Vikan


Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 10
Nýlega kom hingað til lands ungur ís- lendingur, Pálmi Snorrason að nafni, sem undanfarin fimm ár hefur dvalizt í því fjar- læga landi Ástralíu. Fróðleikur íslendinga um þetta merkilega ríki er líklega almennt heldur takmarkaður, þó hafa sjálfsagt marg- ir ávæning af því að þarna séu kengúrur, villimenn sem kasta búmerangi, gullnámur og mikil sauðaeign. Stinningsgott leikrit, sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir fáum árum, færði okkur heim sanninn um, að þarna er til fagurfræðileg menning, þótt Gunnar Dal vilji ekki svo vera láta. Leikritið heitir Seytjánda brúðan og höfundur þess Ray Lawier. En látum okkur nú sjá, þetta viðtal er við hann Pálma Snorrason. Þeir fóru héðan út í janúar 1961 fjórir ungir Reykvíkingar, auk Pálma Magnús Karlsson, Ásgeir Egils- — Hvað kom til að þið tókust þessa löngu ferð á hendur? — Ævintýraþrá, geri ég ráð fyrir. — Og er nóg um atvinnu þarna? — Já, það er mikill skortur á vinnuafli. Iðnaðarmenn eru sérstaklega eftirsóttir. Það er því enginn vandi að fá vinnu strax, jafn- vel þótt maður komi ekki sem innflytjandi. — Hvar í landinu dvaldir þú? — Á Tasmaníu, sem er allstór eyja undan suðurströnd landsins austanverðri. Þangað fluttu Bretar Jörund hundadagakonung í útlegð. Ég hef lengst af búið í borg, sem Burney heitir; þar eiga heima um tuttugu þúsund manns. En alls eru íbúar Tasmaníu um þrjú hundruð og sextíu þúsund. — Er þetta kostagott land? — Það held ég megi segja. Þarna er mik- ið skógarhögg og pappírsiðnaður, málmar í eru þeir mjög harðir á því að vera bara Ástralíumenn. Þeir eru sem sagt mjög þjóð- ernissinnaðir. — Eru félagar þínir þrír ennþá í Ástra- líu? — Nei, sem stendur erum við allir hér á landi, og ég veit ekki til að hinir fari aftur. Ég er hinsvegar aftur á förum til Ástralíu; ætla að setjast þar að. Ég er fyrir skömmu kvæntur ástralskri konu, sem Jenny heitir. — Hvaða atvinnu hafið þið stundað í nýja landinu? — Fyrst fórum við allir að vinna í námu, en ekki leið á löngu áður en við fengum allir vinnu í samræmi við okkar starfs- menntun. Tveir hinna strákanna eru vél- virkjar og einn trésmiður. Sjálfur er ég hljóðfæraleikari, spila á víbrafón og harm- óníku. Mestallan þann tíma, sem ég hef Raett vlO Rálma Snorrason sem hyggst setjast að í Ástrallu - Dagur Þorleifsson son og Friðrik Ingvarsson. Þeir fóru fyrst til Bretlands og þaðan með skipi til Ástra- líu. — Við gerðumst innflytjendur, sagði Pálmi. — Þá fær maður þriðjung fargjalds- ins greiddan. Brezkir innfiytjendur hafa enn betri kjör, þeir sleppa með að borga tíu pund. Sé maður innflytjandi, fær maður auk þess frítt fæði og húsnæði í Ástralíu þangað til manni hefur verið útveguð vinna. — En þeir, sem fara sem innflytjendur, eru skuldbundnir til að dveljast í landinu ein- hvern ákveðinn árafjölda, er ekki svo? — Jú, þeir verða að vera í landinu í tvö ár. jörðu, kopar, sink, járn og aluminíum. Þarna er líka mikil eplarækt, enda er Tasmanía kölluð „eplaeyjan“. — Ég hef heyrt því fleygt, að Tasmaníu- menn séu brezkari í siðum og viðhorfum en aðrir Ástralíumenn. Er það rétt? — Ekki hef ég orðið var við það. Raunar er ekki alveg laust við að nokkurrar Breta- andúðar gæti í Ástralíu. Þetta stendur í sambandi við það, að mörg brezk stórfyrir- tæki hafa útibú í landinu og brezkir menn þykja ganga fyrir um stöðuveitingar hjá þeim. Og þótt mestur hluti innflytjendanna komi frá Englandi og flestir landsmanna eigi skammt til Englendinga að telja, þá verið í Ástralíu, hef ég spilað í danshljóm- sveitum, og auk þess kennt á harmóníku og komið fram í sjónvarpi. — Er munur á skemmtanalífinu þar syðra og hér heima? — Já, það er miklu minna borið í dans- staði og klúbba þar en hér. — Hvað drekka Ástralíumenn? — Bjór fyrst og fremst, og framleiða hann sjálfir. — Hver er aðalatvinnuvegur borgarbúa í Burney, þar sem þú býrð? — Þarna er mikill baðstaður, svo þarna er krökt af fólki um helgar. Vinnuvikan í Ástralíu er ekki nema fjörutíu stundir, svo 10 VIKAN 44-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.