Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 16
UTAN VID LOG OG RETT
SMÁSAGA EFTIR DOUGLAS ENEFER
Næst penlngum voru
konur driff|öðurin í lifi
hans, en svo kom eín
þeirra f veg fyrlr fgár-
málaákvarðanir hans.
Það var svo sem ekki mikið athyglisvert við Brad Holley, að
minnsta kosti ekki neitt sem benti í þá átt að hann hefði lagt á ráð
um hið „fullkomna morð“.
Hann leit á klukkuna. Það voru tuttugu mínútur þangað til hann
þurfti að hitta Önnu Mariu Vanoni á hinu skuggalega veitingahúsi,
fyrir sunnan Washington Square, þar sem þau höfðu haft leynileg
stefnumót, síðan hún elti hann fil Bandaríkjanna frá ítalíu.
Þau höfðu hitzt í fyrsta sinn í kvöldverðarboði, á glæsilegu veit-
ingahúsi, ekki langt frá Via Roma í Napoli. Eina hugsunin sem komst
að hjá honum, frá því hann leit hana í fyrsta sinn, var það að hann
yrði að eignast hana, hvernig sem hann færi að því.
Hann var lítill og grannvaxinn, og pírði nærsýnum augum gegn-
um gullspangargleraugu, en þetta hversdagslega og óákveðna útlit
hans hafði aldrei verið honum fjötur um fót í viðskiptalífinu. Hann
var líka fyrir löngu búinn að veita því athygli að það sem virtist
vera vandræðalegt öryggisleysi hans, laðaði konur að honum.
Næst konum voru peningar aðaldriffjöðrin í lífi hans- Ekki þannig
að skilja að hann hafi nokkru sinni elskað konu, ekki einu sinni
konuna sem hann kvæntist.
Þegar hann hitti Önnu Mariu Vanoni í fyrsta sinn, var hann ekki
kvæntur. Hann var tuttugu og sex ára og hún var níu árum yngri,
fögur og kvenleg á ítalska vísu. Þegar hann horfði í augu hennar
í fyrsta sinn, var hann viss um að hann ætti eftir að ná ástum
hennar....
Hún var honum eftirlát og góð ástmær, og það leið ekki á löngu
áður en hann fann að hún elskaði hann. Hann braut heilann um það
hvernig hann ætti að komast úr þessari klípu, sem fljótlega varð
honum aðeins til leiðinda, og einmitt um það leyti, sem hann var
búinn að fá meira en nóg, sendi fyrirtækið hann til New York.
Hún skrifaði honum í fleiri vikur, ástríðufull bréf, alveg ófeimin
við að tjá honum ást sína. í fyrstu hafði hann gaman að bréfum
hennar, en svo fór hann að fá leið á þeim, og að lokum hætti hann
að nenna að lesa þau.
Sérstaklega eftir að hann hitti Lucy Smith.
Lucy hafði ekki það sem Anna hafði í mjög ríkum mæli, ótrúlega
mikla kyntöfra, en hún átti nokkuð annað, nefnilega peninga- —
Auðæfi.
Áður en þrír mánuðir voru liðnir, var Brad Holley kvæntur Lucy.
Mánuði eftir að þau komu úr brúðkaupsferð til Bermuda, hringdi
síminn á skrifstofu hans, og þegar hann tók upp heyrnartólið, heyrði
hann hása rödd Önnu. Hann varð ekkert skelkaður, en ákvað að
hitta hana, sagði henni meira að segja, að hann væri kvæntur núna.
— Ég er auðvitað ekkert hrifinn af henni, alls ekki hamingju-
samur, — en hún er rík, og krefst þess að koma helming af eignum
sínum yfir á mitt nafn. Hún má ekki frétta neitt um okkur, ekki
fyrr en ég hef fengið umráðarétt yfir peningum hennar, sagði hann.
Þau fóru svo á stefnumót, fyrst tvisvar og svo þrisvar í viku, en
þessi stefnumót fóru fljótlega að verða honum hreinasta kvöl, og
þessutan voru þau stórhættuleg fyrir haxm.
