Vikan


Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 21
■\ „Drepið alla sem þið náið . II DIOTTINN ÞEKKIR ._Z230 Enn þann dag í dag er sem andrúmsloft þessa óhamingjusama lands sé þrungiS dapurleika. — Þó er landslagið eitt hið feg- ursta í öllu Frakklandi. Dökkir, hrufóttir klettar rísa hærra og hærra allt upp til tinda Pýrenea- fjallanna, sem bera við kristalstær- an himininn eins og tröll ó verði við sjóndeildarhringinn í suðri. — Handan þeirra er Spónn, en ( austri mó sjó Asúrhæðir (Cote d'Azur) og glitrandi flöt Miðjarðarhafs. Þetta er land dulúðar og harma. Því hérna, á meðal fegurðar fjalla þessara í fylkinu Languedoc, var einn af Ijótustu köflum mannkyns- sögunnar skráður í tryllingi blóðs og báls. Hér eru sögur og ummæli bundin hverjum steini, hverri rúst. Fyrir sjö hundruð árum, á þrett- ándu öld, var Languedoc í raun réttri sjálfstætt rlki, sem náði yfir Suðaustur Frakkland og hafði fót- festu á strönd Norður-Afríku allt austur að Trípólí. Þjóðhöfðinginn, greifinn af Tólósu (Toulouse), var svo voldugur að hann var almennt kallaður „konungur suðursins". — Menningarlega séð var Languedoc að mörgu leyti talsvert á undan samtímanum — og vissulega langt á undan Norður-Frakklandi. Stéttaskiptingin var hvergi nærri eins stíf þarna og norðar í landinu og víðar í Evrópu ( þann tíð. Anauð- arbóndi hafði möguleika á að verða verzlunar- eða iðnaðarmaður og komast þannig ( millistétt, og hver millistéttarmaður gat orðið riddari. [ borgunum skiptu aðalsmenn og borgarráð með sér völdum. Konur nutu óvenjumikils frjálsræðis og virðingar miðað við tíðarandann. Ljóð trúbadúranna, sem hið fagra, sönghæfa tungumál fylkisins — „langue d'oc" — auðgaði, jukust og margfölduðust í snilld sinni þeim til heiðurs. En í augum manna annars stað- ar í Frakklandi var Languedoc land trúvillinga. íbúar þess höfðu tekið við nýrri trúarkenningu af austræn- um uppruna, sem boðuð var af prestum í svörtum kuflum; þeir voru nefndir Kaþarar (Cathari) — Hinir Hreinu. Meginatriðið ( kenningum þeirra var að ekki væri einungis til einn guð, heldur tveir, og hefðu þeir frá upphafi tímans átt ( linnu- lausri baráttu um völdin yfir heim- inum. Annar þessara guða var kenndur við Ijós, hinn við myrkur. Hugur og sál mannsins heyrði tii Ijóssins guði, en keppinautur hans er myrkrinu réði átti og ráð á hin- um jarðneska líkama allrar mann- kindar. Enginn veit hvernig kenning þessi komst til Evrópu, en ( Languedoc, þar sem sterkt sólskin og dökkir skuggar virðast ævinlega í hörku- átökum, breiddist hún út eins og eldur f sinu. Prestar hennar voru prúðmenni, sem þekktu vel til mannlegra veikleika og tóku tillit til þeirra. Voru þeir í þv( gjörólík- ir öðrum klerkum samtímans, sem lifðu í svalli og sællffi jafnframt þv( sem þeir prédikuðu meinlæti fyrir sóknarbörnunum. Til dæmis um álit það, sem prestar hinnar nýju, framandlegu trúarkenningar nutu, má nefna að þeir voru víðast f landinu kallaðir Hinir Góðu eða Hinir Fullkomnu. Þeir litu á sig sem sanna játend- ur kristindómsins, er hlýddu í einu og öllu þeim