Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 37
Einkaumboð fyrir OPAL TEXTILWERKE G. m. b. h. REINFELD.
Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun
Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478.
Trausti Eyjólfsson,
rakari og ökukennari
Austin
Þetta er fjórði Austinbíllinn, sem ég á, og ástæðan er sú, að ég get varla
sagt, að þessi bíll fari á verkstæði hjá mér. Það er út af fyrir sig næg
ástæða, fyrir utan það að bíllinn er í alla staði mjög góður. Það eru til
fínlegri bílar, en varla jafn sterkir. Ég nota hann mikið til kennslu, og þá
reynir mikið á bílinn og nauðsynlegt að gagnverkið sé sem allra sterkast.
Það má líka fylgja, að varahlutaþjónustan er all sæmileg.
OPAL ER TÍZKUSOKKUR
★
OPAL ER VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA
★
OPAL 20 DENIER
OPAL 30 DENIER
★
OPAL KREPSOKKAR
OPAL KREPSOKKAR 30 DENIER
OPAL KREPSOKKAR 60 DENIER
OPAL ER Á HAGSTÆÐU VERÐI
NOTIÐ AÐEINS BEZTU
FÁANLEGU SOKKA
---------------------
ann. Leiðin til að vaxa frá hræðsl-
unni er að ganga á vit hennar eins
og þegar hann brýtur af sér viðja
feimni í karlmannlegu en forseruðu
átaki. En það virðist nú bara gam-
alt og úrelt húsráð í sumum tilfell-
um. Að minnsta kosti hefir alltaf
verið sama óbreytta ástandið á
líðaninni hjá listamanninum, hversu
oft sem flogið er. Og nú er hann
einmitt á útleið, til London ásamt
frúnni til innkaupa á brezkum
barnafatnaði, óléttukjólum og van-
færusokkum, og ef að líkum lætur
vænu partýi af bleijubuxum úr
plasti, gúmíi og sílikon. Hvað
leggja ekki góðir eiginmenn á sig
fyrir frúrnar, jafnvel lífshættu, þeg-
ar þær létta mönnum lífsbaráttuna
og brauðstritið á jafn áhrifaríkan
hátt og eiginkona listamannsins?
En listamannsstolt hans er þó
meira en svo, að hann láti bjóða
sér að fara til þessarar ferðar sem
ráðgefandi verzlunarfulltrúi á um-
ræddri vöru, þótt víða sé hann
heima og skjótur að setja sig inn
( hlutina. Heldur fer hann sem
„Connaisseur" (fínt, franskt orð,
sem aðeins listfróðir skilja og taka
sér í munn) eða sjáandi og stúdí-
ósus brezkrar listar engilsaxneskr-
ar menntar og umfram allt mann-
lífs. Meðreiðarsveinn er naumast
nógu fínt orð. Drottningarmaður er
nær sanni, líkt og prinsinn Pusi á
Englandi.
Flogið með hjartað í
buxunum
Framhald af bls. 11.
hverjar fálegar aðstæður. Persónu-
lega er höfundur sterkast gripinn
þeim ótta, þegar stigið er upp í
flugvél. Jafnvel dagana þar á und-
an fer oft nístandi nágustur um við-
bragðsnæmt tilfinningalífið, svo að
stundum liggur við lömun.
Þegar heljarstökk vélaraflsins
lyfta flugmanninum og slíta heitt-
elskuð tengsl við Móður Jörð, birtist
honum óhugnanlegar hrollmyndir
og furðusýnir ( lúxuslögðum hæg-
indum og þægindum farþegarýmis-
ins og skírast í króminu og glerjun-
um ! kring. Eigin heilaslettur og
samferðafólksins, blóð og kramin
bein, eldur og aska, eilífðarsvart-
nættismyrkur, öldutoppar, dauð
þögn á dimmum þöglum hafsbotni,
kannski niðri í hákarlsmaga, eða
sjóskrímsli. Og föðurlaus börn og
það, sem verra er móðurlaus, þegar
hjón fljúga saman eins og nú. Oll
stór slys í stuttri sögu flugsins sækja
að úr öllum áttum í einu. Ein fórst
víst hjá Karachi í gær. Og önnur í
sjó niður við Trinidad ! fyrradag.
En þv( flýgur mannfýlan í slíku sál-
arástandi? spyr nú víst einhver.
Þvf er til að svara, að hann flýgur,
af því að hann er hetja, sönn hetja,
sem þorir og flýgur þrátt fyrir ótt-
10. tbi. YIKAN 37