Vikan


Vikan - 22.09.1966, Síða 48

Vikan - 22.09.1966, Síða 48
LÍLJJU LILJU LSLUU LSLUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð LOXENE - og flasan fer grín að því, að fyrirlesarinn hefði nefnt hann Platon. — Það var nú samt hárrétt. A máli Grikkja hét hann Platon, en ekki Plató (það er latneska nafnið) og allri sízt Pleitó, en það er enski framburðurinn á nafninu. Fullu nafni hét hann Ari- stoteles Platon, en Platon er raunar viðurnefni eins og áður var sagt, og þýðir hinn herðabreiði. Aristoteles hinn herðabreiði var flestum kostum búinn, sem karl- mann mega prýða. Hann var hár vexti og samsvaraði sér vel, enda hafði hann þjálfað líkama sinn með íþróttaiðkunum, eins og fleiri Grikk- ir. Hann var að sjálfsögðu gæddur skörpum vitsmunum, en einnig mjög frjóu ímyndunaraf li, enda hafði hann upphaflega í hyggju að gerast skáld; þegar hann kynntist Sokratesi, hvarf skáldskapargyðjan í skuggann fyrir hinum spurula heim- spekingi, sem þó var næsta ó- skáldlegur útlits. Sokrates var mjög ófríður maður — ófríður — en ekki Ijótur, því að Ijótur er aðeins sá, sem er illilegur. Sokratesi var líkt við ,,satýr". („Satýr" var goðsagna- vera með Grikkjum; og var að hálfu leyti dýr og að hálfu leyti maður, — dýrmenni). Alkibiades, einn af frægustu lærisveinum Sokratesar, sagði um hann, að hann líktist litl- um myndastyttum, sem hafðar voru til sölu á markaðstorginu í Aþenu. Voru þær af Sileníusi sem var í goðsögum Grikkja afkáralegur trúður. ,,Að ytra útliti líktist hann myndastyttu af Síleníusi, en ef þú opnar þær, finnur þú innan í þeim mynd af guði", sagði Alkibiades einnig, — og lýsir það vel áliti hans á Sokratesi. Platon kom áreið- anlega auga á þessa goðfögru mynd innan í hinni óásjálegu styttu. Má segja, að hann hafi verið heill- aður af þessum meistara sínum, og í ritum sínum mörgum lætur hann Sokrates tala. — Dauði Sokratesar fékk mjög á hann, eins og fleiri lærisveina hans, og hvarf Platon úr landi, þegar eftir að Sokrates hafði drukkið eiturbikarinn. Má gera ráð fyrir, að hann hafi verið illa þokkaður af óvinum Sokratesar, og að hann hafi sjálfur ekki unað sér sem bezt í Aþenu eftir harm- leik þann, sem fram hafði farið. — Víst er um það, að Platon yfirgaf ættjörð sína og ferðaðist til flestra þeirra landa, er þá voru kunn. Talið er víst, að hann hafi heimsótt Ítalíu og kynnst þar heimspeki Pythagor- asar. Þaðan er sagt, að hann hafi farið til Sikileyjar, Cyrene, Egvpta- lands, Júdeu og jafnvel til Ind- lands. Tólf ár var hann í þessu ferðalagi. Þegar hann kom heim aftur, stofnaði hann heimspeki- skóla sinn í opinberum skemmti- garði, sem nefndur var Akademia, í Aþenu, — þennan merkilega skóla, sem átti eftir að frjófga hugi manna um allan hinn menntaða heim, allt fram á þennan dag. En yfir öllum þessum vötnum svtfur andi Sokratesar, sem alltaf var hinn elskaði meistari Platons. » Hver urðu svo ævilok þessa önd- HEILSAN FYRIR ÖLLU! vegismanns og höfuðsnillings heim- spekinnar, bæði fyrr og síðar? Þeg- ar hann var á 81. aldursári sínu, var hann eitt sinn staddur í brúð- kaupi eins vinar síns. Veizlugleðin var mikil og hávær, og heimspek- ingurinn var orðinn dálítið þreytt- ur. Hann bað um að hafa sig af- sakaðan og fór inn í annað her- bergi til þess að fá sér svolítinn blund, eins og hann orðaði það. Brúðkaupsgestirnir héldu áfram að skemmta sér og gleymdu brátt hin- um aldna heimspekingi. Þegar brúð- guminn skyggndist loks eftir honum undir morguninn, kom hann að honum, þar sem hann sat í stóli, sofandi „svefninum langa". Hann hafði horfið úr þessum heimi á kyrrlátan hátt, eins og heimspek- ingi sæmir. Það var upphaf þessa máls, að Platon var staddur í veizlu mikilli hjá Agathon, skáldi í Aþenu, ásamt Sokratesi og fleirum tunguliprum andans mönnum. Og á aldurtila- stund hans sjáum vér hann aftur í veizlu eins af vinum slnum. í raun og veru er þetta táknrænt fyrir allt hans líf og starf sem heimspeking- ur. Vel má líkja veröldinni við veizlusal og lífinu sjálfu við veizlu. Segja má, að öll viðleitni Platons hafi hnigið að því að kenna mönn- um að njóta þessarar veizlu á sem fegurstan og viturlegastan hátt, að taka þátt ( veizlunni, sér og öðrum til ánægju og heilla, að vera í sannleika veizluhæfir. — Það átti og vel við, að þessi slðasta veizla Platons var brúðkaupsveizla. Það var ástin, sem stóð þar á bak við. En ástaguðinn, hinn mikli Eros, er Platon nefndi svo, var í raun og veru sama sem fegurðin, sterkasta aflið í framvindu lifsins, tilgangur þess og takmark. Platon hefur stundum verið nefndur Æðsti Prest- ur Fegurðarinnar meðal heimspek- inganna, og er það vissulega rétt- nefni. Vafasamt er, hvort hann hef- ur verið mesti hugsuðurinn meðal þeirra, allra sízt ef þar er átt við rökfræðilega hugsun, en ef sönn og lifandi heimspeki er líka skáld- legt hugarflug, stórir draumar, há- leitar sýnir og vitranir, þá er Plat- on einhver mesti heimspekingur allra alda. Ég mundi vilja orða þetta svo, að hann hafi í raun og veru verið afburða skáld, sem Kka var heimspekingur í stórum stíl. Platon er einn af þeim fulltrúum mannkynsins, sem einna víðferm- astir hafa verið í heimi og gjöfulastir á öllum sviðum. Marg- ir hafa notið góðs af því. Kristin- dómurinn lifði um skeið og nærðist mjög á heimspeki Platons, og enn í dag eru kenningar hans ferskar og bragðmiklar. — Persneska skáld- ið Omar sagði um Kóraninn: „Brennið bókasöfnin, því að allt, sem þar hefur eitthvert gildi, er ( þessari bók". Eitthvað svipað mætti ef til vill segja um rit Platons. Til dæmis segir Emerson: „Allt, sem enn er ritað og rökrætt meðal hugs- andi manna, má rekja til Platons". Platon var vanur að kenna nem- endum sínum í garði einum fögr- um í Aþenu. Nefndist hann Aka- demia eftir uppskaflegum eiganda sinum, Akademos. Þarna var fag- urt um að litast, því að laufrík tré, tignarleg musteri og fagrar högg- myndir prýddu staðinn. Um þenn- an töfragarð gekk Platon með læri- 48 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.