Vikan


Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 41
ERUM FLUTTIR í KIRKJUHVOL Beztn snypti- vinurnap nn HJ fyrir yngri kynslóðina snyrtivopup draga úr þeirri ábyrgð, sem hann vissi sig bera á þessari hernað- araðgerð sem öðrum. Honum sárnaði nokkuð þessi framkoma landa sinna, þótt honum væri að vísu margskonar sómi sýnd- ur fyrir dygga þjónustu á stríðs- árunum. Hann sagði af sér em- bætti og flutti til Suður-Afríku, en þar hafði hann alizt upp að mestu. Svo einkennilega vildi til að þegar skipið, sem flutti hann suður, lagði upp úr Temsárós- um, var nákvæmlega ár liðið frá loftárásinni miklu. Þótt þessi þungbúni víkingur hafi ekki heyrt í kirkj uklukku num, sem Stalín lét samhringja um gerv- allt Austur-Þýzkaland, er ekki ólíklegt að hugur hans hafi þá dvalið við ógnaratburðinn árs- gamla. Kannski hefur honum þá verið í hug eitthvað svipað og smiðnum, sem Grímur Thomsen kvað um: „Síðast háði ég mesta morðið, meira var kapp en for- sjá þá. . . .“ dþ. Utan við lög og rétt Framhald af bls. 17 En Holley heyrði ekki meira. Hann sat ennþá álútur, í afkára- legum stellingum. Kuldahrollur læsti sig um allan líkama hans. Smith kveikti í sígarettu, og sagði kuldalega: — Þú ert ekki einu sinni fyrir utan iandhelgi núna. Þú ert í Kanada og þú ert kanadiskur borgari og hér geta yfirvöldin fengið þig í hendur, góðurinn. Holley staulaðist á fætur. Hann heyrði eitthvert hljóð innan úr farþegarýminu, og honum varð flökurt- Hann gat ekki litið við til að gá hvað þetta var. Hún hlaut að vera dáin núna. Einhver lagði hönd á handlegg hans og líkami hans kipptist við í krampakenndum flogum, við snertinguna. — En hvað er að þér, Brad? Það var Anna sem stóð þarna og brosti til hans. Hann starði á hana, hreyfði varimar, en kom ekki upp nokkru orði. Óljóst, eins og röddin kæmi einhvers staðar langt að, heyrði hann Charley Smith segja: — Ég skipti um bolla, lét þig hafa hennar bolla, Holley, meðan þú fórst eftir handklæðinu. Það er eiginlega raunalegt að þú drakkst ekki kaffið. — En ég skil ekki . • . sagði Anna, alveg ráðvillt. Charley hló nú í fyrsta sinn. — Eitrið er ennþá í bollanum, Holley, og ég hef hann undir höndum, en ég ætla ekki að segja neitt, það er að segja ef þú skil- ur við systur mína, og lofar því að gera aldrei tilraun til að hitta hana. Um leið og þau gengu inn í farþegarýmið, sneri hann sér við og sagði: — Þú helltir ekki ein- göngu niður kaffi, þú glutraðir úr höndum þér miklum auðæf- um.... ☆ Drottinn þekkir sína Framhald af bls. 21 en var handtekinn ó flóttanum og drepinn á eitri tveimur mánuðum sfðar. Jarðeignir aðalsmanna í Langue- doc voru nú í klóm de Montforts, og flýðu þeir þá á fjöll og skóga og komu þar á fót eins konar skæruliðahreyfingu. Hinir landlausu riddarar voru al- mennt kallaðir „faydits" — eigna- leysingjar. Eftir að krossfarar höfðu ráðskað í fylkinu í tuttugu ár og sýnt af sér ofboðslega grimmd og harðstjórn, var allt í einu svo kom- ið, að þeir áttu í vök að verjast fyrir þessum hábornu skæruliðum. Upphlaup var gert í Tólósu og við það tækifæri var steini kastað í de Montfort, sem beið bana af. Eigna- leysingjarnir streymdu niður úr fjöllunum undir stjórn Trancevals yngra, sonar hins myrta Raymonds Tranceval, og tóku aftur Carcas- sonne, Limoux og Saissac. En aftur náðu krossfarar yfir- höndinni. 1243 var vörn Languedoc- manna að heita mátti þrotin nema í Montsegurkastala. Og þar er það sem sagan um hina raunverulegu leyndardóma kaþaranna — eða al- bígensanna, eins og trúarflokkurinn var almennt kallaður — hefst. Montsegur var helgur staður f augum Hinna Fullkomnu. Kastalinn var byggður á fjallstindi og þvínær óvinnandi. Hann var jafnframt sól- hof. Hverjum steini f þvf var raðað í línu við sólaruppkomustað um vetrarsólhvörf. Ekki er vitað hvers konar helgiathafnir voru hér hafð- ar um hönd. Hinir Fullkomnu tóku leyndarmál sitt með sér f gröfina. I kastalanum voru ekki til varnar fleiri en fimm hundruð Hinna Full- komnu, af báðum kynjum. Á slétt- unni fyrir neðan voru tíu þúsund krossfarar. Hinn fámenni setuliðs- flokkur varðist f tfu mánuði — og þá loks tókst krossförum að fram- kvæma hið óframkvæmanlega. Með harmkvælum og herkjum lukkaðist þeim að hala umsáturskastvél upp- eftir þvínær lóðréttum bergveggnum unz þeir komu henni upp á fjalls- brúnina. Eftir það gátu þeir látið linnulausa grjóthrfð ganga á virk- inu. Þetta var einum of mikið fyrir hina uppgefnu og hungruðu verj- endur; þeir gáfust upp. Krossfarar hétu þeim lífsgriðum ef þeir gengju af trú sinni. „Puleu crama que renuncia!" — hrópuðu Hinir Fullkomnu til svars. „Eldinn fremur en afneitun." Krossfarar tóku þá á orðinu. Að 2. tbi. vncAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.