Vikan


Vikan - 22.09.1966, Side 10

Vikan - 22.09.1966, Side 10
niLT SEDi VÉR SKVIUUm ER EiLÍF RREVTinG PLATON. 37. tbl. Vér skulum snöggvast bjóða oss sjálfum í veizlu hjá gríska skáld- inu Agathon í Aþenu. Hann hafði unnið fyrstu verðlaun í samkeppni um leikrit, er leika skyldi í Gríska Leikhúsinu í Aþenu, og var nú að fagna þessum sigri sínum. Gestirn- ir hafa valið sér eitt af uopáhalds- umræðuefnum síns tima — og ef til vill allra tíma — óstina. Einn þeirra, Phoedrus að nafni, sagði: ,,Ástin er elzt guðanna, og einn af hinum voldugustu guðum. Hún er það afl, sem breytir venjulegum ungum mönnum í hetjur. Því að elskhuginn blygðast sín fyrir það að haga sér sem hugleysingi í ná- vist unnustu sinnar. Fáið mér í hendur her,' sem samanstendur af elskhugum og ég mun sigra heim- inn . Sá, sem næst tók til máls — Pau- sanias sagði: „Já, en þú verður að greina á milli jarðneskrar og himneskrar ástar — á öðru leitinu aðdráttarafls tveggja líkama og tengdir tveggja sálna á hinu. Hin grófa líkamlega ást fær sér vængi og flýgur á braut, þegar æsku- blóminn er úr sögunni. En hin göf- uga sálræna ást er varanleg". Gamanleikjaskáldið Anstophanes leggur nú orð í belg. Hann segir smásögu um ástina, og hún er á þessa leið: „Einu sinni í gamla daga voru bæði kynin sameinuð í einum líkama. Líkaminn var kringl- óttur eins og kúla, með fjórar hend- ur, fjóra fætur og tvö andlit. Hann hreyfðist með undraverðum hraða og notaði þéssa átta limi sína eir.s og spæla á hjóli, er hann steypii sér kollhnis hvað eftir annað. Þessi kynstofn karl-kvenna bjó yfir hræði- 10 VIKAN Grein eftir: legum krafti, og metnaðargirni hans átti sér engin takmörk. Hann hafði á prjónunum áform um það að ráðast til uppgöngu í himnana og gera aðsúg að sjálfum Seiti, en þá var það, að hinum síðast nefnda datt snjallræði í hug. „Við skulum skipta honum í tvennt", sagði hann og þá mun kraftur hans minnka um helming en vér fáum helmingi fleiri fórnargjafir". Og hann gerði kynstofninn að körlum og konum, og frá þeim degi gerðist það, að hvor helmirigurinn þráði ákaft að sameinast hinum. Og þessi sameiningarþrá kynjanria er kölluð ást. Taka menn nú að ræða þessa skáldlegu skýringu á ástinni og aðrar skýringartilraunir, er fram komu, en að lokum er heiðursgest- urinn, Sokrates að nafni, beðinn að leggja orð í belg, en hann haíði verið þögull til þessa. „Ég er orðinn að steini og al- gerlega mállaus eftir að hafa hlustað á alla þessa mælsku. Því að hvernig má fávizka mín keppa við slíka vizku"? sagði Sokrates. Samt lét hann til leiðast að taka þátt í þessum umræðum. Hann byrj- ar með skæðum spurningum, eins og venja hans var, og hrekur öll rök þeirra, er talað höfðu. Loks setur hann fram skoðanir sínar á málinu. „Astin", segir hann, „er hungur mannssálarinnar eftir guð- legri fegurð. Elskhuginn þráir ekki aðeins að finna fegurð, heldur og að skapa fegurð, varðveita hana og sá sæði ódauðleikans í dauð- legan líkama. Þess vegna elska kynin hvort annað — þau þrá að endurskapa sig sjálf og framlengja tímann inn í eilífðina. Af þessari

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.