Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 14
— Hún veröur í roti í nokkrar
klukkustundir í viðbót.
Modesty sá að hann hafði nú
dreift átta af skriðdrekavarnar-
sprengjunum tíu ofan á birgða-
kassana, víðsvegar um hellinn, en
þeer sem eftir voru, voru ofan á
aðalsprengistaflanum, og hinum
sprengiefnunum, sem þau höfðu
raðað upp innst í hellinum, fast
við vegginn.
— Get ég hjálpað, Willie vinur?
— Sannarlega, Prinsessa. Hann
tuttugu mínútur, en maður getur
reiknað með fimm mínútum af eða
á. Þær eru ekki svo nákvæmar.
Hann tók tímakveikjurnar. Þær
voru í þunnu blýhulstri. I hverri
kveikju var glerhylki, og þegar það
var brotið rann sýra úr því. Sýran
át sig í gegnum málmtappa og
þegar málmtappinn lét undan, þaut
kveikja undan gormi upp í topp-
inn og kveikti í öllu saman.
Willie steig ofan á endana á
tímakveikjunum, þeim megin sem
að hleypa af á Modesty.
Hann gekk nær og nam staðar
um sex skref frá Modesty.
A sama hátt, skaltu ekki einu
sinni láta þér detta í hug að grípa
til Coltbyssunnar á mig, elskan. Þú
myndir ekki hafa það af.
Hún svaraði ekki strax. Utundan
sér fylgdist Willie með hönd henn-
ar, þá sem að honum vissi. Hann
sá hana mynda hring með þumal-
fingri og vísifingri, en hinir fing-
urnir þrír bentu beint til jarðar.
EFTIR
PETER O'DONNEL
FRAMHALDS-
SAGAN
26.HLUTI
Eins og í kvikmynd,
sem sýnd er allt of
hægt, var eins og allur
klettakamhurinn
klofnaði í smá búta.
var að tengja cordtex spotta við
hverja sprengju, og þegar hann
hafði lokið því, reif hann plast-
sprenguna í tvennt og rétti henni
helminginn. — Settu annan endann
að cordtexþráðunum, yfir hverja
sprengju og vefðu hann svolítið
utan um. Slíttu svo bita af plast-
sprengjunni og þrýstu henni ofan
yfir cordtexið.
— Eru engar kveikjur í sprengj-
unum?
Hann glotti: — Nei, við þurfum
ekki á þeim að halda, ekki nema
á þessar tvær, á aðal hrúgunni. —
Settu sprengjurnar fjórar hérna
megin, ég skal sjá um hinar.
Þegar þau höfðu lokið því af,
safnaði hann saman löngu endun-
um af cordtex þráðunum og gekk
að aðalsprengiefnastæðunni.
— Haltu aðeins hérna í endann
fyrir mig, Prinsessa.
Hún gerði sem hann bað. — Hvað
ætlastu fyrir, Willie?
— Ég vil vera viss um að þetta
springi allt í loft upp, undir eins.
Þessar tvær sprengjur kveikja í
þessari stæðu og cordtex þráðurinn
kveikir í undir eins, svo það berst
í hinar stæðurnar og kveikir í
sprengjunum, sem eru ofan á.
Hann bjástraði við þetta nokkra
hríð enn, svo tók hann við endun-
um úr hendi hennar og vafði þeim
utan um báðar sprengjurnar og
festi með plastsprengjuklessum.
— Tvær sprengjur til að vera ör-
ugglega viss? spurði hún.
Hann brosti: — Það varst þú sem
kenndir mér að fara varlega, Prin-
sessa, og ég nota þrjár tímasprengj-
ur.
— Hve langan tíma gefa þær
okkur?
— Þessi pípa ætti að gefa okkur
glerhylkin voru, og rak tvo þeirra
( aðra sprengjuna, þann þriðja í
hina.
Svo sté hann aftur á bak, leit á
Modesty og hló við. — Þá er bezt
að grípa til vængjanna, Prinsessa.
— Mér dettur ekkert betra í hug,
Willie.
Þau fóru út, lokuðu dyrunum
hljóðlega á eftir sér og sneru til
vesturs, fikruðu sig meðfram
klettaveggnum um þrjú hundruð
metra. Nú gátu þau snúið sér þang-
að sem Dúfan stóð aðeins stein-
snar hjá þeim, rétt við endann á
flugbrautinni, sem lá niður að
dalnum, ! áttina að flöskuhálsinum.
Annars vegar var hrúga af stórum
dröngum, sem jarðýtur höfðu ýtt
til hliðar, þegar flugbrautin var
gerð þannig úr garði, að hún gæti
tekið á móti þungum flutningabif-
reiðum.
Þau voru um það bil tuttugu
skref frá Dúfunni, þegar rödd
hægra megin við þau sagði rólega:
— Kyrr. Grafkyrr.
Rödd Delgados.
Hann var um tíu skref frá þeim,
hjá stórum drangi og hélt á 44
Magnum skammbyssu. Hann mið-
aði á Modesty. Þrír menn stóðu
fyrir aftan hann með vélbyssur,
sem þeir héldu kæruleysislega á,
en þó þannig að þeir gátu gripið
til þeirra með engum fyrirvara.
Þetta voru menn úr deild Delgados.
Willie Garvin var ekki kominn (
skyrtuna ennþá. Hann hélt á henni
í vinstri hendi. Svarta leðurveskið
með skeiðarhnífunum tveimur á
vinstra brjóstinu skar sig úr, mót
brúnum, glansandi líkama hans.
— Ekki hreyfa hnífana, Willie,
sagði Delgado. — Ég veit að þú
ert fljótur, en ég get verið fljótari
Hann leit aftur fram og útilok-
aði Delgado, beindi allri sinni at-
hygli að mönnunum fyrir aftan
hann.
— Nújá. Rödd Modesty var af-
ar mildi. — Hvað rekur þig fram úr
rúminu á þessari fögru nótt, Mike?
— Óþolandi hugboð, elskan,
sagði Delgado og brosti. — Ég gat
aldrei almennilega trúað því að
þið Willie hefðuð slitið samfélagið,
en það veit guð að þetta leit vel
út hjá ykkur. Ég skal viðurkenna
það. En ég þekki þig betur en allir
hinir. Miklu betur. Um það gætirðu
væntanlega verið sammála?
Hún sagði: — Þetta er fámenn
móttökunefnd.
— En nægjanleg. Hún sá glettn-
ina glitra ( augum hans í tungls-
Ijósinu. — Og ég fæ geislabaug af
þessu. Ég hef brýna þörf fyrir plúsa
( bókum Karz. Það er eins og hon-
um finnist að ég hefði átt að vita
að þú gætir verið Óheilbrigð, þrátt
fyrir Lucille.
Hún fann að Delgado gat ekki
vitað um dvöl þeirra ( birgða-
skemmunni, því ella hefði hann
ekki staðið þar og notið sigursins.
— Svo þú gættir í herbergið mitt
( kvennabúrinu, sagði hún.
— Ekki fyrr en eftir minna en
klukkutíma, eftir órólega nótt, elsk-
an. Og ég komst að því að þú
varst horfin. Willie sömuleiðis. Svo
ég náði mér ( þessa virðulegu
herra og við lögðum fljótlega af
stað hingað til flugvélarinnar, rétt
ef vera kynni að sú væri hugmynd-
in. Ég hafði svolitlar áhyggjur af
því að þú kynnir þó að verða á
undan okkur.
Hún yppti öxlum þreytulega. —
Við fórum le.ngri leiðina, eftir ánni
og yfir dalinn. Svo urðum við að
14 VIKAN
4. tbl.