Vikan


Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 32
■ ■ ■ a DAUDI FORSETA Auðvitað liefði leyniþjónustan átt að standa vörð um slysavarðstofurnar. En ógæfuatburðurinn hafði afhjúpað veikleika, sem áður Iiafði verið hulinn: að trúnaður hvers öryggisvarðar var bundinn manni, en ekki embætti. Meðan Kennedy hafði verið við stjórnvölinn, lá allt ljóst fyrir. En nú hafði hin gamla skipan vikið fyrir óviðráðanlegri ringul- reið. Að nafninu til var Roy Kellerman enn fyrirliði örygg- isvarðanna. En Emory Roberts Iiafði þegar gert litið úr valdi lians. og þegar Roy fyrirskipaði öllum lífvörðunum, sem verið höfðu í Halfback, að gæta sjúkrahússdyranna, gerði enginn sér þá fyrirliöfn að benda á að Roberts hefði þegar tekið fram fyrir hendurnar á honum með því að gefa þeim önnur fyrirmæli. f rauninni höfðu fáir öryggisvarðanna fyr- ir því að segja Roy nokkurn skapaðan hlut, sem sjálfsagt var jafngott, þvi þótt spilin hefðu verið Jögð á borðið, hefði ]>að varla leitt til neinnar niðurstöðu. Þar eð hver forseti velur sér sjálfur lífverði og þar eð Kellerman var Lyndon Jolmson ókunnugur, þá var Roy nú þegar sem vængbrotin önd. En hinsvegar lá ekki ljóst fyrir liver yrði eftirmaður lians. Ro- berts hafði hallað sér að Johnson, en Youngblood hafði verið með varaforsetanum á undan lionum og var skjólstæðingur lians. Þannig var leyniþjónustan sundruð, þótt hún hefði átt að vera til fyrirmyndar um eindrægni. Öryggisverðirnir voru jafn forustulausir og ruglaðir i ríminu og aðrir i fvlgd- arliði forsetans. Kellerman og Hill héldu sig áfram í návist Kennedys. Youngblood, Roberts og Lem Johns liöfðu snúið sér að Johnson. Persónuleg hollusta réði mestu um, Iivoru- megin örvggisverðirnir skipuðu sér. Engin reglugerð var lil að fara eftir, ekkert kerfi og niðurstaðan varð stjórnleysi. Fyrstu klukkustundirnar eftir að ósköpin dundu á urðu fleiri gripnir móðursýki en menn geta gert sér í hugarlund. Margir skýrðu síðar frá þvi, hvernig þeir töldu að þeir hefðu átl að hegða sér — að þeir Iiefðu átt að hafa stjórn á sér, þótt þeir væru í geðshræringu. En staðreyndirnai- eru mis- jafnari en svo. Fáir höfðu stjórn á sér og gerðu jafnvel margt, er kemur fyrir sem hrein vitlevsa. Næslum allir, sem stadd- ir voru í slysadeild Parkland-sjúkrahúss minúturnar kring- um klukkan eitt, sýndu af sér liegðun, sem i hvern annan tima hefði þótt í meira lagi skrýtileg. Ekki er ástæða til að skopast að neinu þessara atvika, en rétt er að nefna nokkur dæini. Að öðrum kosti væri ómögulegt að hotna i ástandinu. Tökum Ted Clifton, hershöfðingja, til dæmis. Hann var dæmigerður herforingi, gamall striðsmaður og aðalráðgjafi forsetans um hermál. Af öllum, sem Jiarna voru staddir, hefði Clifton frekast ált að gera sér grein fyrir möguleikum merkjaflokksins. En hann gleymdi honum alveg. Þess i stað sýndi hann simastúlku á Parkland kreditkort sitt og bað bana koma sér í langlínusamband við Hvita húsið. Sam- bandið fékk hann, þótt undarlegt megi heita. Þegar tekið var undir, bað bann um að bringt yrði til frú Clifton og frú O’Donnell og þeim tilkynnt, áð eiginmenn þeirra væru ó- meiddir. Þegar þessu áriðandi erindi var lokið, bað hann símastúlkuna að gefa sér samband við Rromley Smith, fram- kvæmdastjóra Þjóðaröryggisráðsins (NationalSecurity Coun- cil) og spurði hann. „Er leyniþjónustan komin i málið?