Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 10
HUGLEIÐINGAR UM FLUGHRÆÐSLU ALMENNT OG HRESSILEGT TILLEGG TIL MÁLSINS
EFTIR
ÖRLYG LISTMÁLARA SIGURÐSSON
Um þessar mundir berast þær fregnir um heimsbyggðina, að nú sé
vel ó veg komið að smiða það samgöngutæki sem fljóthuga menn
geti sætt sig viS í bili; fimmhundruð farþega flugvélar, sem fljúga munu
meS tvöföldum hljóðhraSa, eða hverja 100 kilómetra á um það bil tveim
mínútum. Þar meS er allur seinagangur í lengri ferðalögum úr sögunni
og ættu þeir landar vorir sem ekki kynntust öðru en lestagangi á lang-
ferðalögum, að muna tímanna tvenna. Kýja þofan sem Flugfélag íslands
fær á vori komenda, mun væntanlega skila farþegum áfram með 960
kílómetra hraða á klukkustund en árið 1972, þegar flugvélar þær af
Boeing og Lockheed gerð, sem nú eru komnar vel á veg, og verða
væntanlega á ferli um loftin blá eftir 5 ár, þá verður þessi væntanlega
flugfélagsþota orðin geysilega úrelt.
Það mun láta nærri að þessar nýju flugvélar fari talsvert hraðara en
riffilkúla og ein-
hvern tíma hefði
þessi hraði þótt
varhugaverður, t.d
á öldinni sem leið,
þegar læknar voru
uggandi um það
að heili mannsins
þyldi járnbrautar-
ferðalög, ef hraðinn yrði meira en 30—40 kílómetrar á tímann. Nú
er víst Ijóst orðið að þessi mikli hraði hefur engin áhrif til né
frá, og hefur það verið rækilega staðfest í geimförum og geimgöngum
að undanförnu. Okkur er sagt að flugvélar nútímans séu ekki aðeins
hraðskreiðari heldur einnig öruggari en þær voru áður, betur búnar
tækjum og svo öruggt á að vera að ferðast loftleiðis að þar ætti maður
helzt að halda sig ef maður vildi verða verulega gamall og komast hjá
slysum.
Samt trúir þessu nú enginn í alvöru og þrátt fyrir allar framfarirnar
á sviði hraðans, hefur lítil breyting átt sér stað í þá átt, að ennþá eru
flestir lafhræddir við flug. Margir líta á flugferðir sem meiriháttar karl-
mennskuraun og ganga jafnvel um borð í vélina með því hugarfari, að
möguleikarnir til að komast lífs af séu um það bil jafnir á við það að
farast. AS sjá flugfarþega sem eru um það bil að ganga um borð í flug-
vél, er einna likast því að viðkomandi hefðu verið skikkaðir til að
takast á hendur geimferð, væntanlega með lendingu á tunglinu fyrir
augum. Það kemur fyrir ekki þó flugmenn hughreysti kunningja sína
og segi sem svo: Heldurðu að ég hefði valið mér þetta starf, ef það værí
hættulegt? Kunninginn segir auðvitað nei en hugsar með sér: Það er
auðvitað tóm hundaheppni að þetta hefur farið vel hjá honum ennþá.
Annars gera flugfélögin allt of lítið af þvi að upplýsa alls ófróðan,
almenning um eitt og annað sem að höndum ber á flugi. Margir halda
t.d. að það sé stórhættulegt þegar flugvél hreyfist í ókyrru lofti; þá hljóti
vængirnir að slitna af og svo framvegis. Við minnsta hristing gripa)
margir farþegar krampakendu taki um stólbríkurnar og hugsa með sér:
Jæja nú er komið að því. En sannleikurinn er sá að oftast er þessi hrist-
ingur miklu minni en á
sér stað í bíl sem er á
ferð á miðlungs holóttum
vegi. Það er einnig stað-
reynd að flugvélar þola
ótrúlega mikið hnjask af
þessu tagi án þess að til þess komi að vængirnir brotni af.
Sumir reyna að telja í sig kjark með því að hafa yfir staðreyndir af
ýmsu tagi og segja við sjálfan sig: Nú hvað ætli þetta sé, ekki er
það t.d. mikið á móti því að fljúga orrustuvélum austur í Víet Nam, fara
í árásarferðir og eiga það á hættu að verða skotinn niður og gripinn af
Viet Cong. Ekki getur svona rólegt áætlunarflug verið teljandi hættulegt
á móti árásarferðum, þegar loftvarnarskotin springa allt í kring og samt
er til fuilt af mönnum sem hafði þetta fyrir atvinnu á stríðsárunum og
lifði það allt af. Og hvað með Lindberg, ekki er þetta mikið á móti þvf
þegar hann lagði cinsamall yfir Atlantshafið án þess að nokkur hefði
gert það fyrr. En það kemur fyrir ekki; óttinn leynist með mörgum hug-
prúðum farþega þrátt fyrir allt þetta, þrátt fyrir prýðilega framborna
kjúklinga og betri bjór
en við fáum almennt
að drekka í þessu
landi. Sumir reyna
svokallaðar „kæruleys-
ispillur" en þegar allt
annað bregzt, kalla
menn í blessaðar flug-
freyjurnar og segja:
„Ég ætla að fá tvöfald-
an koníak". Nokkra
kaupsýslumenn, sem oft þurfa að vera á ferðinni til útlanda, hef ég
heyrt segja frá því, að þeir leggi það ekki á sig að fljúga ófullir.
Og bezt er að vera svo fullir að maður rétt komist um borð, sofni þair
þegar höfgum svefni og rakni ekki við að nýju fyrr en farartækið stend-
10 VIKAN 10 tbl-