Vikan


Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 8
MED BROS A VÖR v_____________________/ W^YRIR liálfu öOru ári eöa svo auglýstum við eftir ■^ góöum innlendum skopsögum, helzt nýjum, til aö salta meö graut tilverunnar í þessum alvarlega heimi. En fáir eru aflögufœr'ir. Þaö er helzt aö menn séu aö dunda viö aö búa til ný nöfn á fyrirbrigöi, sem viö höfum fyrir augunum daglega; allir þekkja dœmi um slik nöfn til dæmis á fyrirbrigöinu AuÖkúlu, ööru nafni Kúlusukk, sem viö opinber tœkifæri er kölluö Iþrótta- höllinni í Laugardal, og mætti skammstafa lH. AÐ er eitt slíkt uppnefni, sem ég get ekki annaö en brosaö aö, og kannski þiö getiö þá glott aö mér, ef ég leysi frá skjóöunni. Þiö kannist sjálfsagt flest viö 'hina frœgu mynd Einars Jónssonar, Útlagann, sem nú trónir viö suöurend- ann á kirkjugaröinum viö Suöurgötu og stefnir á Háskólabíó nokkurn veginn. Háldiöi ekki, aö einhverjir skelmar hafi tekiö upp á þvi aö kalla listaverkiö aldrei annaö en Vísitölufjölskyld- una! Þar sem fjölskyldufaöirinn arkar meö dauöa konuna á öxlinni og veikt barn í fanginu, en horaöur hundur trítlar meö. Þessir sömu 8kelmar segja, aö þaö þurfi einhver aö taka sig til og snúa Vísi- tölufjölskyldunni viö, svo Ihún stefni heldur á kirkjugaröinn en frá honum. ETTA er táknrænt dœmi um káldranálegan og mein- fýsinn íslenzkan húmor, og þess vegna vekur hann meö okkur eins konar bros. '\MIÐ getum líka kímt aö andstœöunni, og þess vegna ætla ég aö tilfæra oröaskifti sonar og móöur ekki alls fyrir löngu. Svo bar til á sunnudagsmorgni, aö snáöinn kom fram l eldhús meöan rhamma hans var aö búa sunnudagssteikina í ofninn. Hann horföi um hríö á læriö og spuröi svo: — Er þetta dýr úr sjónum? — Nei, svaraöi rnarnma hans. — Þetta er kjöt. Þetta er af kind. Sveinninn hugsaöi sig aöeins um og spuröi svo meö áherzlu: — Hefur einhver drepiö kind? Er einhver oröinn brjálaöur. ■^kARNASÖGUR eru oft býsna góöar. Svo er til dœmis sagan af fimm ára hnátunni, sem fékk nýja vetlinga í afmælisgjöf. Hún stakk höndunum ofan í þá eins og lög gera ráö fyrir og fann, aö þeir voru of stórir. Þá varö henni aö oröi: — Þeir eru of stórir, amma mín. Þú hefur víst notaö of langt band í þá. önnur, sem komin var á skólaáldur, sagöi viö mömmu sína aö morgni dags. — Mamma, ég get ekki fariö í skólann í dag. Mér líöur svo hræöilega. — Hvar líöur þér hræöilega, elslcan mín? — 1 skólanum! ^fANNSKI viö bregöum okkur svo beint úr barna- ■* skólanum á gamalmennáhœliö. Þaö var haldinn þar jóladansleikur og Kobbi gamli í Nesi dansaöi flughraöan polka viö Guddu frá Bakka. Gudda garnla skríkti bara lengi vel og lét sér vel lika, en þar kom aö hún hætti aö skríkja og sagöi meö þunga: Kobbi, Kobbi minn, liœttu, 'hættu, þú mátt ekki snúa mér álltaf svona ákaflega! Þá skríkti Kobbi og sagöi: — Te he, gamla mín, er þig fariö aö sundla, kellíng? — Nei, anzaöi Gudda. — Þaö er bara þegar þú snýrö mér ein- lægt svona upp á annan veginn, þá skrúfast af mér tréfóturinn. H&iifcÆfeL• •***- •— j G svo viö rjúkum beint á miöjan áldur næst má til- færa söguna af honum Emil, sem konan kúskaöi. Vinnufélagarnir mönuöu hann upp i aö hætta nú aö láta kerling- una fara svona meö sig en taka þess í staö aö gerast húsbóndi á sínu heimili. — Þegar þú kemur heim, sögðu þeir, — og kerl- ingin skipar þér aö skúra stigann, lemur þú krepptum hnefa í boröiö og segir: Nú er þaö búiö! Jú, Emil fannst þetta þjóöráö og meö þaö fór hann heim. Ekki var hann fyrr kominn inn úr dyrunum, en betri helftin tók á móti honum svo segjandi: Þú kemur of seint! Þú færö ekki bita, fyrr en þú ert búinn aö skúra stigann! Emil dró djúpt andann, lokaöi augunum og skellti hnefanum á boröplötuna: — Nú er þaö búiö, hrein hann. —BúiÖ???? Hvaö er búiö???? — Sápan, vœldi hann aumkunarlega. Hann var heldur kjaftforari, brezki afdaladrengurinn, sem fór aö láta skrá sig í herinn. Hann Vildi endilega fara beint í flotann. Þaö er nú ekki vaninn hjá þeim aö senda piltana svona beint af augum í ákveönar deildir, en sá sem skráöi aö þessu sinni var maöur meö stórt hjarta og þaö á réttum staö, svo hann hugsaöi sér aö reynda aö gera eitthvaö fyrir þennan pilt: — Jáhá, flotann já. Kunniö þér aö synda? — Synda? Hefur ekki flotinn nóga báta handa öllum? Hersögur eru margar góöar. Hún er til dœmis fræg sagan um sænska bóndann, sem liöþjálfinn lagöi þessa spurningu fyrir: — Ef þú værir meö riffil, sem drægi S00 metra, og óvináherdeild'in væri í 315—S20 metra fjarlægö, hvaö myndiröu þá gera? — Tja, svaraöi bóndinn og klóraöi sér í höföinu, eins og bænd- ur í svona sögum gera álltaf, — ætli ég myndi ekki reyna aö trukka svolítiö fastar á gikkinn. .......... - - ! lKLEGA er eklci til jafn mikill aragrúi af nokkrum skoplegum sögum og þeim, sem á einhvern hátt snerta samband kynjanna. Þaö er eins of flest þar aö lútandi sé óskaplega 'hlægilegt. ÞaÖ hefur safnazt upp hérna hjá okkur tölu- veröur stábbi af slíkum sögum, bæöi innlendum og innfluttum. Meira aö segja gáfulegum oröskviöum og spákmœlum. Saman- ber: Sálfræöingur: Þaö er sá, sem viröir fyrir sér állt viöstadda, þegar unaösfögur stúlka gengur í sálinn. AnnaÖ dæmi: Samvizka 8 VEKAN 2 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.