hennar og sögðu henni sögur og ævintýri úr fjallahéruðunum, til að láta hana gleyma hræðslu sinni og fá hana til að blunda. En þótt þær væru sjálfar hrifnar með af þessum sögum, gátu þær ekki haldið sér vakandi og sofnuðu út af á rauðu gólfteppinu. En unga konan horfði á þær frá rúmi sínu, með galopnum augum og henni varð flökurt af dauninum sem lagði frá þeim, lykt af súrri mjólk og svitalykt úr grófum ullarpilsum. Og þegar bóndi hennar kom heim eftir fleiri daga burtveru, gat hún jafnvel ekki glatt sig yfir því. Hann var dauðuppgefinn eftir margra daga göngu um fjöllin og svefnleysi. Andlitið var þakið skeggbroddum og svo var hann gegnblautur af svita og raka. Hann hafði ekki farið úr skónum í marga daga og þeir voru eins og grónir við fæturna, gegnblautir af vatni og mold; það þurfti tvo sjálfboðaliða til að ná þeim af fótum hans, og þegar það hafðist fylgdi skinnið af sórum og bólgnum fótunum með blaut- um sokkunum. Varir hans voru sprungnar, andlitið skorpið af sól og bitr- um fjallavindinum. Hann var áhyggjufullur og utan við sig út af óheppn- inni, og gat ekki hugsað um neitt annað en næsta leiðangur. Meðan hann stóð við, sér til hvlldar, hjúkraði konan hans honum sem sjúklingi, að- eins til að senda hann af stað aftur, eftir tveggja, þriggja daga dvöl, aft- ur upp í fjöllin við sólaruppkomu. Og hugsanir hennar og bænir samein- uðust í einna einustu ósk, að þeir gætu sem fyrst haft hendur í hári þess- ara skæruliða, svo þetta hræðilega ástand tæki enda. Og svo, einn góðan veðurdag var hún bænheyrð. Þeir náðu í foringja skæruliðanna, Lazar Zelenovich, þann skæðasta þeirra allra. Eftir því sem hvíslað var í þorpinu, var það leikur einn að ná hinum, sem ekki voru jafn reyndir og harðir af sér. Það var hrein hundaheppni að Lazar náðist. Það var varðmaður sem var að elta ungan skæruliða, sem kom fram á hann af hendingu. Tveim mánuðum áður, þegar Lazar var að flytja sig frá Herzegovinu til þessara héraða, hafði hann særzt af byssukúlu í brjóstið. Hann gætti þess vand- lega að enginn kæmist að því, og til þess að geta hirt um sárið, hafði hann, með hjálp nokkurra ungra skæruliða byggt sér hreysi úr þurrum greinum, rekaviði og leirframburði, á bökkum fjallalækjar. Hann lá í þessari holu, ósýnilegur þeim sem fóru um troðningana, en það nálægt læknum að hann gat náð í vatn án þess að hreyfa sig mjög mikið. Þann- ig gat hann þvegið sárið á daginn, meðan varðliðið leitaði hans upp um allar hllðar, alveg upp að tindum fjallanna. Hann hefði líklega getað bjargað sjálfum sér ef hann hefði þorað að búa betur um sig og ef ekki hefðu orðið óeðlilegar hitabreytingar. Hitinn var óbærilegur og skorkvik- indin ætluðu alveg að gera útaf við hann. Hann gat heldur ekki haldið sárinu hreinu nema á yfirborðinu, svo það bjó um sig innar í brjósti hans. Hann fékk því mikinn sótthita, sem jókst stöðugt. Þannig var ástand hans, þegar einn af yngri félögum hans hætti á að færa honum smyrsl og koníak til að hreinsa með sárið. Varðliðsmaður komst á spor unga stigamannsins, þegar hann kom út úr kofa sem sauða- hirðar höfðu átt, og elti hann niður að læknum. Þegar skæruliðinn varð var við hann stökk hann út í straumharðan lækinn og hvarf. Foringinn, sem hafði farið af baki hesti sínum á engi rétt þarna hjá, varð var við eltingarleikinn og fór að hlaupa sjálfur eftir unga stigamanninum. Þá kom hann auga á mjóan moldartroðning og fylgdi honum, en honum vannst ekki tími til að sjá hvert þessi troðningur lá, því að hann var allt í einu sokkinn upp að mitti í forarleðju. Hann hefði eflaust snúið við, þeg- ar hann