Vikan


Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 44

Vikan - 22.09.1966, Qupperneq 44
fangelsi eða þrælkunarvinnu ævi- langt. Það hefur þó enn ekki verið gert í tilfellum sem þeim, er hér um ræðir. Ítalía: 5 ór. Þar í landi telst það ekki til af- brota að vera ölvaður við stýrið, nema maður valdi slysum. Verði hann mannsbani, er litið á það sem hvert annað manndráp og dóm- urinn verður minnst sex mánaða fangelsi. Þá missir hinn seki öku- réttindin ævilangt og verður að greiða aðstandendum hins drepna skaðabætur. Fyrir afbrot Biebauts hefðu ítalskir dómstólar sjálfsagt látið koma þyngstu refsingu, sem lög landsins leyfa. Vesfur-Þýzkaland: 5 ár. Lágmarksrefsing fyrir ölvun við akstur þar í landi er 8-900 króna sekt eða sex vikna fangelsi. Ef ölvaður ökumaður veldur bana- slysi, missir hann ökuréttindin, hlýt- ur að greiða skyldmennum hins drepna skaðabætur og er dæmdur í fimm ára fangelsi eða þrælkun- arvinnu. I samræmi við það hefði dómur Biebauts í Vestur-Þýzkalandi orðið. Danmörk: 1 ár. Þar hljóta menn frelsisskerðingu fyrir ölvun við akstur, og valdi þeir banaslysi, verður refsingin að minnsta kosti átta mánaða fang- elsi. Biebaut hefði fengið að minnsta kosti ár. Finnland: 7 ár. Þar í landi er hægt að dæma „persónu, sem er skeytingarlaus í meðferð bifreiðar" í allt að þriggja ára þrælkunarvinnu, en í meinlaus- ari tilfellum eru skaðabætur látnar duga. Valdi ölvaður ökumaður slys- um á fólki, fær hann sex ára þrælk- unarvinnu, en sé um banaslys að ræða, verður refsingin sjö ára þrælkunarvinna. Sá hefði orðið dómur Biebauts í Finnlandi. Noregur: 6 ár. Aki maður þar bíl með yfir 0.5 prómille alkóholmagn í líkamanum, hlýtur hann 21 dags fangelsisvist.’ Valdi ökumaður banaslysi, verður dómur hans þriggja ti! sex ára fangelsi. Hafi ökumaður einhverjar frambærilegar málsbætur, er hægt cð draga verulega úr þessari refs- ingu. Biebaut hefði í Noregi sjálf- sagt hlotið dóm upp í sex ár. Spánn: 15 ár. Að aka bíl ölvaður er þar ekki refsivert. Er ölvaður maður lendir í árekstir en veldur ekki blóðsút- hellingum, hlýtur hann' að greiða sekt, sem getur orðið mjög mis- þung eftir brotinu, allt frá smá- vægilegri upphæð upp í þrjú til fjögur þúsund krónur. En valdi öku- maður blóðsúthellingum, vandast málið heldur fyrir hann, því þá sleppur hann ekki með minna en tveggja ára fangelsi og degi bet- ur! Sé um banaslys að ræða, miss- ir hann ökuréttindi ævilangt og hlýtur að minnsta kosti fimm ára fangelsi. Er þá litið á slysið sem hvert annað manndráp. A Spáni er það ekki til siðs að mæla alkó- holmagn í blóði manna, heldur er ölvunarástand þeirra metið eftir því hve mikið sést á þeim. Dómur Bie- bauts á Spáni: Að minnsta kosti 15 ára fangelsi og glötuð ökurétt- indi. ísland: 6 ár. Hegningarlög okkar varðandi það atriði, sem hér um ræðir, eru margræð og ramminn rúmur. Refs- ingarvert er að vera staðinn að akstri með 0.5 prómille áfengis- magn í líkamanum, og varðar bað sektum. Sé ökumaður með 1.23 TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUGLÝSIR: Hausttizkan komin KARNABIE - STREET LOMDOH HERRAR: # Stakir jakkar # Stakar buxur # Föt # Peysur # Leðurjakkar # Skyrtur # Bindi # Vesti # Belti NÝJASTA TÍZKAN BEINT FRÁ TÍZKUMIÐSTÖÐ UNGA FÓLKSINS UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? I»að er alltaf sami leikurinn í henni Ynd- isfríð okkar. Hún hcfur falið örkina hans Nóa elnhvers staðar í hlaðinii og hcltir góðum verðiaunum handa þeim, sem fjctur fundið örklna. