Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 31
gfagáiciue
sjórœitingiim
Framhald af bls. 25
5. KAFLI
Það voru dyrnar inn í hitt herbergið sem opnuðust. Rescator stóð
á þröskuldinum og hélt veggteppinu til hliðar með annarri hendi.
Angelique rétti úr sér og virti hann fyrir sér með iskaldri fyrir-
lítningu.
— Og má ég spyrja yður, Monsieur, hversvegna Þér hafið haldið
mér hér?
Hann svaraði ekki heldur gaf henni bendingu:
—■ Komið þessa leið.
Rödd hans var jafnvel enn daufari en venjulega og hann hóstaði
tvisvar. Henni fannst hann vera þreytulegur. Það var eitthvað breytt
við hann, sem gerði hann .... ekki eins andalúsískan, myndi Monsieur
Manigault hafa sagt. Hann var ekki einu sinni spánskur yfirlitum
lengur. Hún var ekki lengur í neinum vafa um að hann væri fransk-
ur, þótt það gerði hann ekkert aðgengilegri. Rakadropar voru á
grimunni hans, en hann hafði gefið sér tíma til að fara í Þurr föt.
Þegar Angelique kom inn í setustofuna, tók hún eftir því að jakki,
brækur og stígvél, sem hann hafði verið í meðan stormurinn geysaði,
lágu eins og hráviði um gólfið.
Hún minntist þess sem hann hafði fyrir skemmstu sagt við hana
og sagði því:
— Þér eyðileggið þessi fallegu teppi yðar.
— Hverju máli skiptir það!
Hann geispaði og teygði úr sér.
— Skelfing hlýtur það að vera leiðinlegt fyrir karlmann að hafa
eiginkonu sífellt hangandi yfir sér. Hversvegna dettur mönnum í hug
að vera að ganga i hjónaband?
Hann lét fallast í hægindastól við hliðina á borði, sem var rammlega
fest niður í gólfið.
Sjólagið nóttina áður hafði gert það að verkum að flest sem fall-
ið gat hafði gert Það. Angelique varð að beita sig hörðu til að fara
ekki að lagfæra það. Athugasemdin sem Rescator hafði gert sýndi
henni að hann var ekki í sérlega góðu skapi og hann myndi neyta
hvers tækifæris sem gæfist t.il að auðmýkja hana.
Hann bauð henni ekki einu sinni að setjast. Hann teygði frá sér
langa, stígvélaklædda fæturna og virtist vera að hugsa.
— En sú orrusta! sagði hann að lokum. — Hafið, ísinn og þessi
litla hnotskurn okkar i miðju þessu öliu. Guði sé lof að við fengum
ekki storm!
— Fengum ekki storm! endurtók Angelique. ■— Mér fannst öldum-
ar alveg voðalegar.
— Oh! Það var dálítið slæmt í sjóinn. Eh við urðum engu að
síður að vera á mjög ströngum verði.
— Hvar erum við?
Hann lét sem hann heyrði ekki spurninguna og rétti fram hönd-
ina í áttina til hennar. — Látið mig hafa spegilinn, sem þér eruð
með. Mér datt í hug að yður myndi lítast á hann.
Hann velti honum fyrir sér.
— Einn Inkadýrgripurinn enn. Stundum er ég að velta því fyrir
mér hvort Novumbagamunnmælasagan, sé ekki sönn, þegar allt kem-
ur til alls. Stór kastali með turnum úr kristall, veggirnir þaktir með
gullplötum með ígreyptum gimsteinum ...........
Hann var að tala við sjálfan sig.
— Inkarnir höfðu ekkert gler. Myndin í þessum spegli var fengin
með því að núa gullblending með kvikasilfri. Þessvegna eru mynd-
irnar sem hann sýnir jafn auðugar og gull og yfirnáttúrlegar sem
kvikasilfur. Konan sér sig, eins og hún raunverulega er — dásamleg-
an og óraunverulegan draum, þessi spegill er gersamlega einstæður.
Lízt yður á hann? Viljið þér eiga hann?
— Nei, þakka yður fyrir, svaraði hún kuldalega.
— Eruð þér fyrir skartgripi?
Hann dró járnkistil yfir borðið til sin og opnaði þykkt lokið.
— Sjáið bara.