var búinn að ná sér upp úr leðjunni, hefði ekki óskaplegur ó- daunn borizt að vitum hans, ódaunn af sárum stigamannsins. Þegar hann var búinn að losa sig fór hann að athuga umhverfið og sá þá í gegnum greinar, sem vikið hafði verið til hliðar, gæruskinn og að eitthvað lifandi bærðist undir þessu skinni. Ekki datt honum þó í hug að þarna væri sjálf- ur Lazar, hélt það væri ungi flóttamaðurinn, eða einhver af félögum hans. Til þess að blekkja þann sem þarna lá, kallaði hann hátt til liðsmanna sinnar — Hann hlýtur að hafa hlaupið áfram. Fylgið honum eftir. Ég kem seinna, ég meiddi mig á fæti og þarf að athuga hvort ég hefi ekki stung- ið mig á þyrnum . . . Um leið og hann kallaði þessar skipanir, gaf hann mönnunum merki um að umkringja staðinn. Þegar þrír varðliðsmanna komu nær, fleygðu þeir sér yfir ból Lazars og héldu honum föstum. Þar sem einu vopn hans voru langhleyptur riffill og stór hnífur, hafði hann ekki svigrúm til að ná í þau. Varðliðsmennirnir settu á hann handjárn og bundu fætur hans með kaðli og drógu hann eins og viðarknippi niður á engið þar sem hestur foringjans stóð. Alla leiðina lagði óþefinn að vitum þeirra og það var ekki fyrr en þeir lögðu hann niður að þeir sáu holsárið á brjósti hans. Það var maður að nafni Zhivan frá þorpinu Godazda, sem hafði verið með varnarliðsmönnum sem leiðsögumaður, sem þekkti að þetta var sjálf- ur Lazar. Þeir voru frá sama þorpi; báðir höfðu sama heimilisdýrling, heilagan Jóhannes. Stigamaðurihn ranghvolfdi stórum, gráum augunum, sem voru venju- lega skær og opin af mikilli útiveru, en voru nú brennandi af sótthita. Yf- irforinginn bað Zhivan að staðfesta það aftur að þetta væri í raun og veru Lazar. Þeir hölluðu sér yfir stigamanninn. Zhivan ávarpaði hann í annað sinn. — Ert þetta þú, Lazar? — Ég heyri að þú þekkir mig betur, en ég þig. — Þú þekkir mig, Lazar. Þú þekkir mig örugglega. — Ef ég hefi þekkt þig áður, þá þekki ég þig nú. Ég veit hver þú ert og hvað þú ert. Og það munu allir þorpsbúar f Gorazda gera. Hver ein- asti maður sem getur kallað sjálfan sig Serba eða Tyrkja mun þekkja þig. Ef hingað kæmi heimskasti krakkinn og sæi okkur eins og við erum nú myndi hann segja: — „Sá sem liggur þarna bundinn, er Lazar, og úrþvætt- ið sem stendur yfir honum er Zhivan". Lazar virtist hafa sjúklega þörf fyrir að tala og tefja tímann, en Zhivan reyndi að réttlæta sjálfan sig frammi fyrir herdeildinni og hver veit hve lengi þeir hefðu þvælt um þetta fram og aftur, ef yfirforinginn hefði ekki stoppað þá. En stigamaðurinn mætti öllum spurningum með þögn. Hann neitaði að gefa nokkrar skýringar, hann vildi ekki gefa neinar upplýsing- ar um félaga sína eða sambönd, notaði þá afsökun að hann væri særður og þjáður. Eftir að hafa borið saman ráð sfn við liðþjálfan, stórskorinn mann frá Lika, gaf yfirforinginn skipun um það að ekki mætti gefa fang- anum dropa af vatni, hversu mikið sem hann bæði um það, og ef hann vildi tala, skyldi tafarlaust kallað f hann sjálfan. Meðan verið var að útbúa börur til að bera hinn særða skæruliða á, settist hinn ungi yfirforingi niður spölkorn frá hinum mönnunum til að hvíla sig andartak og hugsa um atvik síðustu stundar. Hann studdi olnbog- anum á hné sér og hvíldi hökuna í lófa sér og horfði upp til fjallanna sem voru eins endalaus og hafið. Hann langaði til að hugsa um þennan sigur sinn og þann heiður sem hann myndi hljóta fyrir og um hvað yrði dásam- legt að hvíla sig í örmum konu sinnar. En ha'nn gat ekki fest hugann við Framhald á bls. 30. vikan 20. tbi. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.