Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 36
 .''Ví ■■%5S8Z&#*:. -X • ■- - .'-'-nvv -,"“X ’S"— g|ggg| •1" ’'i Leiðin upp á loft Fyrir nokkru var næturklúbburinn svo opnaður ó ný. Madame Julietta var, eins og óður, við barinn. Hljóm- sveitin lék undir dansi fyrir nokkr- ar hræður. Englendingur sat við borð og drakk sig fullan í pernod. Á veggnum var stóra myndin af Alain Delon ennþó ó veggnum. Hann hafði skrifað með yfirlætis- legri rithönd, fyrir neðan myndina: — Til Lili og Mémé, með hjartans þakklæti fyrir alla vináttu og að- stoð. Ykkar einlægur Alain Delon. ( hverfinu bak við La Mediterr- anée var ríki Guerini bræðranna. Gleðikonurnar á Rue Saint-Saens voru undir stjórn bræðranna. Þær hafa aðalaðsetur á bar Pascals, L'Artistic, við Rue Moliére. Það er látlaus staður og ölið kostar tvo og hálfan franka. Hinum megin við hornið liggur Paradou, 100 metrum frá óperunni. Það er einkaklúbbur, eingöngu ætlaður kynvillingum. Svo eru aðrir barir, eins og t.d. La Pontiniere og Le Perroquet, eru vel búnir gleðikonum. Le Punch, beint á móti óperunni, er diskotek, þar sem dansinn er stiginn til morguns. Glæsilegasti klúbburinn er Le May- fair, bæði hvað búnað og viðskipta- vini snertir. Næturklúbbur Antoines, Versailles, er lokaður. Af tilviljun fór ég inn á hótelið Résidence du Vieux Port, sem er við höfnina. Guerini bræður áttu hótelið. Mémé og Antoine tóku þar á móti hefðarfólki, stjórnmálamönn- um og auðkýfingum. En Mémé, — snobbin, milljóna- mæringurinn og yfirmaður glæpa- lýðsins í Marseilles, kernur aldrei til með að standa frammi fyrir sín- um jarðnesku dómurum. Hann þjá- ist af lungnakrabba á háu stigi og á skamman tíma eftir ólifaðan . . . ☆ og síðar að senda hana á öruggan stað einhversstaðar í Frakklandi. Guerini myndi áreiðanlega hefna sín grimmilega á henni, ef hann vissi hvar hún væri. 3. ágúst voru Marcel Fillot, Jean Kapikain og Emile Murat, teknir fastir Til að bjarga sjálfum sér sögðu þeir frá skargripaþjófnaðin- um og fundinum á Bar des Amis. Daginn eftir voru svo Mémé og fylgifiskar hans handteknir í næt- urklúbbnum La Mediterranée. Glæpamannaforinginn urraði af reiði framan í lögregluforingjann: 30 YIKAN 4- tbl' — Þú átt eftir að iðrast þessa, drengur minn! Mémé gerði mestu skyssuna, þeg- ar hann hélt að Mandroyan hefði myrt Antoine. Mennirnir á mótor- hjólunum hafa aldrei fundizt, Guy Denis ieitar þeirra ennþá .... Nú hafa hinir slóttugu Guerini bræður misst algerlega völdin yfir glæpamannalýð Marseilles. Antoine hefur verið myrtur, Mémé situr í fangelsi, Pascsl er flúinn, og Pierre, Lucien og Francois eru alls ekki færir um að taka upp þráðinn. Felix, sonur Antoines, er allt of ungur og óreyndur til að sjá um fyritæki föður síns. Nokkru eftir morðið spurði hann móður sina: — Er það satt sem stendur í blöð- unum, að pabbi hafi verið glæpa- mannaforingi? — Nei, sagði hún, — hann var fjármálamaður. Það getur líka ver- ið lífshættulegt. Að öllum líkindum verður það hin Ijóshærða, laglega Alice, sem tekur að sér stjórnina á tyrirtækjum Guerlnis. Guy Denis lét loka La Méditerr- anée, eftir handtökurnar 4. ágúst. Framhald af bls. 17. tmdrandi, þegar ég kom auga á hann. Satt að segja fór um mig undarlegur fiðringur biandinn kynlegri eftirvæntingu. Það var eins og ég hefði alltaf vitað, að hann væri þarna. Eftir þetta fór ég upp á loft á hverri einustu nóttu. Myrkrið og draugalegt útlit loftsins hæfði vel andlegri líðan minni. Fg sat þarna lengi eins og ég væn að bíða eftir einhverju. Ég vissi ekki hvað það var. Þó virtist mér eins og eitthvað væri smátt og smátt að gerast innra með mér. Ég var löngu hættur að skrifa og vann hugsunarlaust í vöru- húsinu. Nýir leigjendur komu og fóru, en veittu mér enga at- hygli. Frú Midgelington var alltaf þreytt á kvöldin og fór snemma að sofa. Ég var sann- færður um, að hún hafði aldrei heyrt, þegar ég var að læðast upp á loftið á nóttunni. Það var aðeins eitt, sem ég hafði áhyggj- ur af. Sums staðar brakaði hátt SILDAR- SALTENDUR THERMOBLOC Forðizf storskaða vegna frosts a síldinni. Með því að nota THERMOBLOC-lofthitunartæki FRÁ GLÓFAXA í fiskverkunarhúsum yðar, getið þér hitað upp vinnu- og geymslusali fyrir síldina og verið öruggur um að ekkert skemmist af frosti. Auk þess getið þér notað sömu tæki við aðra fiskverkun. — Leitið upplýsinga. — Full- komin verkfræðiaðstoð. GLOFAX HF. Armúlci 24. Símar 34236 og 35336.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.