Vikan


Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 44
verksmiðiuna og söfnuðinn í heild er aflað með þremur vindmyllum. Paul Raumann er fæddur í þorpi sem Dachsfelden heitir og var fað- ir hans veitingamaður. I æsku var hann vinnumaður á bóndabæ ein- um og þótti fljótlega furðunatinn við skepnur. Vald það, sem hann virtist hafa yfir búpeningnum, var að sögn fylgjenda hans frá Guði komið, en það hleypti illu blóði í sveitunga Baumanns. Ekki sauð þó upp úr fyrr en hann fór að sýsla með tilraunir á allrahanda vélum. Hann bjó til sprengigildru, sem átti að eyða refum og öðrum skaðsemdardýrum, sem herjuðu bændabýlin, en því miður sprakk vítisvél þessi á röngum tíma og slasaði þrjú börn. Baumann var talinn geggjaður og sendur á geðveikrahæli, en ekki tók betra við, því að ekki leið á löngu áður en hann hafði spanað vistfólkið upp í trúarlegan eldmóð. Þegar honum var hleypt út, ákvað hann að stofna söfnuð „sannra", kristinna • manna. Þetta var upphaf Methernitha-flokksins. Hvert hið raunverulega hlutverk Denise Wolfer, „gyðjunnar", er, vita menn ekki með nokkurri vissu. Safnaðarfólkið kallar hana „Geisti- geversorgerin" sína, sem útleggst sálnahirðir eða eitthvað nálægt því. Nafn hennar er nefnt með ótta- blandinni lotningu, svo sem hún væri eins konar dýrlingur. Enginn veit hver hún raunverulega er eða hvaðan hún kemur. Fáir hafa séð hana, en sagt er að hún sé fertug að aldri og líti út eins og tvítug stúlka. „Síðustu árin," segir Paul Bau- mann, „hefur söfnuður okkar sætt sannkölluðum galdraofsóknum. Við höfum verið ákærð fyrir alls konar glæpi. Við förum ekki fram á ann- að en að fá að lifa í friði — en innan skamms fær heimurinn að heyra sannleikann." Trúarflokkurinn hefur gefið út upplýsingabækling, sem ber titilinn „Töfragarðurinn f Linden." Efni hans er mestmegnis lýsingar á „of- sóknum" lögreglunnar á hendur söfnuðinum. Á honum er að heyra að ekki aðeins lögreglumenn, held- ur lögfræðingar, sálfræðingar, blaðamenn og guðfræðingar hafi sameinazt í stórkostlegu samsæri gegn Methernitha. Paul Baumann bregzt við frem- ur viðkvæmnislega ef minnzt er á sálsýkisfræðinga í návist hans. — Þegar málið varðandi „stolnu gim- steinana" var á döfinni 1959, var hann krafinn um vottorð frá ein- um slíkum — eitt af mörgum dæm- um um „ofsóknir". Þá rannsakaði hann prófessor Hans Walther í Bern. Prófessorinn hefur ekki leyfi til að láta uppi niðurstöður rann- sóknarinnar, en hann hafði þó ým- islegt athugavert að segja um fyr- irbrigðið. „Mín persónulega skoðun er sú," segir hann, „að Metehrnitha sé hæli fyrir andlega frumstætt fólk, sem neitar að horfast f augu við 44 VIKAN 2- raunveruleikann og samþýðast hon- um. Þeir draga sig f hlé út úr þjóð- félaginu, þróa með sér ofsóknar- brjálæði og reyna að endurskapa Edensgarð. Hvers konar álit mund- uð þér fá á manni, sem segði yð- ur að hann stæði í beinu andlegu sambandi við Tíbet?" Hirðingjaþjóð í velferðarheimi Framhald af bls. 19 sín og fóstureyðing er beinlínis ó- þekkt hjá þeim, enda þótt þeir þekki fjölda kraftjurta, er komið geta slíku til leiðar. Hinsvegar sjá þeir ekkert athugavert við að selja þesskonar jurtir „gadjo" — það er að segja konum annarra en Sígauna. Þessi barnaást hefur f för með sér að ógift stúlka, sem verður ófrísk, er engan veginn álitin nokkurt úr- hrak; í því tilfelli er það hið ófædda barn, sem fyrst og fremst er tekið tillit til. Þótt talsvert orð fari af vændis- lifnaði Sígaunakvenna, þá er hann svo sjaldgæfur að heita má að hann eigi sér alls ekki stað. Sígaunakon- ur eru f eðli sínu háttvísar; þótt svo að utankomandi mönnum