Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 8
1 SL
LAGFREYÐANDI
Fjölbreytt úrval
af kjólum, nýjasta
tízka.
SAMKVÆMISKJÖL-
AR, allar stærðir,
FERMÍNGARKJÓL-
AR, með og án erma,
PILS, BLÚSSUR,
PEYSUR.
BílaprólUR VIKUNNAB:
V'AIIKHALL
Vauxhall Viva er minnsti
Vauxhallinn og fá ár, síðan
hann kom fyrst fram. 1967 mód-
elið er í nýjum fötum svo að
segja frá hvirfli til ilja ég held
ég megi segja að aðeins gírkass-
inn og drifið sé sameiginlegt með
þeim gamla. Og í stuttu máli
sagt er þessi nýja Viva afar
skemmtilegur bíll miðað við
verð í flestu tilliti.
Hann er mjög laglegur í útliti,
rúmgóður og fljótt á litið virð-
ist hann sæmilega sterkbyggður,
hann er snöggur og frískur í öll-
um viðbrögðum og liggur gletti-
lega vel, þótt holóttir vegir eigi
ekki sem allra bezt við hann. Að
innan er hann bráðþokkalegur og
skottið rúmgott.
Kókflöskulagið fer nú eins og
kjaftasaga um sjávarþorp meðal
bílaframleiðenda. Vívan hefur
fengið sinn skerf af því. Teikn-
ingin hefur tekizt vel, hlutföllin
er góð, svo útlitið gleður augað.
Þar að auki er hún sögð lökkuð
með töfraspegilslakki, sem ekki
þarf annað en þvo og þurka til
að bíllinn líti út sem nýbónaður.
Þeir sem svo auglýsa hafa varla
reiknað með tjörubotninum í
Reykjavík. Að innan er hann
þokkalega rúmgóður, nema hvað
fuil lágt er undir loft og fram-
sætisfarþeginn má ekki vera
meðalmaðu'r á hæð, ef hann á
ekki að reka sig í sólskyggnið. Á
breiddina er rúmt um ökumann
og farþega fram í, og aftur í er
sízt þrengra um þrjá en í mörg-
um öðrum fjögramanna bílum,
sem taka fimm. Drifskaftsstokk-
urinn er nokkuð hár, og það er
til þægðarauka frammi í, því of-
an á honum er gírstönginn og
handbremsan, sem hvort tveggja
liggur mjög vel við hendi. Mæla-
borðið er í betra lagi að útliti
til, mælar allir þrír á langveg-
inn (hraðamælir, hitamælir og
bensínmælir), en smurmæiir og
hleðslumælir eru að sjálfsögðu
ekki í þessum bíl fremur en öðr-
um, aðeins Ijós. Hægra megin
er svo hanzkahólf, mikið op en
grunnt, og opin hilla þar undir.
Yzt beggja megin eru fersklofts-
inntök, sem eru stæling á frönsku
uppfinningunni og mjög þarfir
hlutir. Gott vinyláklæði er á sæt-
um og innan á hurðum, en
spjöldin á hurðunum heldur
leiðinleg, eins og oft hendir jafn-
vel á bílum í dýrari klassa en
Vívan er. Hurðirnar eru vel stór-
ar miðað við bílinn í heild og
greitt að komast út og inn, einn-
ig í aftursæti. Hurðirnar þurfa
ekki nema lítið átak til að opn-
ast, en armhvílurnar á hurðun-
um, sem jafnframt eru grip til
að taka í þegar á að skella þeim
að innan verðu, eru óþægilega
aftarlega til þeirra hluta, þótt
þær séu á réttum stað sem arm-
hvílur. Hér þyrfti að bæta við
hönkum á betri stöðum til að
grípa í, því ósjaldan þarf hér
á landi að halda vel við hurðirn-
ar, þegar þær eru opnaðar, svo
Kári vindur rífi þær ekki af •—
8 VIKAN 10-tbl-