Vikan


Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 11
fólk vinnur ekkert á laugardögum. Og við yfirvinnu líta þeir ekki. — Hvernig nota þeir þá allan þennan frí- tíma? — Hann fer fyrst og fremst í íþróttir og sport, hjá öllum almenningi að minnsta kosti. Fólk stundar mikið sund og alls kon- ar sjósport, sjóskíðaferðir, kappsiglingar, veiðar o. s. frv. — Hvernig eru lífskjörin þarna? Betri eða verri en hér? — Kaupgjald er mjög svipað, en verðlag hér er miklu hærra. — Það er heldur í heitara lagi á þessum slóðum, er ekki svo? — Jú, meðalhitinn er 62 stig á Fahren- heit yfir árið, heitast í desember og janúar og kaldast í júní. Þá er hægt að fara á skíði urströndinni. Um norðurströndina hef ég ekki farið, enda býr þar fátt manna. — Hefurðu séð Ástralíunegra? — Nei, ekki neina þeirra, sem enn lifa samkvæmt háttum feðra sinna. Þeir eru nú ekki nema áttatíu þúsund í öllu landinu. í Tasmaníu bjuggu áður mjög frumstæðir villimenn, skyldir Ástralíunégrum en þó töluvert frábrugðnir þeim, en þeir eru nú algerlega útdauðir. — Hversu margir íbúar eru í landinu? — Ellefu og hálf milljón, og þeim fjölgar ört, því innflytjendastraumurinn er mikill. Flestir koma þeir frá Bretlandi, en nú kem- ur líka inn í landið fjöldi ítala, Grikkja, Júgóslava, Spánverja, Þjóðverja og Skandi- nava, svo einhver þjóðerni séu nefnd. — Ber mikið á óttanum við „gulu hætt- fórum þaðan með lest til Þýzkalands, þar sem við keyptum bíl og ferðuðumst í honum um flest Evrópulönd. Svo komum við með Gullfossi til Reykjavíkur. — Þú kannt vel við Ástralíumenn? — Ja, þetta er gott fólk og alúðlegt, og mér hefur liðið vel hjá því. Ég er enn ís- lenzkur ríkisborgari, en þó hef ég að öllu leyti sömu réttindi í landinu og ástralskir ríkisborgarar, en slepp við ýmsar kvaðir, til dæmis herskyldu. Einu réttindin, sem ég fer á mis við, eru kosningaréttur. — Hvað tekurðu þér fyrir hendur, þegar þú kemur aftur til Ástralíu? — Möguleikarnir eru þarna miklir fyrir innflytjendur, sem vilja komast áfram, sum- part vegna þess, að Ástralíumenn sjálfir eru gefnir fyrir að taka lífinu rólega og sjá enga í fjöllunum á meginlandinu suðaustanverðu og á Tasmaníu líka. — Finnst þér ísland hafa breytzt mikið þessi ár, sem þú hefur verið úti? — Manni bregður mest við það hvað dýr- tíðin er orðin óskapleg. Ég gæti trúað að íslendingar ættu heimsmet í henni. Og svo rekur maður auðvitað augun í það hve mikið hefur verið byggt. Húsin eru mörg áberandi íburðarmikil, bæði hið innra og hið ytra, enda leggja íslendingar líklega meira upp úr húsum en aðrir menn. — Hefurðu ferðazt mikið um Ástralíu? — Já, ég hef farið um allt landið frá Perth á vesturströndinni til Brisbane á aust- una“ frá Kína og öðrum Asíulöndum? — Almenningur virðist ekki gera sér mikla rellu út af henni, frekar en utanríkis- málum yfirleitt. En lituðum mönnum er bannað að flytjast inn í landið lögum sam- kvæmt. Ef slílc bannlög væru ekki í gildi, myndi hið hvíta fólk í landinu fljótlega hverfa í flóð gulra innflytjenda. En landið þarfnast sárlega fleira fólks. Það er sagt, að þurfa muni um fjörutíu milljónir manna í viðbót til að nytja auðlindir þess nokkurn- veginn. — Hvernig komstu heim? Loftleiðis eða sjóleiðis? — Við hjónin komum sjóleiðis til Ítalíu, en meiningu í því púli, sem Evrópumönnum er gjarnt að leggja á sig, yfirvinnu og þess- háttar. Sjálfur er ég töluvert á báðum átt- um hvað ég á að taka mér fyrir hendur, þegar til Ástralíu kemur. Ég hef verið að hugsa um að setja upp hljóðfæraverzlun, og einnig hef ég stundað nám í plastikframleiðslu. Það er margt, sem er að brjótast í manni. — Ætlarðu að búa áfram á Tasmaníu? — Ég er líka óákveðinn í því. Möguleik- arnir eru víða miklir. Mér leizt til dæmis mjög vel á Perth, sem er aðalborgin í Vestur- Ástralíu. Það er mjög falleg borg og tíðar- farið með eindæmum: sól samfleytt níu mánuði ársins. dþ. 44. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.