Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 13
Hér birtum við myndir af nokkrum bandarískum hljómsveitum, sem skutu upp kollinum á árinu 1967. Sumar höf- um við heyrt nefndar, en aðrar eru lítt eða ekki þekktar hér á landi. Allt eru þetta hippahljómsveitir og flest allar frá San Fransisco. „Mothcrs of Invcntion" er sennilega þekktasta bandaríska hippahljómsveitin. Þessir furðufuglar sendu nýlega frá sér hæggenga hljómplötu, og hefur mikill styrr staðið um hana. Fyrirliði hljómsveitar- innar, Frank Zappa, er efst til vinstri á myndinni. Hljómsveitin „The Moby Grape“ var stofnuð fyrir tveimur árum — og hún er frá San Fransisco. Þess- ir náungar eru þekktir fyrir lagið „Hey Grandma". Hljómsveitin „Thc Frce Spirits" er frá New York og fyrirliðinn, Larry Coryell, lýsir músikinni, sem þeir félagar flytja, sem samblandi af jazz, þjóðlaga- músik og rokki og róli. Komið hefur út hæggeng hljómplata, sem heitir einfaldlega „The Free Spir- its“. Þessir náungar nefna sig „Love“, og þeir eru frá Los Angeles. — Á nýjustu hæggengu hljómplötu þeirra (sem heitir Love) er meðal annars lagið „Revelation" (opinberun), en flutningur þess stend- ur yfir í 18 minútur og 57 sekúndur. Þyklr þetta lag vera dæmigert fyrir hljómsveitina. Þessi hljómsveit nefnist „The Doors". Komið hefur út hæggeng hljómplata, sem ber heiti hljómsveitar- innar, en þekktust er hljómsveitin fyrir lagið „Light my fire". Þetta er „Jefferson Airplane", sem er í hópi betri hippahljómsveita. Á plötum þessarar hljómsveitar hafa farið saman frumlegar útsetningar og frábærar upptökur. Þar er stúlka með í spilinu, þvi engin flugvél getur án flugfreyju verið. Við gátum um það á sínum tíma að Sven Erik Magnússon, söngvari sænsku hljóm- sveitarinnar Svcn Ingvars, væri að lcika í nýrri kvikmynd, sem gcrð hafi verið sér- staklega fyrir hann og hljómsveit hans. — Mynd þcssi var frumsýnd á síðustu jólum, og hér sjáum við aðalleikendurna — Sven Erik og Brittu Pettersson. Vonandi verður þessi kvikmynd sýnd hér áður en langt um líður. ^______________________________________________ý r i Hér kemur nokkuð síðbúin áramótakveðja frá lvljómsveitinni Póló á Akureyri. Iíljómsveitin hefur sem kunnugt er sent frá sér tvær ágætar hljómplötur, og lagið „Glókollur' var. áreiðanlega vinsælasta innlenda dægurlagið á árinu 1967. Erla Stefánsdóttir, sem sungið hefur með hljórn- er það sarakvænit sveitinni um nokkur skeið, hefur nú dregið sig í hlé, og íæknisráði. Vonandi tekst Póló að krækja sér í annan kraft. Hljómsveitin á marga fylgjendur um land allt, sem bíða eftir nýrri hljómplötu •N 4. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.