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Nafn Heimill Örkin er á bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Ragnar Guðmundsson, Laugalæk 18, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 38. tbl. DÖMUR: # Buxnadragtir % Pils * Sportbuxur # Kjólar engir tveir eins # Kápur, engar tvær eins * Peysúr * Blússur * Skór # Regnjakkar o. m. m. fl. KARNABÆR Týsgötu 1 - Sími 12330. 44 VIKAN prómille og þar yfir, sætir hann varðhaldi, sem getur orðið mjög mislangt samkvæmt laganna bók- staf, allt frá fimm dögum og upp í tvö ár. Fyrir brot á umferðarlög- unum er líka hægt að svipta menn ökuleyfi, í mánuð að minnsta kosti og jafnvel ævilangt. Fyrir manndráp af gáleysi er hægt að láta menn sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsisvist, allt að sex árum, sam- kvæmt hegningarlögum frá 1CM0, 215 gr. Það hefði verið þyngsti dómur, sem Biebaut hefði getað hlotið hér á landi fyrir brot sitt. ☆ Platon Framhald af bls. 17. sýn" yfir viðfangsefnin, en að dómi Platosar voru heimspekingar beztu mennirnir, og þess vegna áttu þeir að.stjórna ríkinu, og samkvæmtupp- eldisskipulagi hans voru þeir ,,út- valdir" til þess. Heimspekingarnir voru æðsta stéttin og hinar stétt- irnar tvær áttu að hlíta boði þeirra og banni. En einmitt vegna þess, að þeir voru æðsta stéttin, voru gerðar til þeirra mestar kröfur. Al- gjör sameign átti að vera meðal þeirra. Þeir áttu að að matast í opinberum matstofum og sofa sam- an ( hermannaskálum. Þar sem gert var ráð fyrir því, að þeir hefðu engra persónulegra hagsmuna að gæta, var þeim að sjálfsögðu ætlað að vera algjörlega hafnir yfir mút- ur, og hið eina metnaðarmál þeirra átti að vera — að stuðla að rétt- læti meðal manna. Hvernig átti svo afstaða manna í ríki Platons að vera til trúar- bragðanna? Platon hafði mjög op- in augu fyrir veilum goðsagnanna og fjölyrðistrúarbragða Grikkja yf- irleitt, og hélt því fram, að þau trúarbrögð ein væru samboðin viti bornum mönnum, er væru í sam- ræmi við heilbrigða skynsemi. Þess vegna er Homer, með allar sínar barnalegu sögur af Olymposguðun- um, útlægur ger úr ríki Platons. — Hvernig áttu svo mennirnir að koma fram hver við annan? Öll þeirra viðskipti áttu að grundvallast á rétt- læti og göfugmennsku. Annars leit Platon hornauga til verzlunarvið- skipta. Hann hélt því fram, að naumast væri unnt að stunda þau störf á fullkomlega heiðarlegan hátt. — Ekki vildi Platon refsa fyr- ir glæpi. Glæpamenn eru aumkv- unarverðar mannverur, sem skilja hvorki, hvað sjálfum þeim er fyrir beztu, eða öðrum. Það er ekki hægt að temja ólman hest með þv( að berja hann, og félagslega óþroskað- ur maður verður