Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 5
Leikfélagar krakkanna
minna vita mörg upp á
hár, hvað þau fá í jólagjöf,
enda sum búin að fá það
upp í hendurnar; enginn
barnaskapur, engin eftir-
vænting. Víða eru börn
búin að fá sælgæti í skó-
inn sinn allan desember-
mánuð eða smágjöf bundna
við jóladagatal, eina á dag.
Það er ekki að undra, þótt
einhver hendi sér organdi
í gólfið við jólatréð á að-
fangadagskvöld: „Ég vildi
fá annað....“ — Jafnvel
frelsarann er búið að fjar-
lægja og setja í staðinn
hoppandi fávita: jólasvein!
Glansmyndaviðkvæmni
eins og Jesúbarnið virðist
ekki samræmast nútíman-
um.
Svo erum við hissa og
full vandlætingar, þegar
rótlausir imglingar hópast
saman og æpa á ást. bjöll-
ur og blóm og nota jafnvel
annarleg meðöl og aðferð-
ir til að öðlast það, sem
smátt og smátt hefur verið
stolið frá þeim: heilbrigðri,
innri gleði og hæfileika til
að hrífast
Ein örg.
Við þökkum þetta skor-
inorða bréf. Eflaust munu
margir taka undir margt
af því, sem bréfritari drep-
ur á. Prjálið og skrautið og
hégóminn í sambandi við
jólahald okkar er kominn
út í hreinar öfgar. Við er-
um fyrir löngu búin að
gleyma því sem mestu máli
skiptir: sjálfri jólastemmn-
ingunni.
AFKÁRALEGAR AUGLÝS-
INGAR.
Kæra Vika!
Viltu ljá rúm í þínum
ágæta Pósti eftirfarandi
línum. Ég er ekki vanur að
skrifa í blöð, ekki einu
sinni í kjaftadálkana, en nú
liggur mér svolítið á hjarta
og langar til að koma því
á framfæri:
Þegar sjónvarpið hóf
göngu sína, var gert ráð
fyrir miklum tekjum af
auglýsingum. Þær vonir
brugðust að mestu. Samt
auglýstu nokkur fyrirtæki,
og auglýsingar þeirra voru
hugkvæmlega saman sett-
ar og skemmtilegar. Ég
beið alltaf spenntur eftir
auglýsingatímanum og
hafði mjög gaman af að
horfa á auglýsingarnar,
þótt þær væru fáar.
Núna fyrir síðustu jól
bregður svo við, að allt í
einu fara auglýsingamar
að aukast stórum. Það er
eins og kaupsýslumenn
hafi þurft heilt ár til að
átta sig á, hversu mikið
gildi það hefur að auglýsa
í sjónvarpinu. En þar með
var líka draumurinn bú-
inn: Margar innlendu aug-
lýsingarnar voru svo af-
káralegar og barnalegar.
að það fór hrollur um
mann, á meðan maður
horfði á þær. Það er alls
ekki sama, hvernig svona
auglýsingar eru gerðar.
Þær hafa ekkert auglýs-
ingagildi, nema þær séu
skemmtilegar og vel gerð-
ar. Enn þá er ein af fyrstu
auglýsingunum bezt: Það
er auglýsingin frá Herra-
húsinu, þar sem Bessi
Bjarnason er aðalstjarnan.
Síðan hefur komið önnur
mynd frá Herrahúsinu —
einnig með Bessa, en hún
er ekki nærri eins góð. —
Einnig eru auglýsingar
Emilíu Jónasdóttur um
þvottaefnið íva og Miðbæ
prýðilegar. Það komast all-
ir í gott skap, þegar þeir
heyra og sjá Emilíu.
En sem sagt: Sjónvarps-
auglýsingar fóru út í hreina
vitleysu fyrir jólin. Það
þarf að benda kaupsýslu-
mönnum og öðrum aðilum
sem auglýsa mikið á, að
vanda betur gerð sjón-
varpsauglýsinga. Þú gerir
það, Vika mín, með því að
birta þetta bréf í Póstinum
þínum.
Beztu kveðjur,
Einn. sem situr alltaf
við tækið.
Það er áreiðanlega mikill
vandi að gera sjónvarps-
auglýsingar fyrir íslenzkan
markað. Auglýsingaslag-
orð, sem hljóma ágætlega
á öðrum tungumálum, t. d.
ensku, láta illa í eyrum Is-
lendinga. Fyrir bragðið
finnst okkur auglýsingarn-
ar afkáralegar og asnaleg-
ar. Kannski stafar þetta að-
eins af óvana. Kannski
venjumst við sjónvarpsaug-
lýsingunum með tímanum.
rnr*W w
Jft. m ERUM SflMMftlA
„Hún er bœði
fallegri
og
fullkomnari“
CENTRIFUGAL
WASH MODEL G20
EINUM HNAPPI
velji8 þér þvottakerfið, og
C.W. 620
(7) ÞVÆR,
(7) HITAR,
© SÝÐUR,
© MARGSKOLAR,
©
ÞEYTIVINDUR
AllAN ÞVOTT
-ííll TTNI-
sápa
Sápuskammtar settir í slrart — velin skolar Alveg
þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma
hljóSur
gangur
nl/nlnfm Tekur sjálf inn sérstakt skolefni URUIuIIII ef þér óskið að nota það vi nding Tvívirk, afbragðs þeytivinding
merkjaljós íæt"' 1 Festin; 1 Þarf ekki að festast 1 niður með boltum
nfni NœlonhúSuð að utan — ullll rySfrítt stál aS innan fínslípaS, Sérlega 1 auðveld 1 enging
SÍMI 24420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK.
■ ■
Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620
með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála
NAFN .........................................................
HEIMILI ......................................................
TIL Fönix s.f. pósthólf 1421, Reykjavík
2. tbi. VIKAN 5