Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 37
af höndum, því það var lítið um
loftvarnir í borginni og raunar
loftvarnarbyrgi líka. Og þegar
kappar Churchills flugu heim
aftur var einni borg færra í
Evrópu. Hin prúða höfuðborg
Ágústs sterka var orðin að undra-
stórri hrúgu af múrsteinamuln-
ingi og steiktu mannakjöti. Tvö
hundruð og fimmtíu þúsund
manns — íbúatala fslands og gott
betur — hafði farizt í því vítisbáli.
Og mennirnir, sem þetta gerðu,
láta nú fara vel um sig í klúbb-
unum sínum með húsgögnum frá
Viktoríutímanum, þar sem þeir
njóta hádegisverðar langt fram
á eftirmiðdaginn, snúa upp á yf-
irskeggið og tala um veðreiðarnar
í Ascot. Þetta eru fallegustu, sið-
menntuðustu og elskulegustu
menn í heimi. Já, hann er skrýt-
ið uppátæki þessi skyni borni
maður.
Bæheimur er framundan. Lid-
ice, Súdetamorðin. Hið fyrr-
nefnda kannast allir við, fáir hið
síðara. Það gerðist á fáeinum
góðviðrisdögum vorið 1945, þeg-
ar Þjóðverjar höfðu verið sigr-
aðir. Þá komu Tékkar inn í Súd-
etahéruðin og slátruðu í snar-
heitum eitthvað hálfri milljón
manna að minnsta kosti, og var
enginn greinarmunur gerður
vegna kynferðis eða aldurs. Á
þetta var ekki minnzt í Núrn-
berg, enda var dómstólnum þar
víst ekki ætlað að fjalla um
stríðsglæpi sigurvegaranna.
Þetta er dapurlegur heimur.
Járnbrautir, kumbaldalegar í-
búðarblokkir, tilbreytingarlaust
landslag, grámi í lofti, maurið-
inn mannskapur, sem gerir sér
allt að iðnaði, jafnvel manndráp.
Hér eru engir litir, nema rautt
og grátt, blóð og ryk. í þessum
löndum voru fjöldamorð stór-
iðnaður og tómstundaíþrótt í gær.
Og þau yrðu það viðstöðulaust
aftur á morgun, ef einhverjum
geggjuðum leiðtoga þóknaðist
það.
í borg einni sem Decin heitir,
skammt innan landamæra Tékkó-
slóvakíu, komu inn í lestina ein-
kennisbúnir menn þarlendir, og
inntu þeir mig eftir vegabréfi.
Sem þeir sáu það, spurðu þeir
hvort ég hefði ekki fengið sér-
stakt leyfi, visum, til af fara
gegnum Tékkóslóvakíu. Ég neit-
aði því en sagðist hafa sannfrétt,
að slík leyfi fengjust umyrða-
laust á landamærunum. Ekki
voru fulltrúar hins tékkneska
réttlætis fyllilega ánægðir með
þetta, og mátti á þeim skilja, að
þeir teldu mig heldur léttúðug-
an mann. Höfðu þeir við orð, að
maklegt væri að slíkum fóla yrði
sem snarlegast snúið við yfir í
lönd Germana, en þegar ég hafði
svarið og sárt við lagt að ekkert
væri mér fjær skapi en að stíga
fæti á tékkneska jörð og færi
aðeins yfir landið vegna þess að
það væri að þrvælast á þeirri leið,
sem ég neyddist til að fara til
að komast til rúmenskra byggða,
þá urðu þeir smátt og smátt hag-
stæðari. Þeir létu mig fylla út
eyðublað — fjölda samritanna
setti ég ekki á mig — afhentu
mér síðan hið lífsnauðsynlega
vísúm og óskuðu mér svo góðrar
ferðar til Ruminska. Þá gat ég
lagst til svefns á ný, enda voru
Þjóðverjarnir nú farnir.
Ég vaknaði með andfælum.
Einhver ókennileg vera grúfði
sig yfir mig á bekknum, hrika-
ieg forynja með gul krókódíls-
augu full með það ómennska hat-
ur, sem maður sér í svip tröll-
anna á þjóðsagnamyndum Ás-
gríms. Víður kjaftur drekans
gekk til í sífellu og út á milli
margfaldra raða af geigvænleg-
um vígtönnum, sem áreiðanlega
höfðu aldrei verið burstaðar
nema upp úr blóði, hraglaði yfir
mig ókennilegum hljóðum, sem
mér var ekki ljóst hvort til-
heyrðu einhverju mannamáli.
Ég reif mig upp með óhljóðum
og reyndi að strjúka martröð-
ina úr augunum, en hún varð
við það aðeins sýnu skýrari og
eftir því óhugnanlegri. Þetta var
kerling um sextugt gæti ég trúað,
nokkrum þumlungum hærri en
ég og mörgum sinum gildari.
Andlitið var alnarbreitt að
minnsta kosti eins og á móður
Gríms loðinkinna. Það var
gneistandi líf í augunum, þótt
ekki væri þar minnsti snefill af
mannlegri tilfinningu. Tröllvax-
inn skrokkurinn, sem fyllti næst-
um út í klefann, var á stöðugu
iði, eins og á óþolinmóðu rán-
dýri.
Ég litaðist um eftir Búlgörun-
um mínum, en þeir voru þá
horfnir með húð og hári, og var
ég í engum vafa um hver ör-
lög þeirra hefðu orðið. Ég var
stjarfur af skelfingu og þorði
mig hvergi að hræra, því ég
var viss um, að þessi vonda ketta
myndi þá og þegar rjúka á mig
og rífa mig á hol. Ég reyndi að
hugleiða, hvað menn eins og
Heilagur Georg eða Illugi Tagld-
arbani hefðu gert í mínum spor-
um, en þeir mættu nú víst sínum
drekum ekki öðruvísi en gráir
fyrir járnum.
Kettan hélt áfram gnöllri sínu
og bandaði um leið hramminum
aftur fyrir sig, en bar stóð hóp-
ur af einskonar mannverum á
svo háum aldri að siá. að ó-
hugsandi virtist annað en þær
væru löngu dauðar, enda var ég
hvergi nærri viss um að þær
væru lifandi. Þetta fólk var allt
vafið í upplituð sjöl og dulur,
eins og vofur nota oft þegar þær
eru á stjái, og úr líkgráum
andlitunum störðu á ekkert gul
augu sjáaldurslaus, sem aldrei
var deplað.
Ég hefði siálfsagt brjálast
þarna á næsta andartaki, ef ekki
hefði undið sér inn í klefann ung-
ur kvenmaður, sem var mann-
eskjulegur í einu og öllu. Hún
Brillo sápu svampar
Nýju BRILLO sápu svamparnir gljáfægja pönnurnar fljótt og vel.
Aðeins með BRILLO er hægt að gljáfægja pönnur og potta, auð-
veldlega, vandlega, og undra-fljótt. BRILLO'S drjúga sápulöður
leysir alla fitu upp á augabragði og pönnur og pottar gljá og skína
og svo endist BRILLO svo lengi af því að í hverjum svampi er efni,
sem hindrar ryðmyndun.
P. S. Parket og Jaspelin
gólfdúkur - nýir litir.
Einnig linoleum parket-gólfflísar
í viðarlíkingu.
VIKAN 37