Vikan - 22.09.1966, Page 20
í sumum af þessum löndum hefur sjálfstjórnin endurvakið þjóðlegar venjur.
Annarsstaðar hafa valdhafarnir reynt að bæla allt slíkt niður svo það sjáist
sem bezt, hve framfarasinnaðir þeir séu. T.d. hafa yfirvöld í Súdan, sem er
undir miðjarðarlínu, krafist þess að mittisskýla sé lögð niður, en stuttbuxur
teknar upp í staðinn. Stjórnin hefur látið úthluta stuttbuxum ókeypis. Jafn-
skjótt og fólkinu eru fengnar buxurnar, er heimtað að það fari í þær. Allt
gengur þetta að óskum, nema eitt vantar: buxurnar eru allar af sömu stærð.
Þessir menn hér sitja á skólabekk, þó að fullorðnir séu. Eftir tveggja ára nám
eru þeir útlærðir í veiðiskap, og mega ráða sig til að fylgja ríkum útlendum
ferðamönnum á villidýraveiðar, safari. Hinir síðarnefndu skuldbinda sig til
að borga ákveðið gjald fyrir hvert dýr, sem fellt er, en séð er um það að ekki
sé gengið um of á stofninn, og þessum lærðu veiðimönnum kennt að hagnýta.
sem bezt bráðina, svo sem sjá má hér á myndinni.
Undirstaða þróunarríkis eru kosningar. Þessir kjósendur í Kenya eru hér að
skila kosningaseðlinum. Seðlakassinn er gamall olíudunkur. Svo að ekki sé
hætta á að neinn kjósi oftar en einu sinni, er fingrum hvers kjósenda dýft
niður í rautt blek, sem ekki næst auðveldlega af, þegar hann hefur skilað seðli
sínum. Þá þýðir ekki fyrir hanir að reyna að fá að kjósa annarsstaðar. Stundum
er kjósenda fylgt inn í klefann, og sagt til hvernig hann eigi að fara með kjör-
seðilinn. Ekki er það síður skoplegt, að flokkarnir auðkenna sig stundum með
mynd af einhverju, sem þeir kunna að hafa lofað kjósendunum, svo sem síma,
sjónvarpi, og þó ótrúlegt sé peningabuddu.
20 VIKAN