þyki ef til vill dansar þeirra til þess fallnir að æsa hvatir, þá myndi hver Sígaunastúlka skellihlæja ef slíku væri haldið fram við hana. Sígaunar hafa almennt orð fyrir að vera sóðar og hirðulausir um hárgreiðslu, og það er dagsatt. Dæmigerður Sígauni hefur eðlislæga andstyggð á því að fara f bað. Þetta er sameiginlegt fjölmörgum hirðingja- og flökkuþjóðum hvar- vetna í heiminum. Vatnið er dýr- mæti — of mikið dýrmæti til að sóa því til að skola skít af manns- Ifkömum. Sígauni má ekki fæðast innan- dyra og ekki heldur deyja þar. Þegar hann finnur dauðann nálg- ast, er hann borinn út úr vagnhýsi sínu og verður síðan vitni að eigin dánarvöku, sem hefst nokkrum klukkustundum fyrir andlátið með því að kveikt er á kertum. Lfkið er þvegið upp úr saltvatni og klætt nýjum fötum fyrir „ferðina löngu." [ kistuna með því eru lagðir þeir munir, sem hinn framliðni átti sér kærasta í lifanda lífi, að þeir megi verða honum til dægrastyttingar hinum megin; kannski gamla fiðlan hans, eða þá pípa og tóbakskrukka. Að lokinni jarðarförinni eru eig- ur hins látna brenndar, seldar eða þeim hent. Það þekkist ekki að einn Sígauni erfi annan. Hver þeirra verður að hefjast af eigin afla, og þegar hann deyr, þá „deyja" eig- ur hans með honum. Sé talað við nútíma Sígauna, virðist framkoma hans næsta sér- kennileg, djarfleg og flóttaleg í senn. Bak við hana er óttinn — óttinn við morgundaginn. Sígaunum fækkar með hverju ári sem líður. Á meginlandi Evrópu stórfækkaði þeim á styrjaldarárunum, því að Hitler hafði litlu meiri þokka á þeim en Gyðingum og ofsótti þá að því skapi. í Englandi hafa margir hinna yngri Sígauna losað sig við hús- vagnana gömlu og fengið sér f staðinn vöru- eða sendibíla. Þeir hafa komizt vel áfram í brotajárns- viðskiptum, sem þrífast vel þar f landi. Þeir leita enn út á þjóðveg- ina — en aðeins í nokkrar vikur á ári og hverfa þar í straum annarra sumarleyfisferðalanga. Börn þeirra ganga í skóla með öðrum krökkum og afturhvarf til hins fyrra lífs ætt- bálksins er frá þeirra sjónarmiði óhugsandi — hversu mjög þeir kunna að þrá það. Hin víðfeðma veröld evrópska Sígaunans er að skreppa saman. Hann lifir enn við brjóst náttúr- unnar; segir sögurnar gömlu og syngur hina minnisstæðu, dulúðugu söngva þjóðar sinnar. En synir hans hirða naumast um þann kveðskap. ÞorpiS sem gleymdist Framhald af bls. 18 sið við lauslæti. Tilgangurinn með honum er að tryggja að engin hjón í Staphorst verði barnlaus. Þegar lýst hefur verið með hjóna- efnunum, heimsækja þau nábúana hvern af öðrum. Pilturinn tekur með sér flösku af koníaki en kærastan sykur og þurrkaðar rúsínur til að hræra saman við drykkinn. Einnig skiptast þau á gjöfum. Pilturinn fær sígarettumunnstykki úr silfri og gefur sinni tilvonandi handtösku með lokaspennum úr gulli. Allskonar bannhelgi gildir í sam- bandi við barnsfæðingar í Stap- horst. Hin verðandi móðir verður að hírast heima nokkrar vikur fyr- ir fæðinguna. Þegar hún leggst á sæng, hittir faðirinn verðandi ná- búana að máli, hvern og einn, og segir blátt áfram: „Konan mín er í rúminu." Þorpinu er skipt í nokkur svæði, og íbúar hvers svæðis eru skyldug- ir til að hjálpa hver öðrum eftir þörfum, samkvæmt ævafornum, ó- skráðum lögum. Konurnar aðstoða við fæðingu hvers barns og borða á eftir venjubundna máltíð, sem einu sinni hafði trúarlega þýðingu. Fæðing, hjónaband og dauði. Að baki hvers atburðar í Staphorst er ósýnilegt, aldagamalt vald, vald sem heldur þorpsbúum í blindri hlýðni við reglurnar. Allir þorpsbú- ar hætta vinnu til að vera við jarð- arför, sorgartíminn er þrír mánuð- ir og sorgarbúningurinn