Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 50
Jurtalitun og heimilisiðnaður
Mér barst í hendur eintak af
nýju vönduðu tímariti, sem ætlað
er að koma út einu sinni á ári og
fjalla um íslenzkan heimilisiðn-
að. í því voru margar fróðlegar
greinar, m.a. sú, sem ég leyfi
mér að birta hér á eftir, en hún
er fyrsta grein af nokkrum um
jurtalitun og fjallar að þessu
sinni um grænan lit. Við lestur
hennar rifjaðist upp fyrir mér
viðtal, sem ég átti fyrir riokkr-
um árum á vegum annars blaðs
en þessa (Frjáls þjóð 13. tbl.
1961) við frú Vigdísi Kristjáns-
dóttur listmálara og vefara, þar
sem hún ræðir um myndvefnað
og heimilisiðnað almennt ,en þar
segir hún um jurtalitun: „ ... Þá
er það jyrtalitunin, sem ég hygg
að gæti orðið nolckur tekjuliður
fyrir fólk upp til sveita. Það
væri mjög til hægðarauka, ef
hægt væri að kaupa jurtirnar, t.d.
hjá Heimilisiðnaðarfélaginu, eins
og í „Husflicken" í Oslo. Jurtun-
um þarf að safna í gróandanum,
og það þarf að þurrka þær í
forsælu t.d. i hjalli eða þar sem
góð loftræsting er og þurrt, því
er bezt að hafa þær í grisjupoka.
íslcnzkar jurtir gefa sérstak-
lega blæfagra og haldgóða liti,
sé rétt með þær farið. Auðvitað
þarf maður auk jurtanna nokkuð
af kemiskum efnum og litarefni,
blátt „Tndigo“ og rautt rot og
Kochenelle, og verður að fá það
utanlands frá. Ég skal telja upp
noltkrar af nauðsynlegustu jurt-
un'jra, sem hér vaxa: litunarmosi,
hreindýrarnosi, sortulyng, fjalla-
grös, beitilyng, lauf af birki, grá-
víðir og gulvíðir. Einnig hef ég
notað punt og .ranfang og ýmsar
fleiri jurtir.
f spuna og jurtalitun þarf svo
að halda námskeið, sem gefa góða
fræðslu í öllum undirstöðuatr-
iðum, sem áhugasamt og duglegt
fólk á kost á að sækja, og ef vel
tekst til, mun ekki verða skortur
á áhuga fyrir þessu. En fyrir
myndvefnaðinn fyrst og fremst
er lífsnauðsynlegt að gæfa og
gengi megi fylgja þessum til-
raunum okkar.“ Þetta segir frú
Vigdís þar, en greinin í riti
Heimilisiðnaðarfélagsins „Hugur
og Hönd“ er eftir Matthildi Hall-
dórsdóttur í Garði og nefnist:
JTJRTALITUN.
Heimulunjólablöð. Grænir litir.
„Blöðin af heimulunjólanum
eru tínd, þegar þau eru full-
sprottin en mega ekki vera far-
in að sölna. Sett í pott og soðin
nokkrar mínútur og alltaf rótað
í þeim, svo að þau jafnsjóðist. •—
Þá er bandið, sem lita skal, látið
ofan í litinn hjá blöðunum vel
blautt. Stöðugt rótað í svo bandið
mislitist ekki. — Þegar þetta hef-
ur soðið litla stund er bætt við
hvítu bandi, og það soðið nokkr-
ar mínútur, en gæta þarf þess að
það verði ekki eins dökkt og
bandið, sem var fyrir í litnum. ■—
Þetta er allt stuttur tími, því lit-
urinn sýðst fljótt úr blöðunum.
— Þá er bandið og blöðin færð
úr litnum, bandið greitt og hrist
vel úr því allt rusl. Liturinn sí-
aður. Dálítið af blásteini bætt út
í litinn. — Bandið sem dekkst
var úr undirlitnum .sett ofan í
pottinn og soðið um stund. Þá
er það, sem ljósara var, og einnig
hvítt band, sett í litinn og soðið
þar til mátulegur litarmunur er
á því og hinu, sem fyrst var sett
í pottinn. — Þá er bandið fært
upp úr og keytu bætt út í litinn.
— Bandinu síðan brugðið ofan í,
fyrst því dekksta. — Það má
seyðast ofurlitla stund, áður en
því ljósasta er brugðið ofan í.
