Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 49
Framhald af bls. 23. þegar þér eruð að undirbúa yðar fullkomlega löglega hjónaband með nýfengnum ástvini, langar yður sannarlega sízt til, að þessi kyrfilega og giftusamlega gleymdi eiginmaður yðar skjóti skyndilega upp kollin- um, sérstaklega, þegar ofan á allt annað verður ekki betur séð, en að hann sé að krefaj yður reikningsskapar á sjálfri yður. En óttist ekkert í því efni; ég hef aldrei sagt, að ég ætli að leggja neinn stein í götu hjónabandsáætiana yðar, ef þær eru yður svo mikils virði. Slík staðfesting á kæruleysinu var mesta svivirðingin, sem hann gat ausið yfir hana. Hann hefði varla getað gefið til kynna á gleggri hátt þá staðreynd, að hann varðaði ekki lengur neitt um hana, heldur en með því að sýna henni hve fús hann væri að leyfa henni að giftast einhverjum öðrum, og einnig með þeirri staðreynd hve hann lét sér í léttu rúmi liggja, þótt þau öll þrjú lentu í bókstaflega guðlausu ástandi. Hann var orðinn forhertur og ólýsanlegur syndari. Þetta var óskiljanlegt! Annaðhvort hlaut hann að vera genginn af vitinu eða hún. Við þessa auðmýkingu náði hún aftur valdi á sjálfri sér, hún rétti úr sér og leit á hann stolt í bragði, en ósjálfrátt þrýsti hún um hönd sína, sem einu sinni hafði borið giftingarhringinn. — Hvað mig snertir, hafa orð þín enga þýðingu. Fimmtán ár kunna vel að hafa liðið, en úr því þú ert ennþá lifandi, er ég ennþá eiginkona þín í augum guðs, ef ekki augum mannanna. Andartak breytti Rescator um svi]). Gegnum svip þessar-ar konu, sem hann neitaði að viðurkenna sem eiginkonu sína, kom hann allt í einu auga á ungu, aðalbornu stúlkuna, sem stóð stif af ótta, þegar hann bauð hana velkomna til hallarinnar í Toulouse. En hann sá ekki aðeins það, heldur sá hann þá miklu hefðarkonu, sem hún hlaut að hafa verið í Versölum. Fegurst allra kvenna, hafði hann heyrt sagt. — Meiri drottning en drottningin sjálf. Á augabragði afklæddi hann hana í huganum, svipti af henni þykk- um, grófum .fötunum og sá hana í öllum sinum ljóma, mjallhvítt bak- ið, nakið undir kertaljósunum, fullkomnar axlirnar, drjúpandi af gim- steinum, þegar hún rétti úr sér með sömu mildu og óbugandi hreyf- ingunni. Og hann fann, að hann gat ekki afborið hugsunina. Hann stóð upp, því þrátt fyrir ákvörðupn hans að láta ekkert á sér sjá, var hver taug í líkama hans stríðþanin. En þegar hann leit á Angelique aftur eftir langa þögn, var sami harði og ósveigjanlegi svipurinn á andliti hans. — Það er rétt, sagði hann. — Þér eruð i rauninni eina konan, sem ég hef nokkurn tíma gengið að eiga. En ef trúa skal því, sem ég hef heyrt, hefur yður sannarlega ekki farið eins. Þér voruð ekki lengi ekkja eftir mig. — Ég hélt að þú værir dáinn. — Plessis-Bellére, sagði hann eins og hann væri að reyna að rifja eitthvað upp fyrir sér. — Nú vill svo til að ég hef enn allgott minni og ég man, að þér minntust á ungan frænda yðar, sem var vel þekktur fyrir glæsilegt útlit, og sem þér voruð þegar nokkuð skotin í. Strax og þér höfðuð losnað við þennan auðmann, sem faðir yðar hafði leitt yður í hjónaband með, hamingjusnauðan og haltan að auki, gafst yður ákjósanlegt tækifæri til að láta þá drauma yðar rætast, sem þér höfðuð svo lengi átt í leynum. Ósjálfrátt bar Angelique kreppta hnefa að vörum sér. — Er þetta öll sú virðing, sem þú berð fyrir ástinni, sem ég sór þér? spurði hún sorgmædd. — Þér voruð barnung og höfðuð gaman að mér um stund. Og ég skal viðurkenna að engin getur hafa verið ylndislegri eiginkona, en jafn- vel á þeim tima datt mér ekki í hug, að þér hefðuö eðli til að vera trú eiginkona. En nóg um það; mér heíur alltaf þótt tímasóun að út- skýra það liðna, og það er hreint tilgangslaust að reyna að vekja það til lífsins á