Hann dró upp perlufesti, stói'kostlega dýrgripi, með mjólkurhvít-
um, djúpum gljáa, merland silfurgliti. Eftir að hann hafði haldið
uppi meninu, svo hún gæti séð það, lagði hann það á borðið, tók upp
annað; enn stærri perlufesti, enn gullnari að þessu sinni, en nákvæm-
lega sömu stærð og lit. Perlurnar voru svo margar að það virtist
ganga kraftaverki næst að nokkur hefði nokkurntíma komizt í þá
aðstöðu að geta fest þær saman. Festin hafði náð tíu sinnum utan
um hálsinn á henni og samt náð niður að hnjám.
Angelique horfði eins og utan við sig á þessa dýrgripi. Þeir voru
móðgun við látlausna strigakjólinn hennar, svarta klæðisblússuna, sem
hún var i utan yfir stuttri bómullartreyju. Allt í einu leið henni illa
i þessum íötum.
— Perlur? ..... Ég var með perlur eins fagrar og þessar, þegar
ég var við hirð konungsins, hugsaði hún. — Nei, ekki alveg svona
fallegar, hugsaði hún svo.
Svo leið henni allt í einu ekki lengur illa.
— Það var mjög gaman að eiga svona dásamlega hluti, en belr
•voru manni töluverð byrði, nú er ég frjáls.
— Viljið þér að ég gefi yður eina af þessum festum? spurði Rescator.
Angelique leit á hann, næstum skelfingu lostin.
— Mér? En hvaö i ósköpunum ætti ég að gera við hana í Vestur-
Indíum, þangað sem ferð okkar er heitið?
— Þér gætuö selt hana, i staðinn íyrir að selja sjálfa yður.
Hún kipptist við og fann að hún roðnaði, þrátt fyrir aðrar ætlanir.
Hún hafði svo sannarlega aldrei hitt nokkurn karlmann fyrr, nei,
ekki einu sinni Desgrez — sem í einu andartakinu umgekkst hana
með svo óbærilegri lítilsvirðingu og siðan með jafn viðkvæmnis-
legri hugsunarsemi.
-- Dularfull augu hans hvildu á henni, líkt og augu kattar; svo
allt í einu andvarpaði hann.
— Nei, sagði hann með vonbrigðahreim. — Ég sé enga ágirnd í
augum yðar, ekki vott af þeirri blygðunarlausu ákefð, sem kemur
í augu kvenna, þegar skartgripir eru lagðir fyrir framan þær. Þér
eruð ömurleg.
— Ef ég er svona ömurleg, svaraði hún í styttingi, — liversvegna
haldið þér mér þá hérna fyrir framan yður, án þess svo mikið sem
að sýna mér þá einföldu kurteisi að bjóða mér sæti? Ég get ósköp
vel sagt yður að mér er engin ánægja af því. Og hversvegna hélduð
þér mér fanginni alla nóttina?
— Síðastliðna nótt, svaraði Rescator, — vorum við i bráðum háska
stödd. Ég hef aldrei fyrr séð ísinn svona sunnarlega á þessum slóð-
um, þar sem jafndægravindarnir geta verið mjög varhugaverðir. Ég
haíði ekki varazt þetta og stóð andspænis tveimur hættum i einu,
sem venjulega eru banvænar, þegar þær eru báðar saman, það er að
segja stormi og ís og ekki bætti það úr skák, að það var nótt líka.
Til allrar hamingju, eins og ég hef þegar sagt yður gerðist það, sem
var næstum kraftaverk, að vindáttin breyttist, svo stormurinn náði
aldrei sínum hámarksofsa. Svo við gátum einbeitt okkur að því að
varast ísinn og í dögun höfðum við unnið sigur, en í gærkvöldi stefndi
allt í bráðan voða. Það var þá sem ég sendi eftir yður .....
— En hversvegna? endurtók Angelique skilningssljó. — Vegna
þess að það benti allt til Þess að við myndum sökkva og ég vildi hafa
yöur nálægt mér á banastundinni.
Angelique starði á hann með undrun. Hún gat næstum ekki ímyndað
sér að hann væri að tala í alvöru. Þetta hlaut að vera einn af þessum
óskiljanlegu bröndurum hans.
