Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 9
— Jú, hann var það, en gófur hans voru ókaf- lega fræðilegar og samt var hann skóld. Honum lét heldur ekki vel að tala við menn. — Lét honum ekki vel að gegna starfi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna? — Ég get ekki sagt að ég hafi fylgzt svo mik- ið með því að ég sé fær um að segja nokkuð um það. En einn af mínum beztu vinum sagði mér að hann hefði róðlagt Dag að þegar hann væri kominn til New York til Sameinuðu þjóð- anna skyldi hann alltaf líta á sig sem ráðuneyt- isstjóra en ekki ráðherra eða pólitíkus er bein- línis mótaði heimsstjórnmálin. Ég hygg að þetta hafi verið einstaklega viturleg ráðlegging því meðan hann skoðaði sig sem skrifstofustjóra fór allt starf hans vel, en svo lenti hann í árekstrum við Rússa og greri aldrei um heilt. Ekki þori ég að segja hvort það var að nokkru Dag sjálfum að kenna. Málin geta þróazt óheppilega. Ég hef lesið bók hans „Hugsanir" og ég get ekki varizt þeirri hugsun að guðspeki hefði einmitt getað kennt honum margt sem hann var að leita að í óljósum kveðskap skáldanna. — Þú fórst frá Svíþjóð til Þýzkalands? — Já, 1955. Um það leyti má segja að land- ið væri að rísa úr rústum. Stjórnarskrifstofur voru mikið í bráðabirgðahúsnæði, en það var nýbúið að byggja utanríkisráðuneytið. Menn héldu að það yrði alltof stórt, en þar varð fljótlega hver kompa notuð. — Kynntist þú Konrad Adenauer kanslara? — Ég held satt að segja að enginn hafi kynnzt honum, en við töluðumst oft við. Jafnvel nán- ustu samstarfsmenn hans viðurkenndu að þeir þekktu hann ekki. Hann var mjög hrifinn af bókum Jóns Sveinssonar, Nonna, og las þær fyrir börnin sín á kvöldin. Hann fékk mikla ást á Islandi og einn af nánustu samstarfsmönnum hans sagði mér að hann hefði eiginlega aldrei séð Adenauer jafn glaðan og þegar hann var hér á íslandi hluta úr degi og fór austur á Þing- völl. ' — Úr því að þú minntist á Jón Sveinsson máttu til að segja mér eitthvað af honum. Þú hefur áreiðanlega heyrt fólk tala um hann á þinni löngu dvöl í ýmsum Evrópulöndum. — Jón Sveinsson hefur haft ákaflega mikla þýðingu fyrir ísland, skapað af því Ijúfa mynd í hugum fólks út um allan heim. Ég kynntist dá- lítið manni sem hafði ferðazt með honum víða. Eins og þú veizt var Jón Jesúíti, og það þýddi að hann mátti aldrei eignast tvíeyring, varð al- veg að lifa í umsjá reglunnar. Ef hann þurfti að fara eitthvað fékk hann peninga fyrir sporvagns- gjöldum og eins fyrir almennum fargjöldum, en ekki eyri þar fram yfir. Hann var kennari víða, aðallega í Danmörku, en þegar hann var orð- inn 52 ára, var hann orðinn svo yfirkominn af gigt að hann gat ekki sinnt kennslustörfum leng- ur og var þá búinn staður á einhverju elliheim- ili f Þýzkalandi. Þá var það að hann skrifaði fyrstu Nonna-bókina sér til dundurs. Handritið lá hjá Herders-forlaginu í tvö ár og enginn skipti sér af því. Svo kom einhver utanaðkomandi mað- ur og rakst á það og benti eiganda forlagsins á að þarna væri handrit sem hann skyldi lesa og gefa út. Og það varð úr að bókin var gefin út. Jón var þá orðinn 55 ára og hélt að sínu hlutverki í lífinu væri lokið. En það varð stór- kostleg sala á bókinni, og er talið að hann hafi skapað nýjan stíl í barnabókum. — Hver hirti gróðann? — Forlagið, sennilega, hefur vafalaust grætt milljónir marka á Nonna, því ekkert mátti hann eignast sjálfur, höfundarlaunin runnu til Jesúíta- reglunnar. Forlagið varð náttúrlega alveg óseðj- andi, bað hann að skrifa meira, og það gerði hann eins og öllum er kunnugt. Nú var það svo um Jón að hann hafði ákaflega gaman af að ferðast, og þá fann forlagið upp það bragð að vera alltaf að senda hann í ferðalög um heim- inn og þennan mann sem ég kynntist með hon- um. Jón átti náttúrlega ekkert og mátti enga peninga hafa undir höndum fyrir sjálfan sig, umfram það sem þurfti til að greiða brýnustu nauðþurftir, en þessi maður borgaði allt fyrir hann svo þeir gátu búið á sæmilegum hótelum. Jón bað hann stundum um að kaupa neftóbak í allmörgum litlum kramarhúsum til þess að gefa gömlum reglubræðrum, og um það sagði hann: ,,Þeir skilja ekki í reglunni að þegar maður er orðinn blindur þarf maður að geta tekið í nefið." Sú mynd sem Jón Sveinsson hafði búið til af Islandi hreif Adenauer kanslara, og áhugi hans á Islandi dvínaði aldrei. — Varst þú þessa áhuga hans var? — Já, sannarlega. Ég get ekki annað en dáðst að honum fyrir hve honum tókst að halda sér andlega vakandi þrátt fyrir háan aldur og mik- ið erfiði. Hann hélt upp á afmælisdaginn sinn og varð þá klukkustundum saman að standa og taka á móti fólki. Heimsóknir byrjuðu kannski klukkan 7 um morguninn. Ráðherrarnir úr stjórn- inni komu, síðan komu kannski einhverjir barna- kórar frá hinum og þessum skólum að óska honum til hamingju með því að syngja fyrir hann einhver falleg lög sem þeir höfðu æft. — Þegar við komum, erlendu fulltrúarnir, var hann búinn að standa í þvílíku ati í fjórar klukku- stundir eða meira. Svoleiðis lagað er mjög þreyt- andi, vera alltaf að sjá ný andlit, taka f hönd- ina á fjölda manns og segja eitthvert vingjarn- legt orð við hvern. Einhvern tíma þegar svona stóð á kom ég til hans í biðröð með öðrum sendi- herra, en þá vaknaði strax áhugi hans á íslandi og hann fór að spyrja mig um hvernig kosning- arnar hefðu farið. Island hefur ekki átt marga betri vini. Þegar þeir Olafur Thors forsætisráðherra og dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra komu til Þýzkalands í opinbera heimsókn gaf Olafur honum Grágásarhandrit Ijósprentað. Adenauer bað hann að skrifa eitthvað á bókina, og Olafur skrifaði á saurblað bókarinnar: „Það er upphaf laga á íslandi að allir menn skulu kristnir vera". Þetta þótti Adenauer vænt um. Hann var sannkristinn maður. — Mig minnir að ég hafi heyrt þig tala um Lubke forseta Þýzkalands. Hann var einn af ráð- herrum Adenauers um þetta leyti? Framhald á bls. 41 4. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.