Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 28
—
Að bjarga lífinu
„Um leið og ég sá manninn, snarhemlaði ég, en þrátt fyrir
það, lenti maðurinn framan á bílnum og féll síðan í götuna“.
Þessi setning er tekin orðrétt upp úr lögregluskýrslu um bana-
slys. sem varð í umferðinni fyrir nokkrum árum. Maður um
fimmtugt var á gangi eftir götu, þar sem engin lýsing var og
gekk hann úti á sjálfri götunni, vegna þess að enginn afmark-
aður gangstígur var.
fví miður hafa mörg alvarleg slys orðið með svipuðum hætti
í umferðinni: ÖkumaSurinn hefur ekki séð gangandi vegfar-
anda fyrr en of seint, og þrátt fyrir það, að hann hafi góðan
viðbragðsflýti, öryggistæki bílsins hafi verið í fullkomnu lagi
og veður og færð ágæt, hefur slys orðið.
Um þessar mundir hafa samtökin VARÚÐ Á VEGUM beitt
sér fyrir því, að mikið af endurskinsmerkjum hefur ver-
ið keypt hingað til landsins og hafa ýmis fyrirtæki og stofn-
anir keypt merkin síðan til dreifingar, auk þess sem þau fást
í allmörgum verzlunum. Endurskinsmerki hafa verið notuð
allt of lítið í umferðinni, þrátt fyrir það, að allir eru á einu
máli um, að þau geti gert mikið gagn og það er virðingarvert
hjá framleiðendum að setja endurskinsmerki á vinnufatnað.
En það er ekki nóg að setja endurskinsmerki á vinnufatnað;
endurskinsmerki eiga allir að bera á sér; jafnt ungir sem aldn-
ir.
Fyrir nokkru gaf Slysavarnarfélag fslands út lítinn bækl-
ing, sem félagið nefnir „Glitmerki" og segir þar frá rannsókn-
um, sem framkvæmdar voru í Uppsalaháskóla og eiga niður-
stöður hennar erindi til allra:
„Við létum ökumennina aka á móti kyrrstæðum bíl á veg-
inum og voru báðir bílarnir látnir vera með láguljósin á. Á
veginum á milli bílanna settum við brúðu í fullri líkamsstærð,
klædda dökkleitum fötum. Aðeins þeir ökumenn fengu að
reyna sig, er vitað var, að voru þaulvanir í akstri í myrkri,
og var þeim fyrirskipað að aka með 60 km. hraða og hemla
fyllilega, ef þeim sýndist ástæða til þess. Um leið og ökumað-
urinn spyrnti niður hemilstiginu, spýtti bíllinn hvítum lit á
veginn. Þannig gátum við séð, hve langt frá hinum „gangandi
vegfaranda“ ökumaðurinn spyrnti niður hemilsstiginu. Tilraun-
irnar sýndu, að til jafnaðar hófu þeir ekki að hemla, fyrr en
eftir voru aðeins 12 m. að brúðunni, en ökumaðurinn þarfn-
ast minnst 25 m. til að komast í kyrrstöðu úr 60 km. hraða,
við beztu aðstæður á þurrum vegi og með fullvirkum heml-
um. Hinir þaulvönu ökumenn gátu því ekki stanzað fyrr en
10—20 m. eftir að þeir voru búnir að aka hinn „gangandi veg-
faranda“ niður".
Þetta var niðurstaða rannsóknanna. sem gerðar voru í há-
skólanum í Uppsölum og þetta er aðal orsökin fyrir slysum á
gangandi vegfarendum úti á þjóðvegum og á þeim vegum, þar
sem lýsing er engin eða léleg og gangstéttir eða brautir eng-
ar: Ökumaðurinii sér ekki gangandi vegfaranda fyrr en of
seint.
f athyglisverðri grein, sem Baldvin Þ. Kristjánsson, félags-
málafulltrúi Samvnnutrygginga reit í dagblöðin á s.l. vetri
sagði hann m.a.:
„Til myrkurdauðans á vegum er enn hörmulegra og ömur-
legra að hugsa fyrir þá sök, að til er — og hefir ekki verið not-
að sem skyldi, heldur látið að mestu kyrrt liggja og í þagnar
gildi hér á landi endurskinsmerki. Þeir í útlöndum kalla þetta
tiltæka bjargráð hvorki meira né minna en ÓDÝRA LÍF-
TRYGGINGU og hvetja að vonum alla vegfarendur að notfæra
sér hana, til verndar, öryggis og bjargar sjálfu lífinu.
á hvert
bindindis-
heimili
Allt-í-eitt heimilistryggingin sameinar í eitt skirteini nauðsynlegustu
tryggingar heimilisins og fjölskyldunnar.
Allt-í-eitt heimilistryggingin kostar aðeins 400 krónur á ári í steinhúsi
í Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði, sé miðað við 200.000 kr. trygg-
ingarupphæð innbús, eða aðeins kr. 1.10 á dag.
ÁBYRGÐP
Tryggingarfélag fyrir bindindismenn
Skúlagötu 63, símar 17455 — 17947
HVERJAR
ERU ÓSKIR
YÐAR?
Vönduð og glæsileg bifreið? Bifreið, sem, sameinar kosti
sportbifreiðar, stærð og þægindi lúxusbifreiðar?
Vér höfum svarið :i reiðum höndum: BMW 1800 er
bifreiðin, sem uppfyllir allar óskir yðar.
28 VIKAN
KRISTINN GUÐNASON HF
KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675