Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 24
FRAMHALDSSAGAN 5. HLUTI
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON
HÚN HÖRFAÐI INN I HERBERGIÐ AFTUR. DAUÐSKELFD. EF TILVILL VAR ÞETTASÁL DRUKKN-
AÐS MANNS. ÞAÐ HAFA SVO MÖRG SKIP FARIZT A ÞESSUM SLÖÐUM... EN HVERSVEGNA
HEF EG VERIÐ LÆST HÉR INNI, ALEIN.............?
¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥
Hversvegna varð nóttin bjartari í staðinn fyrir dimmari? Það var
engu líkara, en önnur dögun vœri í nánd. Sjórinn var aftur tekinn að
skipta um lit. Hann varð svartur sem blek, en í fjarska var eins
og hann skiptist I tvennt, af absintulitu, grænhvítu striki. Þegar
Oouldsboro kom á þetta svæði, var sem hún tæki að titra eins og
hross sem skynjar hættu.
Skipanir gullu ofan af stjórnpalli.
Berne skildi allt í einu hvað maðurinn í masturstunnunni hafði
hrópað á ensku niður á stjórnpallinn.
— Isjaki í kafi, stjórnborðsmegin, endurtók hann.
Þau snéru sér öll við í einu. Stór, draugalegur, hvítur klettur gnæfði
yfir skipinu. 1 sama bili varð þeim megin krökkt af sjómönnum,
vopnuðum bátshökum og kaðalhönkum, til að reyna að koma í veg
fyrir slysalegan árekstur skipsins og þessa ísfjalls, sem af stafaði
nlstingskulda.
Sem betur fór var skipið í höndum snillinga, og vatt sér auðveldlega
framhjá þessum hættulega kletti. Handan við ísfjallið var himinninn
aftur tekinn að lýsast, og að þessu sinni var ofurlítill bleikur bjarmi
á ljósaskiptagrámanum.
Farþegarnir, sem stóðu þögulir af undrun og ótta, tóku að bera
brigður á sín eigin augu og þegar þau sáu mjög greinilega þrjá svarta
bletti á ísfjallinu, sem risu þunglega upp af því, stækkuðu og stækk-
uðu og þegar skipið nálgaðist breyttust þeir í einkennilegar, hvít-
fiðraðar verur.
— Englar! hvislaði Le Gall, það táknar dauða.
Gabriel Berne var rólegur. Hann lagði annan handlegginn um axl-
ir Angelique, án þess að hún gerði sér það ljóst.
Hann svaraði þurrlega. — Albatrosar, Le Gall. Þetta eru aðeins
heimskauta albatrossar.
Þessir þrír stóru fuglar vokuðu yfir kjölfari skipsins, stundum
flugu þeir í stóra hringi, stundum settust þeir á dimmar, bylgjandi
öldurnar.
— Þetta er slæmur fyrirboði, sagði Le Gall. Nú vantar okkur ekk-
ert nema storminn og þá erum við búin aö vera.
Manigault tók að formæla: — Er ég orðinn eitthvað verri? E?r
mig að dreyma? Er dagur eða nótt? Hver sagði að við værum ein-
hversstaðar nálægt Azoreyjum? Dauði og djöfull! Við erum á allt
annarri leið.
— Það er það sem ég held lika, Monsieur Manigault.
— Hefðirðu ekki getað séð það fyrr, sauðurinn þinn!
Það fauk í Le Gall. — Og hverju máli hefði það skipt. Þú ert
ekki skipstjóri þessa skips, Monsieur Manigault.
— Við sjáum nú til!
Þau þögðu, vegna þess að nóttin var fallin yfir einu sinni enn og
þessi undarlega dögun var horfin.
