Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 18
HVERJUM ÞVKIR
SINN FIIGL FAGIR
Eitthvert vinsæiasta umræðuefni karlmanna er bilar — og stundum rekst
maður á kvenfólk, sem líka hefur töluverðan óhuga á þessu hugðarefni.
Oftast nær snúast umræðurnar þá um kosti og galla hinna einstöku teg-
unda — kosti bílsins sem maður á sjálfur og gallana á bíl náungctns.
Viðhorfin eru jafn mörg og fjöldi bíleigenda margfaldaður með fjölda
bifreiðategundanna í landinu, svo óliklegt er, að margir verði á eitt sáttir.
Svo léleg tegund er ekki til, að ekki séu einhverjir hrifnir af henni, og svo
góður bfll hefur ekki enn verið settur á markaðinn, að ekki þyki einhverj-
um hann óalandi og óferjandi.
Við höfum nú snúið okkur til um tuttugu bíleigenda í Reykjavík og
lagt fyrir þá þessa spurningu: Hvers vegna eigið þér og akið...........
viðkomandi tegund? Svörin eru nær undantekningarlaust mjög jákvæð
fyrir tegundirnar, og þetta eina, sem ekki rómar kosti og eiginleika bils-
ins ber engan veginn að skoða sem neikvætt svar fyrir hann, þegar alls
er gætt. Þetta er engan veginn tæmandi skoðanakönnun, til þess þyrfti (
fyrsta lagi að tína til allar algengustu bílategundir í landinu og að minnsta
kosti 10—20 eigendur að hverri. Miklu fremur ber að líta á þetta sem
tilraun til að kanna, hvern hug menn beri til farartækja sinna, og mikið
er það gott, þegar allir eru ánægðir.
Friðbjörn Agnarsson,
endurskoðandi
Land Rover
Land Rover er ágætis bíll, og mér fyrir mitt leyti finnst mjög gott að aka
honum. Vegirnir hér eru llka þannig, að ef maður er á flnni bíl, þarf
maður mikla aðgát við holur og hvörf ( veginum. Svo þykir mér gaman
að geta skroppið út fyrir það, sem við köllum vegi, þegar mér býður
svo við að horfa. Ég hafði líka heyrt, að þjónustan á Land Rover verk-
stæðinu væri ágæt, og ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með það, þótt
enn sem komið er hafi hann ekki þurft að koma á verkstœðtð til annars
en hins reglubundna eftirlits sem fylgir með I kaupunuiri. Reksturskostn-
aðurinn vex mér sízt í augum. — Mér líkar vel við bílinn og hann hentar
mér mjög vel.
Hvers vegna ég valdi Rambler? Mér finnst hann fallegur, hann er spar-
neytinn á bensín og dekk, og að innan er hann sérlega fallegur og vand-
aður, bæði mælaborð, sæti og áklæði, það er mjög skemmtilega frá þessu
gengið. Þar að auki er hann mjög bjartur — sem sagt einkar skemmti-
legur og hagkvæmur bíll — hvað viltu hafa það betra?
Úrlygur Sigurðsson,
listmálari, rithöfundur og bókaútgefandi
Volvo Amason
Ég ek Volvo af því hann er traustur og áreiðanlegur bíll, úr sænsku, skot-
heldu stáli. Til dæmis má aka á 100 km hraða á steinvegg án þess að
nokkur hurð opnist og ekillinn stígur út albata og heill, án skrámu, svo
fremi hann sé bundinn niður með öryggisbeltinu.
Annars byrjaði þetta með því, að ég átti gamlan Volvo, sem var skrif-
stofa mln og dreifingartæki; í honum skrifaði ég bók sem hét Prófílar
og pamfílar og þessi bók gerði mér kleift að eignast nýjan Volvo Amazon.
Svo frétti ég, að von væri á nýjum Volvo í febrúar 1967 og það varð til
þess að ég skrifaði aðra bók, sem heitir Þættir og drættir. Nú ef Volvo
kæmi svo enn með nýjan bíl gæti vel farið svo, að ég skrifaði þriðju bók-
ina til að geta eignazt fjórða Volvóinn. Svo gæti ég líka sagt, að ég æki
honum af því að hann hefur gefið mér góða raun, ég meina að fást við
bókmenntir.
Ég vildi ráðleggja ykkur að leggja þessa spurningu fremur fyrir þá
kappana Stirling Moss, Hermann Jónasson og „Dýrlinginn", sem allir
aka Volvo, þegar mikið liggur við.
SPORNING VIKONNAR:
Hitrs ihm tiMI Mr n akN
Ragnar Bjarnason,
dægurlagasöngvari og leigubílstjóri
Rambler Classic
18 VIKAN
10. tbi.