Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 37
TRABANT
bifreiðir vöktu á síðastliðnu ári mikla athygli. Erlend blöð og tímarit hafa oft getið þeirra.
FAMILIE JOURNAL skrifar um þá þann 7. nóvember, tölublað númer 45. TRABANT
stendur sig vel. Arangur TRABANT bifreiða í mörgum kappökstrum hefur verið undra-
verður. í 1000 vatna keppninni í Finnlandi komu TRABANTARNIR í mark 3—4—5 og 6.
sæti. Þetta var glæsilegur árangur, þar sem ökumenn TRABANT bifreiðanna höfðu ekki
tækifæri til að æfa sig fyrir keppnina. Vegalengd kappakstursins var 1.836 km og aðeins
ca. 55% af þeim bifreiðum sem fóru af stað enduðu keppnina.
Þess má geta að í þessari keppni tóku þátt bifreiðar af öllum stærðarflokkum.
TRABANT er ávallt fyrirliggjandi.
TRABANT er ávallt ódýrastur bæði í rekstri og innkaupi.
TRABANT hefur meðmæli tryggingafélaga.
TRABANT er allstaðar.
Einkaumboð: TRABANTUMBOÐIÐ
Ingvar Helgason
Tryggvagötu 8 — Reykjavík.
v
í gólfinu. Ég óttaðist, að einhver
leigjandinn heyrði það, færi á
stúfana og héldi, að innbrots-
þjófur væri á ferð.
Kvöld nokkurt, þegar ég var
í vinnunni og var að binda vör-
ur á bílpall, varð reipi eftir á
pallinum. Af einhverri ástæðu
tók ég það og fór með það heim
í herbergið mitt. Ég sat lengi á
rúmfletinu og batt hnúta á það.
Mér var einhver fróun í því.
Þegar ég fékk kaupið mitt
næst, var gulur seðill í umslag-
inu. Á honum stóð með kurteis-
legu orðalagi, að fyrirtækið ósk-
aði ekki eftir að hafa mig leng-
ur í þjónustu sinni. Nokkrum
sinnum hafði verið kvartað yfir
því, að of oft kæmi fyrir, að
mér yrðu á mistök í starfi mínu.
Ég hafði ekki skeytt því neinu.
Ég hafði aðeins yppt öxlum.
Svo undarlega brá við, að þessi
uggvænlegu tíðindi höfðu engin
áhrif á mig. Þvert á móti fannst
mér eins og þungu fargi væri af
mér létt. Það var eins og ákvörð-
un, sem ég hafði lengi forðast að
leiða hugann að, hefði verið tek-
in fyrir mig.
Það rigndi þetta kvöld. Ég
gekk heim frá vinnu minni og
hugsaði stöðugt um loftið. Ég var
feginn að vera laus við hávað-
ann og erilinn í vöruhúsinu. Mér
fannst notalegt að hugsa til
þeirrar kyrrðar og friðsældar,
sem ríkti á loftinu. Þar var að
vísu afar kalt, en ég lét það ekki
á mig fá. Ég var tekinn að venj-
ast kuldanum.
Þetta kvöld sat ég fram yfir
miðnætti á rúminu mínu og
hnýtti reipið mitt. Síðan læddist
ég fram á gang og klifraði upp
á háaloft. Ég kveikti á perunni
og sat lengi hreyfingarlaus á
beygluðum þvottapotti. Þegar
augu mín höfðu vanizt hálfrökkr-
inu, sá ég greinilega járnkrók-
inn yfir höfði mér. Ég furðaði
mig á, hversu langan tíma það
hafði tekið mig að skilja mikil-
vægi hans. Hann var auðveld
lausn á öllum vandamálum. Ég
taldi mér trú um, að það væri
með öllu tilgangslaust að halda
baráttunni áfram. Ritstörf mín
höfðu engan árangur borið. Mér
hafði verið sagt upp vinnunni og
ég hafði enga von um að fá ann-
að starf. En verst af öllu var,
að ég hafði ekki lengur neina
löngun til að lifa. Starfsþrek mitt
og bjartsýni höfðu einfaldlega
fjarað út. Mér fannst hlægilegt
að skrimta áfram í stöðugri fá-
tækt og basli.
Ég stóð á fætur og lagði af
stað niður til þess að sækja reip-
ið.
Ég var næstum kominn að her-
berginu mínu, þegar brakaði hátt
í gólfinu. Dyr opnuðust og ó-
frýnilegt andlit birtist. Sérhver
dráttur þessa glottandi andlits
lýsti tortryggni og efasemdum.
Ég sá þetta andlit enn fyrir
mér, þegar ég var kominn inn í
herbergið mitt og hafði læst að
mér. Ég fann til niðurlægingar
og reiði. Mér var ljóst, að mér
mundi aldrei takast að fara aft-
ur upp á loftið þessa nótt. Var
hvergi afdrep að finna í þessari
bölvuðu veröld, þar sem einmana
sál gat gefið sig á vald gleymsku
og kyrrð?
Reiðin ólgaði í brjósti mér. Ég
bölvaði þessum viðurstyggilega
náunga, sem hafði eyðilagt áform
mitt. Ég sat lengi á rúminu, en
datt loks út af örmagna af þreytu
og smán — og steinsofnaði.
Ég fór ekki út úr herberginu
allan næsta dag. Ég borðaði ekk-
ert, nema fáeinar kexkökur og
vatn. Ég beið með óþreyju eftir
nóttinni.
Loks tók að dimma og kyrrð
færðist yfir húsið. Klukkutíma
eftir klukkutíma sat ég hreyf-
ingarlaus og beið. Loks var kom-
ið miðnætti. Myrkur og þögn
höfðu breitt mjúka vængi sína
yfir þetta fátæklega hús. Ég stóð
á fætur og læddist fram á gang-
inn með reipið í hendinni
Þegar ég nálgaðist stigann upp
á háaloft, tók að braka í gólfinu,
ekki hátt að vísu, en nóg til þess,
að einhver gat heyrt það. Mér
varð hugsað til ófara minna nótt-
ina áður og ofsabræði náði tök-
um á mér. Ég ætlaði svo sannar-
lega ekki að láta trufla mig í
annað sinn!
Mér varð litið niður á skóna
mína. Þá var eins og andinn
kæmi loks yfir mig. Ég beygði
mig niður og tók að leysa reim-
arnar. Það gaf auga leið, að betra
var að læðast á sokkaleistunum.
Auk þess þurfti ég ekki á skón-
um að halda framar.
Ég hafði læðzt fáein skref á
sokkaleistunum, þegar undarlegt
atvik gerðist. Því verður í raun-
inni ekki með orðum lýst. Það
var engu líkara en ég vaknaði
allt í einu af dásvefni. í einu
vetfangi tókst mér að losna úr
greipum annarlegra afla, sem
náð höfðu heljartökum á huga
mínum.
Ég starði með skelfingu á reip-
ið í hendi minni. Kaldur sviti
spratt fram á enni mínu. Ég tók
að hríðskjálfa. Ég hljóp í hend-
ingskasti aftur inn í herbergið
mitt. Hvað hafði komið fyrir
mig? Ég var ungur og hraustur
og langt líf með ótal tækifærum
beið mín. Það var engin ástæða
til að láta hugfallast, þótt ég
hefði misst illa launaða erfiðis-
vinnu, sem ég hafði ímugust á.
Og þótt mér hefði ekki tekirt að
selja neina af sögum mínum,
hafði ég fengið birt eftir mig eitt
kvæði! Ég gat fengið annað og
4. tbi. VIKAN 37