Vikan


Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 15
úr |árnl ins er svo hugvitsamur, að hann apar allt nákvæmlega eftir „sín- um innsta kjarna“. Hreyfingar stjórnandans stjórna fremur ein- földu vökvaþrýstikerfi, sem sér um hreyfingar og átök járnkalls- ins. Hins vegar hafa hergagna- fræðingamir horfið frá því að nota elektrónísk hjálpartæki i jámkallinn, þar sem erfitt yrði um vik að lagfæra bilanir í þeim, t.d. á vígvellinum í Víetnam. Önnur útfærsla af járnkallin- um gengur upprétt og lyftir 700 kílóum leikandi. Hann er aðeins útfærsla af manninum sjálfum; ef þessi járnkarl, Plötunikulás, eins og þeir kalla hann, rekur sig á eða sparkar, skynjar hans „innri maður“ það á sama hátt og hann hefði sjálfur rekið sig á. Nú Hður ekki á löngu þangað til við getum borið sjónvarps- tækin með okkur í vasanum eða handtöskunni. Heimsins minnsta sjónvarpstæki, sem vandræða- laust er hægt að halda á í lófa sér, var nýlega 'sýnt í Lundún- um. Þetta skeði á sýningu í Earls Court, sem haldin var til að aug- lýsa útvarps- og sjónvarpstæki. Myndskermur þessa nýja tækis er ekki stærra um sig en eld- um, vildi enginn hjá stóru sjón- varpstæk j af ramleiðundunum hlusta á hann. Hann stofnaði þá eigið fyrirtæki, Sinclair Radio- nics, í Cambridge. Dvergtæki Sinclairs er ekki stærra en sígarettupakki. Það er búið þrjátíu transistorum og þrettán rásastillum. Það gengur fyrir sex venjulegum 1,5 volta rafhlöðum, sem eiga að endast kringum mánuð. Leyndar- málið í sambandi við þetta nýja Heimsins mínnsta sinnvarn spýtnastokkur. Uppfinningamað- urinn er enskur verkfræðingur, Clive Sinclair að nafni og aðeins 26 ára að aldri. Þegar hann lagði fram hugmyndir sínar um „Microvision" fyrir tveimur ár- tæki er algerlega nýtt straum- kerfi. Móttökutækið, sem kallað er Microvision, verður sent út á markaðinn í byrjun næsta árs. Verðið verður sem svarar 6000 íslenzkum krónum. Sænskur íþróttaandi Algengt er að heyra frömuði um íþróttir og íþróttaunnendur yfirleitt hampa því í ræðum og riti, að verðlaun og met skipti minnstu máli; það sé það að vera með, sem sé fyrir mestu. Og jafnframt er hamrað á háfleyg- um frösum um eitthvað sem kall- að er íþróttaandi, en það skilst manni að merki að sýna and- stæðingum fullan drengskap í keppni og forðast að beita nokkr- um bolabrögðum. Á þessu er víst einhver mis- brestur, eins og sýndi sig á ný- afstaðinni frjálsíþróttalands- keppni milli Svía og Finna, sem háð var í Helsingfors. Þegar keppt var í míluhlaupi, tóku tveir Svíanna, Bengt Persson og Bengt Nájde, upp á því að hlaupa sam- hliða á undan bezta Finnanum, Mikko Ala-Leppilampi. og hindra hann þannig í að komast framúr. Þetta bragð heppnaðist eins og bezt varð á kosið, því Persson varð í fyrsta sæti og Nájde í öðru. Aumingja Leppilampi varð að láta sér nægja hið þriðja. Áhorf- endur, sem flestir voru finnsk- Svo hafa spakir mælt Auðugur er ekki sá, sem á peninga, heldur sá sem nýtur þeirra. James Howell. Reynslan er eini kennarinn, sem get- ur komið nokkru inn í höfuðið á manninum, sem veit allt. Sá sem veltir öllu fyrir sér, getur aldrei tekið ákvörðun. Kínverskur málsháttur. Falsið vinnur fyrstu lotu, en sann- leikurinn þá síðari. Hvað er almenningsálit? Það sem fólk heldur, að aðrir álíti. Alfred Austin. Horfið á björtu hliðarnar — og gleymið ekki að fægja þær! Sparsemi er um seinan, þegar pyngj- an er tóm. — Seneca. Það er tilefnið en ekki dauðinn, sem skapar píslavott, — Napóleon. Jafnvel þótt stórfenglegustu hugsan- irnar komi frá hjartanu, sakar ekki að þær fái útrás gegnum höfuðið. John Morley. Þegar allir eru eitthvað. er enginn ekkert. — Gilbert. Hundurinn, sem snuðrar, finnur beinið. George Borrow. irí ætluðu alveg að tryllast, en finnsku keppendurnir sjálfir létu sér fátt um finnast. Leppilampi sagði: „Við hefðum gert ná- kvæmlega það sama ef við hefð- um átt séns á því.“ Brögð eins og þessi eru auð- vitað ekki í samræmi við fyrr- nefndan íþróttaanda, þótt þau séu ekki beint bönnuð. Og með- al bræðraþjóðanna okkar, sem eru víst einhverjar mestu sport- þjóðir í heimi, þykja þau sjálf- sögð. Hvernig skyldi það þá vera hjá okkur? 44. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.