lögum um bróðurlega elsku, er Jesús hafSi boSað. Frá sjónarmiði þeirra Krists- manna, sem aðrar trúarskoðanir höfðu, voru þeir samt sem áður andstyggilegir villutrúarmenn. Ótrú- legustu kjaftasögur komust á gang um framferði þeirra. Meðai annars voru þeir sakaðir um að snæða mannakjöt og blóta smábörnum. Einn þeirra þjóna kaþólsku kirkj- unnar, sem reyndu að turna kaþ- örum frá meintri villu þeirra, var spænskur munkur að nafni Dominic de Guzman, sem slðar varð dýrling- um með heitinu Sánkti Dóminik. Ár- um saman bjó hann í Fanjeaux, smáþorpi f Languedoc milli Carcas- sonne og Pamiers. Húsið, sem hann bjó ( þar, er uppistandandi enn í dag. De Guzman mistókst algerlega að telja Hina Fullkomnu á sitt mál með guðfræðilegum rökræðum, og um s(ðir yfirgaf hann Languedoc hald- inn þeirra sannfæringu, að „villu- trúarmennirnir" yrðu aðeins leiddir á rétta braut með ofbeldi. íbúar Languedocs voru hættir að auðsýna bæði páfanum og Frakkakonungi hlýðni, og þessir stórhöfðingjar gerðu nú með sér bandalag um að knosa kaþarana í eitt skipti fyrir öll. Hér áttu hlut að máli þeir Innó- kent páfi þriðji og Filippus Ágústus af Frakklandi (sem harðast höfðu deilt út af hjónabandi hins slðar- nefnda og Ingiborgar Danaprins- essu, svo sem frá var sagt ( grein Vikunnar af tilefni brúðkaups Marg- rétar Þórhildar og Henri greifa de Monpezat. Um framkvæmd illvirkis þess, er hér greinir frá, voru þeir hins vegar hjartanlega sammála. — Þýð.). í júlímánuði 1209 hleyptu þeir af stað krossferð gegn Langue- doc. Krossferðin varð einhver blóðug- asta útrýmingarherferð, sem sagan greinir frá, og stóð hvorki meira né minna en sextfu ár undir stjórn tveggja páfa og þriggja Frakka- konunga. (Samtímis stóð yfir blóð- ugasta tímabil (slandssögunnar, Sturlungaöld, og henni lauk með sjálfstæðismissi íslendinga aðeins fimm árum áður en Languedoc — hérað trúbadúranna — var endan- lega bugað. Þýð.). Krossfararnir voru norður-franskir barónar og málaliðar hvaðanæva að úr Evr- ópu, og foringjarnir ( fyrstu sókn- inni voru Simon de Beaufort, grimmur maður og miskunnarlaus, og Arnaud Amaury, legáti páfa. Krossferðin hófst með áhlaupi á borgina Beziers og töku hennar. Einn sigurvegaranna spurði Amau- ry hvernig þeir ættu að þekkja sundur kaþara og trúa kaþólikka. Svar páfalegátans er eitt hinna kunnustu í sögunni. „Drepið alla sem þið náið," skip- aði hann. „Drottinn þekkir s(na." í þrjá daga loguðu eldar í Bezi- ers. Sjö þúsund borgarbúa — karlar, konur og börn — leituðu hælis ( kirkju staðarins. Krossfarar slátruðu þeim öllum. Næsta stórorrusta stríðsins var háð um hina vtggirtu borg Carcas- sonne, sem hinn tuttugu og fjögurra ára gamli lággreifi Raymond Tran- ceval varði. Náðu krossfarar borg- inni eftir harða bardaga. Simon de Montfort hafði heitið Tranceval Iffs griðum og lima ef hann afneitaði mönnum sfnum, en því harðneitaði riddarinn ungi og var þá læstur inní í turni, sem enn stendur uppi. Trar.ceval reyndi að komast undan, Framhald á bls. 41. 2. tbi. VTKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.