Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 24
Glæpamannaforinginn var heiðvirður mað- ur, sem umgekkst filmstjörnur og ráðherra, og stjórnaði með harðri hendi stórum hóp af eiturlyfjasölum, þjófum, atvinnu- morðingjum, fárkúgurum og ökuníðingum. Hann var skotinn til bana á götu; bróðir hans tekur við völdum, en að lokum kem- ur lögreglan til skjalanna. Þetta gæti verið innihaldið [ ómerki- legri glæpakvikmynd, en þetta var raun- veruleiki, sem átti sór stað í Marseille, þar sem lögreglan náði haldi á öflugasta glæpamannafélagi í Evrópu, nú fyrir skömmu...... íðdegissólin leitaði inn um rauð gluggatjöldin í næturklúbbnum La Méditerranée við Le Vieux Port, gömlu höfnina í Marseille. Þarna inni í hálfrökkrinu sátu sex menn við borð, töluðu saman í lágum hljóðum, drukku pernod og reyktu. Allir voru þeir á skyrtunum, nema hinn 5mámunasami Barthélémy Guerini, hinn 59 ára gamli eigandi neeturklúbbsins, glæpamannaforingi á Rivierunni, — mað- ur með heimskulega andlitsdrætti, dem- antshring á litla fingri vinstri handar og gulltönn í efri gómi. Á leiksviðinu var hljómsveit Caravels að æfa lag eftir Gilbert Bécaud, með ítölsku dægurlagasöngkonunni Anitu. í barnum stóð Julietta, hin Ijóshærða bar- dama, og tók fram flöskur og annað, til að hagræða fyrir kvöldið. Veggir barsins voru skreyttir stórum myndum af franska leikaranum Alain Delon og annarra leik- ara. Klukkan var nákvæmlega 18.30, föstudaginn 4. ágúst síðastliðinn. Við Quai des Belges jókst umferðin. Allt í einu varð madame Juliette starsýnt á dyrnar, vinstra megin við barinn. Þar skaut upp níu mönnum, innan við glerhurðina, og þeir tóku allir upp skammbyssur. Barthélémy Guerini heyrði fótatak og sneri sér við, í þeirri trú að þetta væri einhver af „samstarfsmönnum" hans. — Ertu þarna, drengur minn? spurði hann. — Já, svaraði Guy Denis, lögreglu- foringi, — það er ég. Glæpamannakóngurinn hrökk við, reis úr sæti sínu, sneri sér snöggt við, og bar hendina að skammbyssunni, sem hann bar ! beltinu. — Farðu varlega, Mémé! sagði lög- regluforinginn. — Mundu eftir gigtinni! í ískaldri þögn störðu sex glæpa- menn inn í augun á níu lögreglumönn- um. Lögreglumennirnir stóðu í röð við grindina, sem skildi barinn frá dans- gólfinu og salnum. Fimm metrum frá þeim, undir boga- glugganum, réttu glæpamennirnir hægt upp hendurnar, eftir skipun frá Mémé: — Vinur minn lögregluforinginn er kominn í heimsókn, það er bezt að fara með honum, strákar. — Fleygið skammbyssunum á gólfið, skipaði Guy Denis. Sex skotvopn féllu með dynk á rauða gólfteppið; tvær Colt byssur, l'ftta er La Méditerraniée, við gömlu liöfnina í Marscilles. I'arna var aðalbæki- stöð Guerini bræðranna. Mótorhjól með tveim mönnum, sem voru með hjálma og hlífðargleraugu, rann inn á bensínstöðina. Annar þeirra dró upp skammbyssu og skaut nokkrum skotum. Glæpamannaforinginn var fallinn. Það var alltaf glatt á hjalla í nætur- klúbbunum, enda var stúlkunum vcl borg- að fyrir að vera kátar og fjörugar. CUEPAMANNAFORINGINN ER Antoine Guerini, var 65 ára þegar hann lézt. Hann var sjálfkjörinn glæpaforlngi. Michel Santarelll, 55 ára, aflóga glæpamaður, ostru- sali í Touion. Barthélemy „Mémé“ Guer- ini, 59 ára. Tók við stjórn, að bróður sínum látnum. Jean Kapikain, 51 árs, kall- aður Klumbufótur, þvi hann var með gervifót. Marcel Fillot, 24 ára, bar- Henri Rossi, 41 árs, atvinnu-| eigandi. Var tekinn tll fanga moröingi og iífvörður. degi fyrr cn Mémé. ‘•3ÍSS&’'' Dominxque Poli, 46 ara, lífvörður og góður vinur bræöranna. Pascal Mariani, 24 ára Kor- sikubúi, alfons og lífvörður. Mimi Sarrola, 51 árs, aifons Emilc Kurat, 24 ára, al- og cinn af bestu vinum fons, þjófur og Iífvöröur. „Mémés“. jftWiufyXM* y*.. •• »•- *4 VTKAN 4- ««•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.