Vikan - 22.09.1966, Page 23
SUMARMOT RAGGARA
í FURUVÍK
<5
Skemmtikraftur á sænskum
skemmtistað. Fataleysi stúlkunnar
mundi víðast hvar þykja ósæmilegt
á opinberum skemmtistað en þykir
sjálfsagt og eðlilegt í Svíþjóð enda
þótt nokkrir gamaldags móralistar
hafi áhyggjur af því, að spilling-
in svokallaða sé einhverskonar hlið-
arverkun af velferðarskipulaginu.
I Svíþjóð er mikill skari af rótlausum vandræðaunglingum, sem Svíar nefna raggara. Þeir voru
mest á mótorhjólum fyrr nokkrum árum en nú munu þeir í samræmi við velferðina vera komn-
ir á ameríska bíla, helzt stór tryllitæki. Þeir fara um landið eins og engisprettufaraldur, slá
sér niður í smábæjum og gera allt vitlaust. Og stundum eru haldin allsherjar raggaramót, þar
sem raggarar frá allri Svíþjóð reyna að koma sáman og þá bregzt ekki að eithvað sögulegt
á sér stað.
í ár var einhver staður sem Furuvík heitir fyrir valinu. Þetta mót mun hafa verið eitthvað
Iíkt hinni frægu Þjórsádalssamkomu íslenzkra unglinga fyrir tveim árum, en það sem helzt var
í frásögur færandi af þessu móti var það, að raggarar réðust á lögregluþjón einn sem þar var
við skyldustörf og misþyrmdu honum svo að óvíst var hvort hann héldi lífi. Eftir það lét lög-
reglan greipar sópa um staðinn og fjölda raggara var smalað og þeir settir undir lás og slá,
en aldrei varð ljóst hver hafði misþyrmt lögregluþjóninum.
■ ^
o
Svíar tala gjarnan um
sænsku syndina með dá-
litlu stolti og í sænskum
biöðum er urmull af mynd-
um ámóta við þessa hér,
sem sýnir að fólk er held-
ur frjálslega klætt á bað-
ströndum þar í landi, og
meðal kvenþjóðarinnar
þykir það allt að því gam-
aldags að hylja brjóstin.
Sumir voru harðir og
sýndu mótþróa og það
þurfti jafnvel tvo eða þrjá
lögregluþjóna til að ráða
við þá.
VIKAN 23