I sama bili var kveikt á kyndlum um allt skipið. Einn kyndlanna
tók sig út úr sinni kyrrstæðu röð og barst jafnt og þétt, þangað sem
Angelique stóð í hópi fjögurra manna á framþiljunum og hið meitlaða
andlit, gamla, arabiska læknisins, Abd-el-Mechrat, kom í ljós. Þótt
han væri dúðaður, svo rétt grillti í gleraugu hans, sást að andlit hans
2é VIKAN 2 tbl-
var gulleitt af kuldanum.
Hann hneigði sig hvað eftir annað fyrir Angelique. — Skipstjórinn
bíður yður til híbýla sinna. Hann óskar að þér dveljist þar i nótt.
Þessi skipun, sem borin var fram á frönsku, á mjög kurteislegan
hátt, var næsta ótvíræð. Hjartað tók kipp i brjósti Angelique og
henni hlýnaði, hún opnaði munninn til að afþakka boðið, sem henni
fannst óviðeigandi, en Gabriel Berne varð fyrri til.
— Skítsokkurinn þinn, hrópaði hann og rödd hans titraði af reiði.
— Hver ert þú að koma hingað og flytja svo ósvifnar skipanir?
Heldurðu að þú sért á markaðstorginu í Alsír?
Hann reiddi hnefann; hreyfingin opnaði sár hans á ný og hann varð
að láta hendina síga og bæla niður löngunina til að æpa. Á meðan
notaði Angelique sér tækifærið.
— Ertu frá þér? Þú getur ekki talað svona við effendi.
— Hvort sem hann er effendi eða ekki, hefur hann móðgað þig,
Dame Angelique. Þú lætur þó ekki taka þig fyrir konu sem ....
Konu sem ........
— Halda þessir menn að þeir hafi allan rétt á konum okkar og
dætrum? greip pappírskaupmaðurinn fram I. — Þétta er svo sann-
arlega hámarkið.
— Verið nú ekki æstir, sagði Angelique róandi. — Þegar allt
kemur til alls er ekkert til að æsa sig út af, þetta er aðeins mér
viðkomandi. Hans hágöfgi, læknirinn mikli, Abd-el-Mechrat, hefur
ekkert gert annað en bera mér .......... boð, sem í öðrum hlutum
heims, eins og Miðjarðarhafssvæðinu, til dæmis, væru álitin virð-
ingartákn.
— En hræðilegt, hrópaði Manigault og litaðist hjálparvana um.
— Við höfum svo sannarlega fallið i hendur barbara, hvorki meira
né minna! Þessi skriðdýr eru meðal áhafnarinnar og ég þori að veðja
að skipstjórinn sjálfur er með trúleysingjablóð í æðum, þrátt fyrir
spánskt útlit hans. Það er það sem hann er, andalúsískur Mári eða
Márabastarður.
— Nei ,nei, mótmælti Angelique ákaflega. — Ég get fullvissað
ykkur um að hann er ekki Múhameðstrúar. Við erum um borð i
kristnu skipi.
— Kristnu! — Ha, ha, ha! Þetta var það sem á vantaði! Kristnu
skipi! Dame Angelique, þú ert ekki með réttu ráði og það er svo
sem ekki að undra.
Arabiski læknirinn beið, óumbreytanlegur og fjarlægur, sívafinn
inn í ullarskikkjurnar sínar. Hann var svo virðulegur og gáfuleg-
ur í dökkum augunum að hann minnti Angelique á Osman Faraji
og hana tók ofurlítið sárt að sjá hann standa þarna, skjálfandi í
næturkuldanum, við hið yzta haf.
— Virðulegi effendi, fyrirgefið mér hikið og þiggið þakkir mínar
fyrir að færa mér þessi boð, ég get ekki gert Það sem þér óskið, Því
það kemur ekki til mála að kona af minni trú Þiggi slikt, en ég er
reiðubúin að koma með yður og flytja húsbónda yðar sjálf svar mitt.
— Ráðamaður þessa skips er ekki húsbóndi minn, svaraði gamli
maðurinn virðulega. Hann er aðeins vinur minn. Ég bjargaði lífi
hans og hann bjargaði mínu og við höfum gert sáttmála okkar í milli.