Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 15
■ ,■
Jk-na Claude Raes @
Julkn V, d. Broeek (3)
Jacques Vermeir <D
Jau I>e Fanw (D
I a*o Vanholk (§}
Cyrkl Fa«wt*b ©
Marc Dc
Pkrre Vaersnberi'h
Foreldrar Van de Putte drengjanna óttu engar myndir af sonum sínum.
Við jarSarförina vottuðu konungshjónin foreldrunum samúS sina.
Síðasta kennslustund dagsins:
Umferðarreglur. Fimmtán fjör-
ugir og lífsglaðir smádrengir þustu
út úr bekkjarstofunni.
Samtímis ók brauðbíll einn af
stað frá þorpskrá í nokkurra kiló-
metra fjarlægð frá skólanum. Við
stýrið sat bFstjórinn, fjörutíu og
fjögra ára að aldri og fjögurra
barna faðir — dauðndrukk'nn!
Fimm mínútum síðar hafði hroða-
iegasta slys ársins á þjóðvegum
Evrópu skeð. Brauðbillinn ók á
fleygiferð beint á drengjahopinn
og síðan inn i husvegg skammt
frá.
Gatan leit út eins og vígvóllur.
Sjö drengjanna létust samstundis,
þrír í A/iðbót dóu í sjúkrabilnum
á leiðinni á sjúkrahús og hinir fimm
voru illa haldnir af meiðslum og
taugaáfalli.
í stórskemmdum bilnum sat bíl
stjórinn — algerlega ómeiddur. Lög-
reglan tók hann undireins höndum,
sumpart vegna afbrotsins og sum-
part til að koma í veg fyrir, að
fólkið, sem safnazt hafði á slys-
staðinn, tæki hann af lífi án dóms
og laga.
Þessi skelfilegi harmleikur skeði
í vor í smáborginni Walwergen
milli Brussel og Gent ( Belgíu. Eft-
ir einhver merkilegustu réttarhöld
( belgískri sögu hefur nú bílstjór-
inn, Emile Biebaut, fengið sinn dóm.
Hann hljóðaði upp á eins árs og
níu mánaða fangelsi og nálægt
16.000 kr. sekt.
Við rannsókn málsins kom í Ijós,
að maðurinn drakk yfirleitt ekki
áfengi. Þennan dag var óvenju
heitt og um morguninn átti Emile
erfitt með að rífa sig upp. Til
þess að hann gæti vaknað almenni-
lega, gaf systir hans honum þrjá
sjússa. A þeirri tvö hundruð mflna
leið, sem hann kevrði svo fyrri-
hluta dagsins gegnum Flandur,
bætti hann á sig ellefu glösum af
bjór, tveimur þeim siðustu fáein-
um minútum fyrir slysið.
Hugleiðingarnar um atburðinn
sléppa honum ekki andartak. Við
réttarhöldin sagði hann hvað eftir
annað: — Hvern einasta dag hugsa
ég um börnin sem ég drap og mín
eigin börn. — Og þykir víst engum
mikið.
Hvaða refsing hefði beðið Bia-
bauts, ef glæpur hans hefði verið
framinn í einhverju öðru landi, til
dæmis íslandi eða Frakklandi? Við
skulum taka nokkur lönd til dæm-
is.
Svíþjóð: 1 ár.
Þar í landi er greint á milli þess,
að vera kenndur undir stýri eða
fullur. Kenndir eru menn taldir ef
þeir hafa 0.5 prómille alkóhol í
líkamanum, og dugar að sanna það
með blóðrannsókn. Lágmarksrefs-
ing er tíu daga fangelsi og þriggja
mánaða missir ökuréttinda, en við
alvarlegri tilfelli er hægt að dæma
menn í allt að sex mánaða fang-
elsi.
Svíar telja mann fullan, ef hann
hefur 1.5 prómille alkóholmagn i
blóðinu. Þá verður refsingin oftast
mánaðar fangelsi og missir öku-
réttinda i óákveðinn tíma. Hámarks-
refsing: eins árs fangelsi og missir
ökuréttinda ævilangt. Sá, sem situr
í hjá fullum bílstjóra, er talinn
meðsekur Refsidómum fyrir ölvun
við akstur verður ekki áfrýjað. í
Svíþjóð hefði Emile Biebaut því
sennilegcst verið dæmdur í eins
árs fangelsi og ökuréttindi hefði
hann misst ævilangt.
New York: 15 ár.
í þeim stað er það ekki tal'ð
refsivert, þótt maður aki ölvaður.
En valdi maður slysi, verður refs-
ingin hörð. Ef maður „veldur dauða
annars fyrir glæpsamiega óvar-
kárni við meðferð vélknúins öku-
tækis", á hann yfir höfði sér al!t
að fimm ára fangelsisvist, segja
lögin. Við alvarlegri brot missir
hann ökuréttindi ævilangt og fær
fimmtán ára fangelsisdóm. Sá hefði
orðið dómur Biebauts í New York.
Frakkland: 2 ár.
Þar sleppur ölvaður ökumaður
réfsingarlaust, nema þvi aðeins að
hann aki á mann og drepi hann.
Lágmarksrefsingin verður þá
þriggja mánaða fangelsi. í vissum
tilfellum verður dómurinn miklu
þyngri. Fyrir afbrot á borð við það,
Framhald á bls. 41.
Óhappamaðurinn Emile Biebaut ásamt konu sinni og fjórum börnum. Eft-
ir slysið varð lögreglan að vernda hann fyrir æstum lýðnum.
VIKAN 15