“ Það er í meira lagi furðulegt hvað hershöfðinginn lét ganga fyrir. Hann gat ekki hugsað sér að snúast við þeim möguleika, að um samsæri gegn Bandaríkjunum væri að ræða, fyrr en bann hafði hughreyst konur þeirra O’Donnells. Eða litum á hátterni Clints Hill, sem var óvenju fljótur að átta sig á hlufunum, eins og hann hafði sýnt í Elm Street. Hann var á gangi í slysadeildinni og þá rann það upp fyrir honum að hann var jakkalaus. Allt i einu fannst honum svo 32 VTKAN 10-tM- mikilvægt að vera óaðfinuanlega klæddur, að hann sneri sér að einilm forráðamanna sjúkraliússins, sem var á stærð við hann, og bað um jakkann lians að láni. Hann fékk jakkann umyrðalaust, þótt jakkaeigandinn skildi illa livaða máli það skipti að vera á skyrtunni á stund sem þessari. Bob Dugger, lögregluliðþjálfi í Dallas, var. frá sér af liug- sýki úl af bíl. Hann hafði heyrt fréttirnar við Verzlunarmið- stöðina og ekið til sjúkrahússins í bil yfirmanns sins. Hann hafði ekki liaft tíma lil að biðja um leyfi lil að nota bílinn, og nú nöguðu áhyggjurnar liann. Hvað myndi yfirmaður hans hugsa? Myndi hann lilkynna að fcilnum hefði verið stolið? Fengi hann ákúrur? Málið var grafalvarlegt. Skilaboð lil Anne Clifton, lireinn jakki handa Clint, lánaður bíll. Þannig gengu menn á snið við aðalatburð þann, er þeim þótti sér um megn að hugsa til, en þrifu þess í síað í smá- atriðin eins og hálmstrá. Nostruðu við þau eins og viðkvæma hluti, vöfðu þeim inn og stungu þeim umhyggjusamlega nið- ur í þröng hólf hugans. Þannig var skotið á frest ]>ví hræði- lega andartaki, en enginn þessara smáhluta væri lengur eftir til að vef ja inn og nostra við — þegar ekki yrði lengur kom- izl hjá því að horfast i augu við þá ógurlegu slaðreynd, sem hugurinn rúmaði ekki. Framkoma manna var óhemju mis- munandi við samskonar aðstæður. Jacqueline Kennedy og Nellie Connally stóðu á sjúkrahússganginum með fárra feta millibili og biðu frétta af iila særðum eiginmönnum sínum. Báðar vissu að forselinn var særður lil ólífis, og svo fremi eitthvað eigi við öðru frekai undir slíkum kringumstæðum, hefði kona ríkisstjórans átt að verða fyrri til að taka til máls. Það varð bún ekki. Jackie spurði liana hlýlega um Connally. í fyrstu svaraði Nellie engu. Hún hugleiddi að þessi kona væri henni næstum alveg ókunnug. Hún svaraði: „Hann liefur það af.“ Óg meira var það ekki. Hugb Sidey skrifaði niður hjá sér af miklum móði, en síðar komst hann að raun um að helmingur þess, sem hann hafði skrifað, var ólæsilegt. Bob Baskin, fréttaritari, gerði sér hinsvegar lílið fyrir og yfirgaf staðinn. Hann ók niður í borgina leit inn á ritstjórnarskrifstofur Dallasblaðsins News, til að tala við kunningjana þar og Iieyra hvað væri að gerast annarsstaðar í heiminum, ef það væri þá nokkuð. Liz Carpenter og Marie Fehmer höfðu komizt til sjúkra- hússins og verið skildar eftir á skrifstofu sjúkrahússstjórn- arinnar, þar sem þær fengu vatn og aspirín. Þær höfðu enga hugmvnd um hvað var að gerast og urðu æ eirðarlausari. Starfsinaður, sem átti leið framhjá, kallaði upp að Kennedy hefði verið skotinn. Við þau tíðindi komst Liz að mjög ótrúlegri niðurstöðu. Samkvæmt áætlun ferðarinnar hafði forsetinn átt að flytja ávarp við hádegisverð í Verzlunar- miðstöðinni. Væri liann særður, gæti Iiann vitaskuld ekki flutt ávarpið. Þessvegna, sagði hún við Marie, yrði vara- forsetinn að tala í hans stað, og þar sein þær tilheyrðu starfs- liði Johnsons, bar þeim að vera viðstaddar. Þær mættu engan tima missa; Johnson gal þegar verið kominn upp í ræðustól- inn. Marie lireifst af þessum sterku rökuin stallsystur sinnar og hljóp á eftir lienni. Við sjúkrahússdyrnar skýrðu þær er- indi sitt fyrir umferðarlögreglumanni. Hann varð efabland- inn á svip, en veifaði þó i lögreglubíl fyrir þær. f bílnum var ekið með þær í loftinu inn á Harry Hines Boulevard og þeim hleypt út við aðalinngang Verzlunarmiðstöðvarinnar. Þeim lil stórrar furðu var þar aðeins fátt manna á reiki. Allir virtust þeir næsta ráðvilltir. Svo var að sjá að fáir myndu hafa áhuga á að hlýða á mál .Tohnsons. Framhald i næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.