Til að byrja með hafði hún farið að sofa þessa hræðilegu nótt, án
þess að hafa minnsta grun um að hættan væri svona yfirvofandi
og siðan, hvernig gat hann mögulega sagt að hann hefði viljað hafa
hana hjá sér á banastundinni, þegar hann meðhöndlaði hana með
ódulinni og svívirðilegri fyrirlitningu.
Hún svaraði: — Eruð þér að gera gabb að mér? Hversvegna eruð
þér að hæðast að mér?
— Ég er ekki að gera gabb að yður og ég skal eftir andartak segja
yður hversvegna.
Angelique hressti sig upp.
— En ef allt var eins hættulegt og þér segið, leyfið mér þá að
segja yður að ég hefði heldur kjörið að vera með litlu stúlkunpi
minni og vinum mínum, á slíkri stundu.
— Og sérstaklega með Maitre Gabriel Berne?
— Að sjálfsögðu, sagði hún. — Með Gabriel Berne og börnum hans,
sem ég ann eins og mínum eigin. Gerið svo vel að hætta að meðhöndla
mig eins og ég væri eign yðar og imynda yður að Þér getið gert
það við mig sem yður þóknast.
— En þér vitið að við eigum nokkuð óuppgert okkar i milli og ég
varaði yður við.
— Það getur nú svosem verið, svaraði Angelique og það tók að
þykkna i henni, en i framtiðinni, þegar þér sendið mér boð þætti
mér vænt um að þér gættuð þess að haga yður ekki eins móðgandi.
— Hvernig móðgandi?
Hún endurtók það sem arabiski læknirinn hafði komið til að segja
henni að Rescator óskaði að hún dveldi um nóttina i hibýlum hans.
— En ég átti nákvæmlega við það. 1 hibýlum mínum voruð þér
aðeins .steinsnar frá afturþiljunum, og ef eitthvað hefði gerzt .....
Hann rak upp kaldhæðnislegan hlátur.
— Höfðuð þér ef til vill vonað að boðið þýddi eitthvað annað?
— Ekki vonað, nei, svaraði Angelique hörkulega og galt honum í
sömu mynt, — en ég óttaðist að það gerði það og ekkert á jörðinni
hefði fengið mig til að þýðast jafn ókurteisan mann, mann sem ,......
— Þér hafið ekkert að óttast. Ég hef sagt yður það fyllilega nógu
ljósum orðum að ég hef orðið fyrir djúpum vonbrigðum með hvað
þér hafið breytzt.
— Guði sé lof!
— Ég myndi segja að djöfullinn hefði haft meira með slíka breyt-
ingu að gera! En sú hörmung! Ég man eftir yður sem iðilfagurri
odalisque með sólgullið hár og ég finn konu með skuplu, millistig móð-
ur og abbadisar. Þér verðið að viðurkenna að það er dálítið undar-
legt, jafnvel fyrir marghertan sjóræningja eins og mig, sem hefur
séð sitt af hverju.
— Mér þykir leitt að varan hefur skemmzt herra minn. Þér
hefðuð þá átt að gæta hennar betur, þegar hún var í því lagi sem
liún átti að vera.
— Og ekki vantar hana írekjuna heldur! Og svarað getur hún fyrir
sig! Þér sem voruð svo auðmjúk á þrælamarkaðinum i Candia. Þér
sem höfðuð lotið svo lágt.
Angelique fann aftur til smánarinnar, sem hún hafði verið gagn-
tekin af við þetta tækifæri, þegar hún allsnakin var sett upp á
svið, frammi fyrir lostafullum augum karlmannanna. Og þó er það
versta enn ekki komið, hugsaði hún.
Einkennileg rödd hans titraði af skyndilegir einlægni:
— Ö, Madame du Plessis, þér voruð svo dásamleg með hárið, yðar
einustu skreytingu, augun eins og í ofsóttu pardusdýri, og grimmdar-
merki d’Escraineville, míns góða vinar, á bakinu ......... Þetta fór
yður allt svo miklu betur en þessi nýji miðstéttarhroki ........ Og
þegar þér svo bættuð við því auglýsingagildi að hafa verið hjákona
Frakklandskonungs, voruð þér verð hvers eyris af þessum peningum,
svo sannarlega!
2. tbi. VIKAN 31