Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 12
EFTIR
EYRflNU
Andrés Incðriðason
Þessar myndir lýsa betur en nokkur orð
hippatízkunni, eins og hún gerist nú. Stúlkan
hefur málað fagurrauð hjörtu á kinnarnar og
til þess að ekkert fari á milli mála hefur hún
skrifað þar fyrir neðan orðið „love“. Piltur-
inn (sem lítur út fyrir að vera áttrœtt gamal-
menni í munderningunni) er í indverskum
kyrtli með blómamynstri, og um hálsinn ber
hann perlufestar. Að vísu vantar á hann
bjölluna en hann bætir það upp með nellikk-
um á víð og dreif um andlitið- Skegg er mik-
ið í tízku síðan Bítlarnir tóku upp á slíkri
rækt og dugar ekkert minna en slíkt sem
ungi maðurinn ber. Þá eru gleraugun athygli
verð. Þau varpa enn einum stoðum undir þá
kenningu, að sagan endurtekur sig!
Mfke & sfo iafte
Mike Nesmith, trommuleikari The Monkees, er mikill bílaunnandi, og hann hefur hvorki
meira né minna en sjö bíla í takinu. Sá bíll, sem hann hefur mestar mætur á, er brezkur
af gerðinni Radford Mini. Þessi „mini“ bíll var smíðaður sérstaklega fyrir Mike og er
sagður hinn dýrasti af þessari gerð, sem smíðaður hefur verið. Bíllinn kostaði 3.645 pund
eða um hálf milljón ísl. króna, reiknað á nýja genginu! Ýmsum kann að þykja þetta
mikið fé fyrir svo litla lús, en þess ber að gæta, að þessi gripur hefur sitt af hverju fram
yfir hina venjulegu „mini“ bíla- I honum er i flest þægindi, sem unnt er að koma fyrir í
svo litlum bíl en höfuðkostur bílsins í augum Mikes er sá, að gluggar eru úr svörtu gleri,
sem aðeins sér í gegnum, þegar setið er í bílnum. Þeir, sem setjast inn í þetta merkilega
farartæki, komast ekki hjá því, að reka augiin í skilti með orðunum „Reykingar bannað-
ar“. Um þetta skilti segir Mike: „Það er ekki svo að skilja, að ég sé að amast við reyk-
ingum yfirleitt, en þegar reykt er í bíl, fer reykurinn í augu bílstjórans, sezt utan í föt-
in og askan fer út um allt gólf.“
Eins og gefur að skilja þarf Mike að eiga stóran bílskúr til að hýsa alla farkosti sína.
Bílhýsi piltsins þykir taka öðrum slíkum fram, en mesta kátínu og undrun vekur hurð-
in. Mike þarf ekki annað en segja „Love“ — og þá opnast hún!
Erlendum hljómsveitum eða söngvurum, sem tekst að
komast á blað á vinsældalistanum í Bretlandi gengur
ekki alltaf sem bezt að fá atvinnuleyfi þar í landi til
að geta komið fram á hljómleikum í því skyni að
kynna sig fyrir brezkum aðdáendum. Um skeið átti
ástralska hljómsveitin The Bee Gees í miklu stríði
við brezk yfirvöld, þar sem tveimur liðsmanna hljóm-
sveitarinnar var af einhverjum ástæðum neitað um
atvinnuleyfi. Nú mun hafa rætzt úr þessum þrenging-
um og Bee Gees og aðdáendur þeirra hafa tekið gleði
sína á ný. Bandaríska söngkonan Felice Taylor hefur
átt í sams konar stríði, en lag hennar „I feel love
coming on“ er nú ofarlega á brezka vinsældalistanum-
Hún hefur haldið sig í Þýzkalandi að undanförnu og
hengt sig í þá von, að upp muni rofa á næstunni. —
Felice er 19 ára gömul, ættuð frá Los Angeles. Hún
hefur sungið inn á nokkrar plötur vestra, en lagið „I
feel love coming on“ er hið fyrsta, sem kemst á vin-
sældalista.
Felice Taylor.
Bee Gees — þeir hafa nú fengiö
atvinnuleyfi í Bretlandi.
12 VIKAN 2- tbl-