ný. Og Þó, eins og þér bentuð mér á, eruð þér enn eigin- kona mín og i krafti þess eru nokkrar spurningar, sem ég óska að leggja fyrir yður, sem snetra íleiri en okkur og geta verið mikilvæg- ari fyrir þá en okkur. Hann hleypti í svartar brýrnar og augun, sem stundum voru næst- um gullin, þegar gleðin lýsti þau upp, urðu nú dimm. Reiði og tortryggni gerði þau svört og nístandi. Um leið þekkti Angelique þennan svip, sem hafði svo oft heillað hana. — Já, þetta er hann! Þetta er sannarlega hann, sagði hún við sjálfa sig og uppgötvunin gerði hana veikburða, þótt hún vissi ekki hvort það var af örvæntingu eða gleði. — Hvað hafið þér gert við syni mína? Hvar eru þeir? Skelfingu lostin át hún eftir honum. — Syni þína? — Ég hélt, að ég hefði talað fullkomlega skýrt. Já. Svni mína. Yðar einig! Þá, sem ég er faðir að. Sá eldri þeirra tveggja, Florimond, var fæddur í Toulouse, í höll hinna glöðu vísinda. Og þann yngri, sem ég sá aldrei en heyrði um, Cantor. Hvar eru þeir? Hvar hafið þér skilið þá eftir? Ég veit ekki hversvegna, en ég ímyndaði mér ósjálfrátt, að ég myndi finna þá meðal þessa ofsótta fólks, sem þér báðuð mig að taka um borð. Ég hefði glaðzt yfir að sjá yður í hlutverki móður, sem reynir að bjarga sonum sínum frá ranglátum öriögum, en það er enginn unglingur um borð, sem gæti verið annar þeirra. Og öll yðar athygli beinist að dóttur yðar. Hvar eru þeir? Hversvegna komuð þér ekki með þá með yður? Hvar hafið þér skilið þá eftir? Hver gætir þeirra? 9. KAFLI Henni var kvöl að þvi að þurfa að svara. Með orðum sínum myndi hún innsigla íjarveru þessara tveggja glöðu, litlu drengja, sem nú voru horfnir að eilífu. Það var fyrir þeim, sem hún hafði barizt og þeirra vegna sem hún hafði þjáðst. Hún hafði lagt allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að þeir liðu skort, og til þess að vinna þeim aftur þann rétt, sem þeim bar í þjóðfélaginu. Hana hafði dreymt um að sjá þá vaxa upp, hávaxna og glæsilega, létta i fasi og dugmikla. Nú myndi hún aldrei geta fylgzt með uppvexti þeirra, því þeir höfðu líka yfirgefið hana. Henni var tregt um tungu að hræra. —• Florimond fór burtu, fyrir löngu. Hann var þrettán ára þá. Ég fékk aldrei að vita hvað varð um hann. Cantor .... dó niu ára gamall. Ef til vill hélt hann, að hljómieysið í rödd hennar væri vottur um kæruleysi. — Ég beið þess, að þér segðuð mér þetta. Mig grunaði það. Það er nokkuð, sem ég mun aldrei fyrirgefa yður, sagði Rescator og beit reiðilega á jaxlinn. — Ég skal aidrei fyrirgefa yður kæruleysið í garð sona minna. Þeir minntu yður á kafla í ævi yðar, sem þér kusuð að gleyma, svo þér ýttuð þeim til hliðar, meðan þér lifðuð gleðilífi og unduð yður við ástarævintýri. Og, nú segið þér mér án minnstu til- finningasemi, að annar sé sennilega enn á lífi. Ég gæti hafa fyrirgefið yður ýmislegt, en aldrei þetta! Nei, aldrei! Eitt andartak vissi Angelique ekki, hvaðan á hana stóð veðrið, svo tók hún undir sig stökk í áttina til hans og stóð þar hnarreist og náföl. Af öllum þeim ásökunum, sem hann halði borið fram var þessi sú ótrúlegasta og ósanngjarnasta. Hann hafði sakað hana um að hafa gleymt honum; það var ekki satt; hann hafði sakað hana um að vera honum ótrú, og Það var, því miður, að nokkru leyti satt. Að segja, aö hún hefði aldrei unnað honum var kvikindislegt. En framar öllu öðru ætlaði hún aldrei að sætta sig við að verða kölluð slæm móðir, þegar þeir timar höfðu verið, sem hún fórnaði öllu fyrir syni sína. Hún hafði ekki verið sérlega mikið fyrir að útbásúna móðurkærleika sinn og hafði ekki alltaf verið hjá börnunum sínum, en Florimond og Cantor skipuðu ævinlega öndvegi i hjarta hennar — ásamt Joffrey. Og hér var hann nú og vogaði sér að ávíta hana fyrir það, sem gerzt hafði, árin, sem hann