Eins ákveðinn og hann var í upphafi að ná ástum Önnu, var hon-
um nú ljóst að hann varð að losna við hana, og það sem fyrst,
Þá var það að hann datt niður á skýrslur um það, að í lofti, fyrir
utan alla landhelgi, væri ekki hægt að koma við neinum lagaákvæð-
um, sem sagt, ekki hægt að ákæra menn um glæp, eða taka þá fasta,
ef flugvélin var á flugi fyrir utan landhelgi-
Hann var Kanadamaður, Anna var ítölsk, þau gætu verið á flugi
með franskri flugvél. Það eina sem hann þurfti að gera, var að
myrða Önnu, þegar þau væru komin um það bil hjálfa leið. Þá var
enginn sem gat komið lögurn yfir hann, þótt hann yrði staðinn að
verki, en hann ætlaði að sjá svo um að það kæmi ekki fyrir.
— Ég verð að fara ti) Paris í viðskiptaerindum, sagði hann við
hana. — Ég verð burtu í f jórtán daga. Getur þú ekki komið með mér?
— Si! hrópaði Anna, og ljómaði af gleði. — Fjórtán dagar, sem
við getum verið saman og notið ástar okkar!
Holley brosti. — Jæja, svo þér lízt vel á hugmyndina? En það
má enginn sjá okkur saman, þú mátt ekki láta skína í tilfinningar
þínar í flugvélinni, sagði hann í aðvörunarróm. ■—• Það getur ein-
hver verið með sem þekkir mig- Við neyðumst til að láta sem við
þekkjumst ekki. En það er aðeins á leiðinni; þegar við komuna til
Parísar verður allt í lagi.
Og nú var hann á leiðinni til veitingahússins, til að hitta hana og
afhenda henni farmiðann og pöntunarseðil fyrir herbergi, sem hann
hafði pantað á hóteli við Champs Élysées.
Þau óku svo, sitt í hvorum bíl, út á flugvöllinn, og fóru, sitt í
hvoru lagi, inn í flugvélina. Hann hafði komið því þannig fyrir að
sæti þeirra voru langt frá hvort öðru, en þegar hann leit upp, sá
hann að hún hafði snúið sér við í sætinu, til að horfa til hans. Hann
ákvað að hann skyldi ekki líta upp aftur.
Þrem mínútum áður en flugvélin tók af stað, kom síðasti farþeg-
inn um borð, og svaraði ávarpi flugfreyjunnar með málmhvellri
rödd.
Hver einasta taug í líkama Brads Holley stríkkaði, eins og spennt-
ur stálvír. Honum fannst sem ískaldar hendur þrýstu að sér á alla
vegu, og hann þorði ekki að líta við. Á einhvern hátt varð. hann að
róa sig, áður en Charles Smith kæmi auga á hann.
Hann fann það á sér að Smith stóð ennþá við dyrnar. Svo heyrði
hann skref hans nálgast. Holley var orðinn rólegur á ytra borðinu,
hann leit upp og sagði: -— Nei, ert það þú, Charley. Hvað ert þú
að gera hér?
— Ég var kallaður til Paris, vegna fyrirtækisins, með augnabliks
fyrirvara, sagði Smith. — Ég hélt að ég kæmist ekki með þessari
vél, en einkaritarinn minn gat bjargað því.
— Það er svei mér gott að fá félagsskap, sagði Holley og brosti
glaðlega-
— Já, sagði Charley Smith, og röddin var hljómlaus. — Það var
ég líka að hugsa um.
Hann tók sér sæti hinum megin við hliðarganginn, en leit áður í
kringum sig í vélinni. Holley tók eftir því að Anna hafði líka snúið
sér við, en þau létu ekkert bera á því að þau þekktu hvort annað,
svo það var í lagi.
Flugvélin steig upp gegnum skýin, upp í blátt, óendanlegt tómið
og glitrandi sólskin.
16 VIKAN 2- tbl’