Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 2
er merkið í snjóhjólböróum
CHEVROLET
BÍLABÚÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900
Von til sölu
Það er hverjum manni nauð-
synlegt að líta björtum aug-
um á tilveruna, hvernig sem
högum hans er háttað, — lifa
stöðugt í von um betri tíð með
bicm í haga. Margir lifa allt-
af í von um betri fjárhagslega
r.fkomu. Og það er svo ein-
kenniiegt með lífsgæðin, að
því meira sem mönnum tekst
að höndla af þeim, því hærri
verða kröfurnar. Menn verða
seint svo ríkir, að þeir geti
ekki látið sig dreyma um enn
meira. Þegar þeir hafa eign-
azt íbúð í blokk, vaknar löng-
unin til að krækja sér í bíl.
Þegar bíllinn er kominn, tek-
ur draumurinn um einbýlis-
hús við. Og þegar einbýlis-
húsið er orðið að veruleika,
væri gaman að eignast einka-
flugvél. Þannig rekur hvað
annað. Veraldleg gæði eru
því miður með því marki
brennd, að þau eru girnileg-
ust á meðan maður hefur
ekki efni á að njóta þeirra.
Með nútíma auglýsinga-
tækni er daglega verið að níð-
ast á þessari von manna um
aukin veraldleg gæði. Varla
er hægt að opna blað, án þess
þar sé auglýst von til sölu:
E'nbýlirhús eða bíll af beztu
gerð eða milljón krónur í pen-
ingum — fyrir aðeins hundr-
að krónur, ef heppnin er með!
Hér á landi starfa mörg fé-
lög. Og það er ómerkilegt fé-
laP. sem ekki efnir til happ-
drættis til ágóða fyrir starf-
semi sína. Mörg þessara fé-
laga vinna að mannúðarmál-
um. Þeim peningum er vel
varið, sem happdrætti þeirra
gefa í aðra hönd. En er ekki
h-’ppdrættafarganið komið út
\ hreinar öfgar? Er ekki til
dæmis of langt gengið að ota
að mönnum happdrættismiða
með símanúmerinu þeirra, og
hóta að hringja í vinnings-
númerið að drætti loknum?
Jú, það er í eðli sínu smekk-
laust að bjóða til sölu hlut-
deild í von um aukin verald-
leg gæði. Sannarlega væri
æskilegt að afla góðum mál-
stað fjár með einhverjum öðr-
um hætti. G. Gr.
2 VTKAN 4 tbl