Vikan


Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 7

Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 7
Fyrsta flokks frá FÖNIX: TLA KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aðferðin, þegar geyma á matvæli ituttan tíma. Þetta vita allir og enginn vill vera án kællskápi. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga frost, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar geyma á mat- væli langan tíma. Æ fleiri gera sér ljós þæglndln vlð að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrari og betri mat, mögn- leikana á því að búa \ haginn með matargerð og bakstrl fram í tímann, færri spor og skemmri tfma til innkaupa — þvf að „ég á það í frystintlm". Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, hafa djúpfrysti- hólf, þrír með hinni snjöllu „3ja þrepa froststillingu", sem gerir það mögulegt að halda miklu frosti f frystihólfinu, án þess að frjósl neðantil f skápnum; en einum er skipt f tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan með sér kuldastillingu og alsjálfvirka þfðingu, en frysti að neðan með elgin froststillingu. linnfremur getið þér valið urn 3 stærðir ATLAS frystlkista og 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má nefna liina glæsilegu ATLAS viðar-kæiiskápa f hcrbergi og stofur. Þér gctið valið um viðartegundlr og 2 stærðir, með eða án vínskáps. MuniS ATLAS einkennin: ■ír Glæsilegt og stllhreint, nýtízku útlit. ■fr Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. ☆ Sambyggingarmöguieikar (kæliskápur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er litið. ■úr Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun * 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. sérstaklega fyrir þá sem ætluðu að kaupa sér bifreiðir það árið Þeir höfðu myndir og verð fyr- ir framan sig en þurftu ekki að eiða dýrmætum tíma og íyrir- höfn i að ganga á milli bifreiða- umboða og afla sér þessara upp- lýsinga. Ég vildi þess vegna fara þess á leit við Vikuna, að hún birti svona lagað einu sinni á ári, til þæginda fyrir þá sem eru í hug- leiðingum. Virðingarfyllst, „Væntanlegur bilakaupandi“. P.S. Hvernig er skriftin? Engu Iofum við. Öflun þessara upplýsinga og úrvinnsla úr þeim er erfitt verk og harðsótt, en hvað getur gerzt — það sjáum við eftir næstu áramót. Skriftin er góð. VOFF, VOFF. Kæra Vika! Við höfum heyrt, að í öðrum löndum sé leyft að hafa hunda á hemilum, jafnvel þótt búið sé í fjölbýlishúsi. Nú spyrjum við: Hvers vegna má þá ekki hafa hunda hér í borgum og bæjum íslands? Er hægt að fá hundaleyfi og ef svo er, hvernig er það þá gert og hver yrði kostnaðurinn? Við vonum að þú getir leyst úr þessu vandamáli fyrir okkur. Með fyrirfram þökk. Þrjár sem elska hunda. Lögreglusamþykktir hinna ein- stöku staða segja til um, hvort hundahald skal leyft eða ekki, snúið ykkur til lögregluyfirvalda viðkomandi staðar og fáið allar upplýsingar þar. Að vísu er leyft að eiga hunda í öðrum löndum, en varla þurfum við að apa það eftir fyrir því. Burtséð frá því, hvað gæludýradekur í þurrabúð- arheimilum er hvimleítt, finnst okkur ómannúðlegt að taka dýr, sem samkvæmt eðli sínu þarfn- ast víðáttu og athafna, og loka það inni í skrautbúnum íbúðum, þar sem þeim er ekki hleypt undir bert loft nema í böndum og fylgd fullorðinna. ANDRÓMEDA OG SABATÍNI. Kæri Póstur, ég hef lengi haft í huga að skrifa þér og ætla nú loksins að láta verða af því. Svo er mál með vexti að ég er mik ill bókamaður og langar mig til þess að spyrja þig hvort hægt sé að ná í bókina ANDRÓMEDA sem hefur verið framhaldssaga í útvarpinu, en ég var svo óhepp- inn að missa af nokkrum hlutum ennfremur langar mig til að spyrja þig um hvað Sabatíni hef- ur skrifað markar bækur sem þýddar hafa verið á íslenzku. Svo þakka ég þér Póstur minn fyrir skemmtilegt efni og óska Vik- unni góðs gengis. Bókaormur. P.S. Hvernig er skriftin og staf- setningin? Bókabúðir Reykjavíkur útvega flestar hverjar allar þær bækur sem fáanlegar eru á heimsmark- aðnum, svo það ættu að vera hæg heimatökin. Sabatíni skrifaði sand af bókum á sínum tíma, og okkur er kunnugt um eitthvað um 10 bækur, sem þýddar hafa verið. MANNFÓRNIR. Pósturinn, Reykjavík! Ég las með mikilli ánægju grein VIKUNNAR um mannfórn ir, þar sem rætt var um hús- byggingar og vandamál þeirra, sem eru að burðast við að koma upp yfir sig þaki. Þar var hvert orð satt og rétt; ég hef sjálfur reynt þetta og það geri ég aldrei aftur, það endaði með að ég varð að selja kofann hálfkláraðan og stórtapa þannig á fyrirtækinu, til að borga konunni sinn hlut, þeg- ar hún skildi við mig af því ég gat aldrei verið heima. Það er helvíti hart að verða að eyða öll- um sínum beztu árum í að koma yfir sig þaki í staðinn fyrir að gera það, sem mann langar til en hefur hvorki efni á né tíma til, því þegar maður hefur svo efni á og tíma til, þá langar mann ekki til þess lengur. En svona verður þetta, meðan lánakerfið er í því kaldakoli, að það er varla hægt að slá sér 40 þúsund króna víxil í banka, ef hann á að fara til íbúðabygginga. Hins vegar væri hann sjálfsagt veittur út á einhverja slorfabrikku sem stæði aðgerðalaus milli þess sem kviknaði í henni! Nei, við þurf- um unga menn með hugmyndir og þor í löggjafarsamkunduna í staðinn fyrir strengbrúður! Og vertu svo sæll. Finnur fráskildi. Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þvi að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVÍK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:.......................................................................... Heimilisfang: ................................................................ VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.