Gæta þarf þess, að band, sem
fært er upp úr lit, en ekki þvegið
undir eins, liggi ekki saman í
bing, heldur sé það liengt á snaga.
Gulan lit er hægt að fá úr heim-
ulunjólablöðum með því að nota
álún í stað blásteins.
Hrimgulir litir úr
sölnuðum heimulunjólablöðum.
Blöðin eru tekin þegar þau eru
orðin sölnuð (brún á lit), látin
í pottinn og litnum komið í suðu.
Bandið látið hjá blöðunum. Þetta
geta orðið tveir ljósir litir, með
mislangri suðu.
Annan blæ fær bandið ef keyta
er sett í litinn og bandinu brugð-
ið aftur pfan í.“
En um ieið og athygli ykkar
er vakin á þessu framtaki Heim-
ilisiðnaðarfélagsins, væri kannski
ekki úr vegi að rifja eitthvað upp
úr grein um heimilisiðnað, sem
varð tilefni til áðurnefnds við-
tals við Vigdísi Kristjánsdóttur,
og birtist í sama blaði fyrir sex
árum. Þar tala ég um að koma
upp iðnaðarstöðvum úti á lands-
byggðinni, til að bæta þar úr
tímabundnu atvinnuleysi og kon-
unum til afþreyingar og þroska.
Er á það bent, að ein eftirsótt-
asta vara heims, handofið
tweedefni, er unnin á afskekkt-
um bóndabæjum á Shetlands-
eyjum og svissnesku úrin og
klukkurnar af þorpsbúum í Sviss,
og að allir geti hér í þorpum og
sveitum sérhæft sig í hverju sem
er og náð góðum árangri með
samheldni og réttu skipulagi.
„ ... Þessar miðstöðvar í hverju
héraði eða þorpi ættu að standa
fyrir ýmissi framleiðslu, eftir því
sem aðstæður leyfa á hverjum
stað, en sameiginlegt markmið
þeirra væri að efla allan heim-
ilisiðnað, bæði til sölu og heim-
ilisnota, og að standa fyrir fram-
leiðslu í sjálfum miðstöðvunum
eða húsakynnum, sem þær hefðu
ráð á. í sjálfum stöðvunum, sem
búnar væru tækjum eftir því
sem við ætti á hverjum stað, t.d.
vefstólum og slíku, væru vörurn-
ar unnar af konunum á staðnum,
jafnvel einhver hluti þeirra í
heimahúsum, í sambandi við
stofnunina. Vinnutíma á sjálfum
stöðvunum mætti hafa eins og
henta þætti — konur gætu unnið
þar allan daginn eða hálfan,
hluta úr dagi eða nokkrum sinn-
um í viku, eða jafnvel, þar sem
strjálbýlt væri, einu sinni í viku
og mislengi og nokkurn tíma
ársins, allt eftir ástæðum hverr-
ar þeirra. En allt eru þetta
framkvæmdaratriði, sem kæmu
til athugunar seinna. Þessar
stöðvar skipulegðu alla vinnu,
hvort sem hún væri unnin á
staðnum eða í heimahúsum. Þær
gætu útvegað mynztur og verk-
efni fyrir þær, sem eingöngu
ynnu fyrir sjálfa sig og ýmiss
konar kennslu væri hægt að
koma þarna við, jafnvel broti af
handíða- og myndlistaskóla.
Listamenn okkar gætu gert
mynztur og tillögur um annað,
sem heyrði undir þá, og
skemmtilegast væri —- og reynd-
ar skilyrði fyrir því, að vel tæk-
ist — að hvert byggðarlag sér-
hæfði sig í einhverju sérstöku og
ætti sín eigin mynztur, sem þá
yrði eftirsótt vara, bæði innan
lands og ut'an og af útlendum
ferðamönnum á íslandi. En á
þessu yrði að vera mjög strangt
gæðamat og miklar kröfur gerð-
ar til vandvirkni.
Víða erlendis er einhver viss
framleiðsla bundin við byggðar-
lög og byggist það þá venjulega
á gamalli hefð, t.d. í Frakklandi
eru gerðar blúndur og knipp-
lingar á ýmsum stöðum þar og
mörg byggðarlög í Skandinavíu
hafa sérhæft sig í einhverri
framleiðslu. Sem dæmi má nefna
smábyggð, sem heitir Ramfjord
og liggur við lítinn fjörð, sem
Framhald á bls. 40.
50 VJKAN 10-tw-