Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 40
■
Nýjar ger8ir af sjónvarpstækjum fró GRUNDIG
Radiostifa Wœm oo Þersteios
Laugavegi 72 — Símar 10259 og 15388
innar sem áróðursvopn í því
skyni að sleikja sig upp við
Þjóðverja, en þá þegar voru
vopnabræðurnir fyrrverandi
farnir að keppa um vináttu
hinna marghötuðu óvina. Tóku
nú áróðursmálgögn Rússa og að
sjálfsögðu kommúnista um all-
an heim að vekja athygli á loft-
árásinni á Dresden sem hroða-
legum stríðsglæp, sem hún auð-
vitað var, og bentu á hana sem
dæmi um illmennsku Vestur-
veldanna almennt. Svo langt
gekk hneykslun Sovétmanna á
þessu stórvirki bandamanna
sinna að þessir hundheiðnu
bolsar létu hringja öllum kirkju-
klukkum á hernámssvæði sínu
stundvíslega klukkan tíu mín-
útur yfir tíu þrettánda febrúar
1946, á ársafmæli árásarinnar.
Vesturveldanna megin brá
mönnum heldur ónotalega við
klukknahljóminn og var grip-
ið til þess ráðs að kenna Sovét-
mönnum um illvirkið; var haft
fyrir satt að árásin heföi verið
gerð samkvæmt beiðni rúss-
neskra hernaðaryfirvalda. Það
er að líkindum lýgi; ekkert
bendir til að Sovétmenn haíi
haft neinn sérstakan áhuga á
því að á Dresden yrði ráðizt úr
lofti, hvað þá að þeir hafi mælzt
til þess af bandamönnum sínum,
í Bretlandi voru menn þá þeg-
ar farnir að bera nokkurn kinn-
roða vegna árásarinnar, sem
nú var vitað að ekki hafði ein-
ungis í framkvæmd orðið við-
urstyggilegt fjöldamorð á varn-
arlausu fólki og eyðing ómet-
anlegra menningarverðmæta,
heldur og gagnslaus með öllu.
Sem fyrr hafði verið kunnugt var
borgin að mestu þýðingarlaus
hernaðarlega, enda er ekki vit-
að að árásin hafi lamað við-
námsþrótt Þjóðverja að því
marki að stytta stríðið um einn
dag, hvað þá meira. Eins og
venjulega við slík tilfelli var nú
farið að svipast um eftir hent-
ugum blóraböggli og varð þá
Sir Arthur Harris fyrir valinu.
Sem ljóst má vera af framan-
skráðu, fór því fjarri að flug-
marskálkurinn ætti einn hlut
að þeirri sumpart til-
viljanakenndu atburðakeðju,
sem leiddi til árásarinnar; með-
al annarra, sem bera drjúgan
hluta ábyrgðarinnar, má nefna
þá Sir Charles Portal, formann
flugherráðsins brezka, Sinclair
flugmálaráðherra og sjálfan Sir
Winston Churchill. Churchill er
áberandi fáorður um Dresden í
endurminningum sínum og sýndi
viðleitni til að þvo hendur sín-
ar af atburðinum, þótt hæpið sé
að honum hafi lánazt það verk
betur en Pílatusi forðum. En til-
burðir hans og annarra til að
hvítþvo æru sína dugðu þó til
þess að sverta mannorð Harris-
ar að vissu marki, enda var
þessum fáláta stríðsgarpi fjarri
skapi að reyna hið minnsta að
40 VIKAN
2. tbl.