Vikan


Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 36

Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 36
OSRAM OSRAM SKEMMTILEG HEIMILI SKEMMTILEG LÝSING NOTIÐ OSRAM saman. Stundum verður mér það ljóst að þarna liggur bátur við bryggjuna, sem ég er að horfa á, eða tré, sem hallast niður að sjónum. Svo skeður það, að allt í einu veiti ég himinhvelf- ingunni yfir mér athygli: það er þá tunglið sem rennur þar, eða vindblær, sem strýkur yfir höfuð mitt. Svo er það bæði einn og annar, sem horfir svo furðu- iega á mig: það eru þeir, sem ég mæti af einskærri tilviljun. Það er þarna úti í verkamanna- hverfinu, sem mér finnst ég eiga heima. Mér finnst ég helzt vera í ætt við niðurlút andlitin með há kinnbein og augu, sem liggja djúpt inni í andlitinu, þeir, sem lifa og deyja eins og myrkfælin skordýr, sem skríða undir stein- ana. Ég er orðinn þreyttur á breið- götunum. Þessi hvelfdu brjóst. Þetta hnarreista fólk, klæðnaður- inn, síð pilsin, sem leika um granna, liðuga ökkla, brosin -—• allt þetta, sem æpir: kysstu, lifðu, njóttu, — hefðarkonur, sem ástleitnir karlmenn bera á örm- um inn í lokkandi dimma vagna, kossahljóð bak við dyratjöld, kunningjaskál í vondu víni, þvöl handtök smjaðurslegra vina — æ, það veldur ógleði! Kverkar mínar herpast af hljóðlátum, stirðnuðum gráti yfir því að gleði fólksins skuli vera vændiskona, sem fyllir andrúmsloftið þef af ódýru ilmvatni. Ég verð að fara burtu, langt burtu þangað sem andi hafs og lands stígur til himins. Já, ég verð að fara burtu. Ég verð að komast í kyrrð og ró. Ég verð að fara langt burtu frá strætisvögnunum, steinlögðum götum og leikhúsum, eins langt og unnt er að komast. Það er nokkuð, sem ég þarf að koma reglu á. En gæti þá ekki skeð, um næturnar við hið mikla haf, að ráðgátan komi, sökkvi sér nið- ur í sál mína, hvíslandi í fyrst- unni hljóðlega, hikandi eins og sveifla, sem ekki er orðin að tóni, en smám saman sterkara eftir því sem allt umhverfis mig verður hljóðlátara og hljóðlát- ara. Þegar öll urgandi hljóð eru þögnuð, þegar allir hafa gleymt mér og þegar ég sjálfur hef gleymt öllu, mun það þá koma, og allt verða bjart, og sál mín vakna? Sigríður Einars þýddi. Mórar og kettur Framhald af bls. 27. fengið setpláss fyrir góðsemi kon- doktorsins í lestinni; gaf ég hon- um fyrir eitt mark vestur-þýzkt. Svo er að sjá, sem vestur-þýzk- ir peningar séu fullvel gjald- gengir austanmúrs, hvaða dular- ástæður sem liggja nú því til grundvallar. — Auk mín komu inn í klefann tveir ungir menn, grannir og litur hörunds þeirra vingjarnlega daufbrúnn, tillit augnanna opið og einlægt. Þeir voru Búlgarar báðir og bræður þar á ofan, hét annar Hristó og hinn Dmitrí, eins og mér skilst að flestir Búlgarar heiti, eðlis- fræðingar að mennt og á leið frá námi í Moskvu. Ég ræddi töluvert við þá á slæmri þýzku, sem var eina málið sem við kunn- um eitthvað í sameiginlega. Ég sagði þeim að ég væri á leið til Rúmeníu, en þeir báðu mig gjalda varhuga við íbúum þess lands, því meðal þeirra væru einhverj- ir klókustu þjófar á heimsbyggð- inni. Væri snilld þessara hand- verksmanna slík, að þeir nálega flettu fólk klæðum án þess að það yrði nokkurs vart, og nefndu mér dæmi um slíkt. Raunar gáfu þeir í skyn, að Búlgarar sjálfir væru það vel liðtækir í þessari atvinnugrein, að lítið hallaðist á þá í fingralengdarviðskiptum við nágr annaþ j óðina. Nú var orðið myrkt af nóttu og sótti á okkur syfja. Ég hallaði mér útaf á bekknum og átti auðvelt með það, þar sem ég hafði hann einn, en Búlgar- arnir bjuggumst um á hinum og ræddust við á sínu máli. Raddir þeirra voru mildar og hljómljúf- ar og minntu mig á fuglaróm. Mér leið notalega í návist þess- ara opineygu pilta, og áður en Berlín var langt að baki hafði ég sofnað við kvíðrandi skraf þeirra. Eftir stund, sem mér virtist vart andartak, var barið harka- lega að klefadyrum; lestin hafði numið staðar. Þar voru komnir tveir Þjóðverjar, sællegir náung- ar, rauðbirknir hávaðamenn, og fór eins mikið fyrir hvorum þeirra um sig og Búlgörunum báðum. Hvað um það, þeir hlömmuðu sér niður á bekkinn hjá mér, svo að nú var úti um svefninn að sinni. Ég spurði þá hvert við værum komnir og þeir svöruðu: Dresden. Það var farið að gráma lítils- háttar af nýjum degi og ég leit út um gluggann í leit að minjum þess viðburðar, sem hörkulegast hefur skipt sköpum í sögu þessarar borgar samanlagðri rústunum eftir loftárásina, sem þurrkaði hana út aðeins drykklangri stund áður en stríð- inu lauk. En ég sá engar rústir, enda er mér sagt, að betur hafi þótt borga sig að reisa hina nýju Dresden utan við þann reginhaug eyðileggingar og dauða, sem kon- unglegi breski flugherinn skildi eftir, og er líklega ekkert hreyk- inn af. Því Dresdenárásin var stríðsglæpur, tilgangslaust og vit- firringslegt fjöldamorð, sem á varla minni skelfingarfrægð skilda en sú sem gerð var á Hírósímu. Þessi höfuðborg gamla sax- neska konungsríkisins og kjör- furstadæmisins hefur lengst af fremur verið tengd friði og menningu en slátrun og hern- aði, og svo var jafnvel mestall- an tíma síðari heimsstyrjaldar- innar, þó þá væri fáu eirt. Enda var borgin þýðingarlaus hernað- arlega. Og þegar hefndarþyrstir skarar rauða hersins nálguðust að austan, leitaði grúi flóttafólks hælis í þessari borg, sem var næstum eina vinin í þeirri eyði- mörk banvænnar eimyrju, sem Þýzkaland þá var orðið. Það yrði aldrei ráðizt á Dresden, fullyrtu allir. En auðvitað var það gert. Fáeinum dögum fyrir stríðslok steypti brezki flugherinn sér yfir borgina með allri þeirri eyðilegg- ingartækni, sem hann hafði yfir að ráða. Hann leysti verkið vel 36 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.