ekki bættur eða mildaður með því að fara með hann eins og úrhrak. Glæpamenn þurfa á uppeldi og lækningu að halda. Platon lagði mikla áherzlu á lík- amsrækt, eins og flestir Grikkir. Hélt hann því fram, að Kkamleg KAUPIÐ ÞIÐ STÖL, ÞÁ KAUPIÐ GÓÐAN STÖL - N0RSKI HVÍLDARSTÓLLINN FRAMLEIÐANDI ÍSLENZK HÚSGÖGN H F. KÓPAVOGI AUÐBREKKU 53 SÍMI41690 vanheilsa ætti oftast rót sína að rekja til fáfræði, engu síður en sál- rænir sjúkdómar, og að með við- eigandi uppeldi ætti að vera hægt að útrýma sjúkdómum að miklu leyti. Þeir, sem ganga með ólækn- andi sjúkdóma, eiga að hafa leyfi til að stytta sér aldur, því að skjót- ur dauðdagi er betri en langvarandi veikindi, sem hvort sem er geta ekki endað nema með dauða. Platon var heldur illa við lög- fræðinga. Ekki er þörf á neinum málaferlum. þar sem réttlæti og þekking sijta að völdum. Lögin eiga að vera fá og auðskilin. Sérhver ný lög eru líkleg til þess að skapa nýja tegund lögbrjóta. Stjórnendur ríkisins eiga umfram allt að kenna þegnum sínum að stjórna sér sjálf- ir. Samkvæmt skoðunum Platons, þeim, er fram koma í „Politeia", er höfuðhlutverk hverrar ríkisstjórnar aðeins eitt: — að tryggja þegnunum hamingju, en til þess að svo megi verða, þurfa þeir að njóta góðrar heilsu og nægilegra tómstunda. — Emerson segir ( einu riti s(nu: „Gef mér heilbrigði og yfirráð yfir ein- um degi — og ég mun gera við- höfn keisara hlægilega". — Plató vildi gefa þegnum ríkisins yfirráð yfir dögum sínum, en gera þá fyrst færa um, að fara með þau yfirráð á viturlegan hátt. Var það aðal- lega þrennt, er hann lagði áherzlu á í þv! sambandi: fegurð, réttlætl, kærleikur. Þessi þrjú orð virðast ( vitund Platons þýða næstum því eitt og hið sama. í lýðveldi hans er fyrirmyndarmaðurinn sá, sem helgar líf sitt þeirri iðju að skapa fegurð og færa hana ríkinu að gjöf, annað hvort í formi niðja, lista- verka eða göfugra dáða. „Fegurð" er inngangsorðið að sölum eilífð- arinnar. Hér hafa nú verið raktar helztu kenningar Platons, en að v(su mjög lauslega. Sumar af þessum kenn- ingum sínum fékk hann tækifæri til að prófa í verki, er hann þáði boð Dionysiusur, konungs í Syracuse, um að leiðbeina sér og aðstoða sig við ríkisstjórnina. Dionysius var þv( miður aðeins konungur, — ekki heimspekingur, og svo fór, að harð- stjóri þessi seldi Platon í ánauð. Platon tókst ekki að breyta konung- inum f heimspeking, en spek- ingurinn varð að sætta sig við að vera gerður að þræli. Ekki var það þó nema um stundarsakir. Maður- inn, sem keypti Platon til að kenna börnum sínum, var ekki aðeins hlynntur heimspekiiðkunum, heldur og góður maður og réttlátur. Hann gaf Platon frelsi og leyfði honum að hverfa aftur til Aþenu. En eftir þetta mun Platon hafa breytt kenn- ingum sínum að einhverju leyti, sér- staklega þeim, er að stjórnmálum lutu, og kemur það fram í seinni ritum hans. Einu sinni hlýddi ég á fyrirlestur um Platon. Fyrirlestarinn var ensk- ur, og sagði frá því, að hann hefði einu sinni hlustað á fyrirlestur um þennan sama mann. Gerði hann VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.