er ekki svartur, heldur að mestu hvítur. Sið- inn þann að klæðast hvítu til að tákna dauða og sorg má rekja til Forn-Saxa. Hjátrú Staphorstbúa og helgisiðir þeirra hefur hvorttveggja haldizt svo til óbreytt í þúsund ár. Þorpið stofnuðu nokkrir fiskimenn kringum aldamótin 1200; þeir fluttu inn í land frá ströndum Suðursjávar. Enn- þá gætir erfðabundins ótta fiski- mannanna við storma og illvirðri f mörgum sagnanna gömlu, sem sagðar eru og endursagðar kring- um arineldinn á vetrarkvöldum. En þrátt fyrir gífurlega siðafestu þessa samfélags, berst Staphorst nú fyrir líff sínu. Framþróunin er að brjóta niður aldagamla varnarveggina hraðar en svo að þorpsbúar hafi við að fylla f skörðin. Kreddur ofsatrúar- prédikaranna — „bevindelingen" — eru æ oftar dregnar í efa, og stund- um hlær yngri kynslóðin í þorpinu opinskátt að þeim. Margir yngri bændanna, sem eru óánægðir með markaðinn f Meppel og erfðabundin vinnubrögð við bú- skapinn, vilja nú eignast nýtízku- legri áhöld. Reiðhjólið er ennþá aðalsamgöngu- og flutningatæki þorpsins, en nokkrar hinna auðugri fjölskyldna eiga bíla. Sjónvarpið, það djöfulsins spilverk, eins og prédikararnir kalla það, kynnir þorpsbúum hina stóru, nýtízku ver- öld, sem er utan við litla heiminn þeirra. Margir standa enn af eitilhörku vörð um venjur hins liðna, en þeir halda það ekki út eilíflega. Því líður varla á löngu áður en Stap- horst verður í engu frábrugðið flest- um öðrum hollenskum þorpum. Þetta getur að mörgu leyti kall- ast sorglegt, en hjá því verður ekki komizt. Frá sjónarmiði hinnar upp- vaxandi kynslóðar í Staphorst eru bevindelingen og opkamertje þegar atriði, sem' tilheyra liðnum tíma. Þetta unga fólk hefur fengið á tunguna bragðið af dálitlu, sem hefur ólíkt sterkari áhrif á það en allar gömlu bannreglurnar og stól- ræðurnar um helvíti og kvalirnar. Það hefur fundið keiminn af frels- inu. LAUSN Á 49. KROSSGÁTU =, = = 3 ='= = = = = 1 6 1 a t r é ^ in e 5'=’ 1 j ó s u m = s e g g u r = n 6 1 o lc .= = = = = = = = = = 6læti = glÖp = seigur = at£er£i = sparr S= = = = = = = = = = návistj=6glatt = altóna = = 6'cííte = i = 3ca eintök=vó=gnipa=valin=jagt=snupra=sit=man iöj. a = kron = e = sút = o = a = = barnaskapar = £innmör3c tráss=ónæmir=kartö£lur========g=org==er=i talk.úm=smári = knút= = ó = a=-= = = = s. n.'j ór = á = j öröu = = slá-ga = var = sk = = mundang = = = = = kauöi = l = alkuro st = = unnir = p = okkur = unni= = = = = e£rat = eir=úr.= g l = £arga'k = austur = = kg = = = « = = = = pat = stinnur = = = y£ir = agnarsm. ár?=þvag = = = = = = = = nrskírt=lim = ess serkir = inn = ál£t^ota = =.= = = = *= = u = k6met = askinn lyng = a.ur = óla£ur = mar = = = = = = -’=rauðik = kutara.i erill = r = bræður = kani = =„= = = = ?= = = s,t = = kaisar = pó ‘ganar = mjá = var = lá = g = = = = = = =*= = spunnum = ingva. r t = dð = ku=skil = barnabreksáta=til = erlingurr = = til£ell'i = r = tanna = 6 = £álm=snarl = p = ónn = r = = í uv=eril=nektardansmær=einmani=stóð==skúr= s o g g á mu rneitun = rakaraiðn = aggn = kúð a£lj 6t = l = = =s = = =:s==: = = = = = = = = = = = = = = ang = ia = van = = £jarkio t= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = £irna = 6 = rusl = át=-or£ ts = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = en = = rómanskur = nám = t = = = = =’= = = = = = = = = = = = t= = = = = rges = maur = om = manaöi = = = = = = = = = = = =*= = = ='= = = = = = = á = jólanóttt=urgur = l i= = =vs3 = = = = <^,= = = = = = =‘= = = = = »iðnó = ara = rugl = eðurí ========^=============einráöur=úrslit-t6m

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.