Vikan


Vikan - 22.09.1966, Page 13

Vikan - 22.09.1966, Page 13
En þaS er eins og eitthvað haldi aftur af mér. Þegar ég heyri til hennar úti á tröppunum, get ég ekki að því gert þótt ég fái hjartslátt. En mér gremst það. Ég fékk bréf frá Albert. Það minnir mig á liðna sumardaga. Já, dagana þá. — Þegar grænn vatnsflöturinn var lognkyrr og gufaði upp að fjallshlíðinni, svo tær að við sá- um skóginn á botninum úti á milli hólmanna — og ég sé fyrir mér gráan skuggan af berum armi hennar á vatnsfletinum. Hann segir að hún hafi talað um mig. Talað um mig — Þetta er orðið mér svo fjarlægt. Heitar, rjóðar kinnar hennar, hláturinn 1 augunum, brennandi af löngun til að hlaupa beint út í lífið, hvað svo sem það væri, hvort heldur sorg eða gleði — bjartar nætur þar heima — allt er þetta orðið svo undarlega fjarlægt mér. Eins og ljúf æsku- minning. Magda, Magda. — nei, nú óska ég þess ekki framar. Ég vil ekki fara heim aftur, ekki mörg næstu ár. Sú djúpa kyrrð, sem hér ríkir, er mér miklu meira virði og miklu göfugri. Ég sá í henni mörg augu björt og skær, og brostin, sem hafa skilið og þjáðst. Þau horfa á mig um nætur og ég finn að ég tilheyri þeim. Nei, Magða, þú skalt hlæja útí sólskinið og loftið blátt, — ég — ég er í skóla. — Þegar hún klifraði upp á Rín- ardalshnjúkinn, var rödd hennar svo skær. Þegar hún söng var eins og sjálf náttúran tæki und- ir. Seint á kvöldin, já stundum um eittleytið, heyri ég trítlað berum fótum um gólfið yfir mér. Hún hendist upp í rúmið. Svo slekkur hún ljósið, ég ímynda mér það, og leggst til hvíldar. Þá leggst ég líka út af. Því þegar hún er háttuð verð ég svo ó- umræðilega einmana, og svo get ég ekki haldið áfram að vinna. Við förum einnig á fætur á sama tíma á morgnana. Og ef til vill hugsum við bæði um hið sama. Skyldi hún hlæja að mér ef ég færi upp til hennar og segði henni að ég væri líka einmana, og að þrátt fyrir það að ég væri ókunnur maður ætti ég sömu gleði, sorgir og langanir og hún. En hver segir að hún sé ein- mana? Hún, sem er úti allan daginn. Sjálfsagt hittir hún ýmsa. og enda þótt hún væri einmana, hver segir þá að hún sé föl? — að hún hafi athugul augu og grannar hendur? — — — Klukkan er orðin ellefu. Sennilega er hún úti í veizlu. Ekki er ég í veizlu. Hversvegna ætti hún þá að vera þar? Svo kemur sjálfsagt einhver, sem fylgir henni heim, elsk- hugi, glæsilegur stúdent. Fótatak. Það er hún. Hún er alein. Uss! Hversvegna skyldi það gleðja mig? Kannske hefur henni leiðzt eitthvað í kvöld og farið út í rokið og rigninguna til að gráta og hugsa um liðna daga. Hún háttar strax. Ég get ekki heyrt það greinilega, en það er eitthvað öðruvísi en vanalega. Hún er hjá rúminu, það er ég viss um, en hún hefur ekki lagzt uppí það ennþá. Vesalingurinn. Nú skil ég það. Hún krýpur á kné, grúfir höf- uðið ofan í rúmfötin og spyr sjálfa sig aftur og aftur: Hvers- vegna er ég til? í dag kom ég til halta málar- ans. Gamalt hús með skakkar niðurbrotnar tröppur. Tvö kvist- herbergi með skáþaki. Hann varð svo undrandi þegar ég kom. stamaði og eldroðnaði, þar sem hann stóð, roðnaði og stamaði. Lítil, gömul og hrukkótt kona gekk þar um og dundaði við eitt- hvað. Hún var svo sakleysisleg, hló að öllu og kyssti soninn á raunaleg augun hans. Á borðinu stóðu myndir af rússneskum skáldum og þýzkum jafnaðarmönnum. Á öllum veggj- unum héngu málverk af eyði- mörkum með myrkan himin, svart haf um nótt, þunglyndisleg, dreymandi andlit. Ég verð svo dapur í sinni þegar hann horfir á mig með angist í augum. Ég get ekki svarað spurn- ingum hans og veikum vonum. Eða sitja þar liðlangan daginn og horfa út um þakgluggann, sökkva mér niður í að skoða skuggalegar myndir, sem ekkert kom lífinu eða daglegu starfi við — — — Sitja og spyrja sjálfan sig dag eftir dag: Hversvegna lifi ég? Hvað getur það verið? Fóta- tak hennar er ekki lengur létt og fjörlegt. Og sjálfur verð ég svo órólegur og get ekki starf- að. Hér er orðið svo tómlegt, — ekkert kunnuglegt fótatak, ekk- ert skrjáf í silkikjól: Það er líkast því að allir séu farnir burtu og húsið standi tómt. Stundum þyk- ist ég heyra kveinstafi og niður- bæld óp. Ég hef setið of lengi ein- Framhald á bls. 29. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.