Vikan


Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 24
FLOTTINN TIL OTTANS 6. hlufi Efftir Jennifer Ames Gluggatjöldin hreyfðust, og hún sá útlínur mannshöfuðs. Allt í einu sá hún höfuð og axlir karlmanns koma inn um opinn gluggann. Húð mannsins var súkkulaðibrún og feitt svart hárið hékk niður um axlir hans. MITT LYF GETUR LÆKNAÐ — OG DREPIÐ! Meðan Alan var ennþá sofandi fór Fay í steypibað og klæddi sig. Hún var ennþá örvita af skelfingu yfir hvarfi miðans, en góð ráð hans höfðu gefizt henni vel. Hún ákvað að setjast niðri á veröndinni, en þegar hún gekk fram eftir ganginum, heyrði hún barnsgrát. Hún snerist á hæl og opnaði dyrnar inn í stórt, hálf- dimmt barnaherbergi. Úti í horni lá Sonya Mantesa í rúminu með andlitið niður í koddann, og kjökraði. Fay kom varlega við öxl hennar og sagði blíðlega: • — Sonya, þú mátt ekki gráta svona. Hvað er að? Þegar barn- ið heyrði rödd hennar, sneri það höfðinu og leit á hana með tár- stoækknum augum. — Eve mín, sagði hún. En allt í einu breyttist granna, föla and- litið: — Þér eruð ekki Eve hjúkrunarkona, hvíslaði hún. Fay settist brosandi við hliðina á henni. Hún strauk stutta ljósa hárið frá enninu og sagði: — Nei, ég er ekki hún Eve þín. Ég er systir hennar, en við erum líkar, er það ekki? Það var þessvegna, sem þú hélzt að ég væri Eve. En vertu nú svo góð og segðu mér hvað er að. — Ég finn svo til, sagði litla stúlkan. Ég finn alltaf til í fót- unum, þegar Eve nuddar þá ekki. Anna og mamma hafa reynt að nudda þá, en það verður bara ennþá meira vont. Ég hata þær báðar. Ég vil bara fá Eve aftur. Hvar er hún? — Hún fór til Singapore, en má ég nú ekki hjálpa þér, af því ég er systir hennar? Ég er líka hjúkrunarkona. — Hefur hún sent þig hingað til að gæta mín? Fay hristi höf- uðið. — Ekki beinlínis. Ég kom til að heimsækja hana, en þá var hún farin. En ég veit að hún verður glöð, ef ég gæti þín í staðinn fyrir hana. — Já, en Eve vildi ekki fara, sagði litla stúlkan. — Hún grét svo mikið. Hún sagðist vera hrædd við að fara. Þau voru svo vond við hana. Þessvegna hata ég þau. Fay sussaði á barnið, hún var hrædd um að einhver myndi heyra til þeirra. — Hvar er Anna? — Hún fór að sækja matinn minn. — Má ég ekki reyna að nudda fæturna núna? spurði Fay vin- gjarnlega. Litla stúlkan kinkaði kolli, og það leit út fyrir að nuddið gerði henni gott. — Þér hafið svo góðar og mjúkar hendur, alveg eins og Eve, sagði hún. Fay sneri baki að dyrunum og sá ekki Önnu, fyrr en hún heyrði skerandi hróp hennar. — Hvað gerið þér við litla barnið mitt? Fay sneri sér snöggt við. Stúlkan stóð í dyrunum með bakka í höndunum. Þetta var lágvaxin kona, með flatt andlit síns kynþáttar og þótt Malayarnir séu yfirleitt vin- gjarnlegir, blossaði reiðin af brúnu andliti konunnar. — Ég er hjúkrunarkona. Ég er systir Eve Richards, hjúkrun- arkonu. Ég var að reyna að minnka þjáningar barnsins. — Svo að þér eruð að reyna að taka barnið mitt frá mér? Þér eruð alveg eins og systir yðar, sem kallaði sig útlærða hjúkrunarkonu. Ég fyrirlít hana. Ég spýti á hana. Hún spýtti, og litlar og jafnar tennur hennar voru rauðar af betelinu, sem hún tuggði. Fay reis á fætur og sagði rólega: — Ég var aðeins að reyna að vera til hjálpar. — Hversvegna? Ég á Sonyu og ég hef átt hana síðan hún fæddist. Hvaða þörf ætti hún að hafa fyrir hvíta hjúkrunarkonu? Af hverju eru sóttar hvítar konur til að ráða yfir mér? Ég geri allt fyrir barnið mitt. Ég myndi fórna lífi mínu fyrir hana. Nei, þau segja, að ég sé ekki hundsvirði á móti hvítri hjúkrunarkonu. Ég er ekki út- lærð á hvítra manna sjúkrahúsi, en ég veit mínu viti. Ég veit um eitrið, sem þér vitið ekkert um, en aðeins mitt fólk þekkir. Efni, sem gerir furðulega hluti. Lyf, sem getur læknað yður eða drepið yður. Eða drepið yður endurtók hún æst. Sonya brast aftur í grát, sennilega af hræðslu. — Þegið þér. Sjáið þér ekki, hvað þetta hefur slæm áhrif á barnið? sagði Fay og reyndi að vera eins róleg og hún gat. — Þér skulið ekki segja mér að þegja! Út með yður. Þetta er mitt barnaherbergi. Ég gerði allt fyrir barnið mitt, þangað til þessi djöflahjúkrunarkona með hvíta andlitið kom. Ég hélt annars, að ég hefði farið þann- ig með hana, að hún kæmi aldrei aftur. Þá komið þér bara! En ég skal líka sjá um yður ! Hún lyfti hendinni eins og hún ætl- aði að slá Fay, en á sama andar- taki kom Sheba Mantesa inn í herbergið. — Hvað ertu að gera? Hvað ertu að segja, Anna? Reyndu að haga þér almennilega. Sheba sló litlu konuna í andlitið, mörgum sinnum. — Farðu og mundu að haga þér almennilega, frú Farns- worth er gestur okkar. Stúlkan fól andlit sitt í höndunum og fór fram á ganginn. Sheba var fullkomlega róleg og þetta virt- ist ekki hafa fengið neitt á hana. Það hefði verið hægt að halda, að hún hefði ekki gert annað en berja innfædda allt sitt líf. — Þér verðið að fyrirgefa, frú Farnsworth, sagði hún. Hinir innfæddu eru óútreiknanlegir, sérstaklega Malajarnir. Þess- vegna hef ég alltaf kínverska vikadrengi í húsinu. Anna er asni, en hún er Sonyu góð. Hún var mjög afbrýðissöm út í Eve, 24 VIKAN 44- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.