Vikan


Vikan - 22.09.1966, Side 31

Vikan - 22.09.1966, Side 31
var svo hljótt. Ekkert skerandi ljós. Ég elska sál hennar, við- kvæma sál hennar, sem saknaði. Nú dafnar hún í augum henn- ar, eins og blóm, sem springur út, og í greipar hennar, svo að orð hennar verða skír. Ég elska þessa tærðu arma og innfallnar kinnar, þaðan ber því fegurri bjarma, sem þær hvítna meir. Ef til vill er það henni fyrir beztu að fá aldrei að kynnast lífinu og bezt fyrir hana að deyja áður en hún sér að fögnuður þess er ekki heilbrigður, að kát- ína þess fyrir innan ljósum skreytta glugga er full af blygð- un og örvæntingu. Umhverfis okkur er fleira, sem andar, grær, en það sem augun sjá og eyrun heyra. Eins eru líka til hljóð, sem við getum ekki heyrt og litir og ljós, sem við verðum ekki vör við. Viðkvæm- um sálum sýnast þeir litir of sterkir, sem öðrum finnast dauf- ir og hljómar, sem þeim finn- ast þýðir, þykja öðrum harðir og ruddalegir. í dag, þegar ég gekk fram með vatninu fannst mér eins og ver- öldin væri orðin ný. Og ég heyrði raddir í blænum. Þær töluðu ekki sama mal og ég og ekki heldur mál fuglanna eða vindanna. Lit- irnir höfðu líka fengið rödd og mál. Þeir voru stærri og auð- ugri og þar var fleira, barrið á trjánum hafði fengið ótal tungur. Meðan ég hlusta á hljómana og söngurinn eykst með stígandi hraða heyri ég eitt orð í hæsta tón, sem berst mér yfir vatnið, beykilaufið og grasið og allir strengir í líkamsvefjum mínum taka undir þetta eina orð, sem losar mig við allan ilm og klið: Hlíf! Og öll hin ósýnilega sveimandi, streymandi, vaxandi tilvera mæt- ir mér í einni voldugri fagnandi alheimssál: Hlíf! ENN NÝR VARALITUR FRÁ Christian Dior ULTRA DIOR NÝI „HÁGLANS“ VARALITURINN 1966 BLÆBRIGÐI: 18-16-15-76-73 Ég sef nú uppi í herberginu hennar til þess að vera sem mest hjá henni. Ég sef reyndar ekki mikið. Það er svo undarlegt þegar ég vakna svona af hálfgerðum blundi og horfi út um litla þak- gluggann að mér sýnist himinn- inn svo nálægur mér. Og ég lít á það öðrum augum en áður. Það er því líkast, sem þar leynist eitthvað, sem ég þekki. Stundum er ég vakinn frá erf- iðum draumum við annarlegan, sáran grun, af rödd, sem hljóm- ar svo undursamlega blítt í næt- urkyrrðinni: Sefur þú? Stundum er hvíslað: Faðir vor, þú sem ert — þá langar mig til að fela mig. Það er eins og í þessum orðum felist eitthvað sem ýmist seyðir mig til sín eða ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: Gjafa- og Snyrtivörubúðin, Bankastræti 8 Hygea, Austurstræti 16 Mirra, Austurstræti 17 Sápuhúsið, Lækjargötu 2 Skemmuglugginn, Laugavegi 66 Verzlunin Stella, Bankastræti 3 HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 34 AKUREYRI: Vörusalan, Hafnarstræti Einkaumboð: INGVAR SVEINSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN, AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 16662 VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.