sigldi um höfin, án þess að hugsa til hennar eða sona sinna, sem hann hafði nú allt i einu sv'o mikla ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart. Var það hann, sem hafði dregið þá upp úr því allsleysi og niðurlægingu, sem þessum litlu sakleysingjum hafði verið varpað í, þegar hann var að engu gerður? Hún ætlaði að spyrja hann hverj- um það væri að kenna, að hinn stolti, litli Florimond, hafði alltaf verið nafnlaust barn, barn án titla, barn með lægri þjóðfélagsstöðu en þótt hann, hefði verið óskilgetinn, Hún ætlaði að segja honum, hvernig dauða Cantors hefði borið að höndum. Það hafði verið honum að kenna! Já, honum! Því það var hans sjóræningjaskip, sem hafði sökkt frönsku galeiöunni með hinum unga sveini de Vivonnes hertoga. Henni var þungt um andardráttinn af reiði. Þegar hún opnaði munninn til að hefja máls, reið þung alda undir skipið og hún hrasaði, varð að grípa um borðið til að verja sig falli. Hún var ekki eins stöð- ug og Rescator, sem var eins og gróinn við gólfið, en þessi stutta truflun gerði Angelique fært að halda aftur af þeim óbætanlegu orð- um, sem hún ætlaði að þyrla yfir hann. Hvernig var hægt að segja föður, að hann væri ábyrgur fyrir dauða barns síns? Höfðu ekki örlögin einnig verið Joffrey de Peyrac grimm? Höfðu þau ekki nærri ráðið honum bana? S-vipt hann öllum sínum auði og vísað honum á bug? Gert hann að útlaga án nokkurra réttinda annarra en þeirra, sem hann gat unnið sér með sverði sínu? Hver var hún, að kenna honum um það, að nú var hann orðinn annar maður, með skapgerð sem mótaðist af óumbreytanlegum lög- um þeirra, sem verða að drepa, til þess að verða ekki sjálfir drepnir? Það var hún, Angelique, sem haíði verið svo ótrúlega barnaleg að ímynda sér annað. Kaldur raunveruleikinn hlýddi öðrum lögum. Hvað gott gæti af því leitt að bæta gráu ofan á svart, með því að segja honum, að hann hefði orsakað dauða yngri sonar: þeirra. Nei, hún ætlaði aldrei að segja honum frá því. Nei, aldrei! En á einhvern hátt ætlaði hún að segja honum allt hitt, sem hann virtist langa til að vita. Hún ætlaði að segja honum frá tárum hennar og skelfingu, þegar hún, barnung kona, án nokkurrar veraldarreynlu, lenti meðal úrkastisins, yfirgefin og allslaus. Hún ætlaði ekki að segja honum hvernig Cantor heíði látizt, heldur hvernig hann hefði fæðzt, nóttina, sem bálið stóð á Place de Gréve, og hvernig hún varð að örsnauðum aumingja, sem ýtti á undan sér, eftir ísköldum götum Parísar, hjól- börum með tveimur litlum, kringlóttum andlitum, bláum af kulda; andlitum sona hans. Þá myndi hann ef til vill skilja. Hann dæmdi hana hart nú, en það var vegna þess, að hann vissi ekkert um líf hennar. Þegar liann vissi það, myndi hann þá komast hjá því að verða snortinn? Myndu orð hennar ekki endurvekja þann neista, sem blund- aði ef til vill i öskunni i hjarta hans, sem hafði kynnzt svo mikilli eyðileggingu — hjarta, sem hafði verið sóað til einskis? Hún vissi, að minnsta kosti, að hún gat elskað. Hún ætlaði að krjúpa frammi fyrir honum, hún ætlaði að grátbiðja hann. Hún ætlaði að segja honum frá öllu því, sem hún hafði þráð að segja honum — að hún hefði alltaf elskað hann, að líf hennar án hans hefði ekkert verið annað en löng, hungruð bið. Hafði hún ekki stefnt sér í voða í leit að honum, í trássi við bann konungsins, og hafði leit hennar ekki leitt hana um ótrúlega refilstigu? Þá sá hún, að Rescator beindi ekki athyglinni lengur að henni. Hann liorfði forvitnislega á káetudyrnar, sem opnuðust hægt — mjög hægt. Því var hann óvanur. Márinn gætti þeirra vandlega. Hver hélt, að hann hefði rétt til að koma fyrirvaralaust inn í híbýli meistarans? Var það vindurinn eða var það þokan? 4. tw. VIICAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.