Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 12
ANDRÉSINDRIÐASON ik NYJAR HUOMNOIUR GAUTAR FRA SIGLUFIRÐI A NÝRRI PLÖTU Það var sannarlega tími til kominn, að hljóm- sveitin Gautar frá Siglufirði sendi frá sér hljómplötu. Að vísu hefur hljómsveitin látið í sér heyra á hljómplötum karlakórsins Vís- is frá Siglufirði, en í ofanverðum desember kom út fjögurra laga plata, þar sem hljóm- sveitin er ein á ferðinni. Eitt þessara laga er nokkuð sérstætt og á eflaust eftir að vekja nokkra athygli: það er lagið Tvífarinn eftir Geirharð Valtýsson, og leikur hann lagið sjálfur á trompett eða réttara sagt: tvo trom- petta. Geirharður er sem kunnugt er stjórn- andi karlakórsins Vísis, en hann leikur einn- ig með Gautum, og er hann jafnvígur á öll 12 VIKAN 4 tbl- þau hljóðfæri, sem hljómsveitin hefur yfir að ráða. Önnur lög á plötunni eru „Kysstu mig“, „Okkar dans“ og „Öldur rísa“. — Tvö fyrstnefndu lögin syngur Baldvin Júlíusson, en Guðmundur Þorláksson syngur hið síð- astnefnda. Þessi hljómplata Gauta er gefin út á veg- um hljómsveitarinnar sjálfrar og hefur Fálk- inn hf. annast milligöngu, en um dreifingu plötunnar sér Júlíus Júlíusson í Föndurbúð- inni á Siglufirði. Á plötuumslagi er mynd af Gautum, sem Júlíus hefur tekið í félagsheim- ilinu á Blönduósi, en á bakhlið skrifar Ólaf- ur Ragnarsson um hljómsveitina og segir m. a. „Það er víst tæpur aldarfjórðungur síðan tveir bræður í Skagafirði eignuðust sín fyrstu hljóðfæri. Það voru harmónikkur og þóttu heilmikil hljóðfæri í þann tíð. Piltarnir voru á fermingaraldri, hétu Guðmundur og Þór- hallur, voru Þorlákssynir og áttu heima á Gautlöndum. Innan fárra ára voru þeir orðn- ir þekktir um allt Norðurland, og léku þar fyrir dansi við miklar vinsældir. Voru þeir kallaðir Gautlandsbræður. Árn liðu og bræð- urnir fluttust til Siglufjarðar. Þeir eignuð- ust fleiri hljóðfæri og þeim bættust nýir liðsmenn. En þegar meðlimir hljómsveitar- innar voru orðnir fjórir, og bræðurnir á Gautlöndum því aðeins helmingur þeirra, gat hún ekki lengur borið nafnið Gautlandsbræð- ur. Var því horfið að því ráði að stytta það niður í Gautar, og hefur hljómsveitin haldið því nafni síðan.“ Af þessu má ráða, að hljómsveitin á langa sögu að baki, og víst er um það, að hún hef- ur jafnan notið mikilla vinsælda, ekki að- eins fyrir norðan heldur og um land allt, því að þeir félagar hafa ferðast víða og oft látið í sér heyra í útvarpinu. Því mun mörg- um þykja útkoma hinnar nýju plötu þeirra góð tíðindi. Þetta er plata með 'skemmtileg- um lögum fyrir unga sem eldri. „SUZY AND THE SUNNY GIRLS“ '■/ ■■■-.■ ;■■■ ■■■■■'. ■" : Hljómsveitir skipaðar stúlkum eingöngu finn- ast víða á hinum Norðurlöndunum, og við höfum óður sagt frá nokkrum slíkum. Þessi mynd sýnir okkur sænsku hljómsveitina „Suzy and the Sunny Girls“. — Síðastliðið sumar voru þær á ferðinni á suðlægari breiddargráðu, m. a. á ítalíu og Spáni og vöktu mikla eftirtekt, eins og vænta mátti. Þó gátu yfirvöldin á Malaga ekki alls kost- ar sælt sig við klæðnað stúknanna, og máttu þær sitja undir lás og slá um tíma fyrir þær sakir að ganga í of stuttum pilsum! Útaf þessu atviki spunnust mikil blaðaskrif, en stúlkurnar léku á alls oddi, því að betri aug- lýsingu fyrir hljómsveitina var ekki mögu- legt að hugsa sér. Ekki getum við samt um það sagt, hvort þær gleðja eyrað jafn mikið og þær gleðja augað! Nýjustu fregnir af The Monkees herma, að Davy Jones hafi opnað verzlun í New York, sem ber heitið Zilich. í verzluninni eru seld- ir indverskir og austurlenzkir munir og klæðnaður. Þótt The Monkees hafi undan- farna mánuði verið önnum kafnir við að leika í sjónvarpsþáttum sínum (nýrri útgáfu þeirra), hafa þeir þó gefið sér tíma til að leika inn á hljómplötur. Nýjasta hæggenga hljómplata þeirra nefnist „Pisces, Aquarius, Capricorn & Jones Ltd.“ (ekki vantar frum- leikann!). Og svo er að nefna tveggja laga plötuna með laginu Daydream Beliver, en sennilega verður farið að slá í það, þegar þetta birtist á prenti! Allir eiga þeir félagar auðvitað sín áhugamál! Micky Dolenz skil- ur ljósmyndavélina sína sjaldan við sig — en merkilegast þykir flestum áhugamál Pet- er Tork — hann lærir japönsku í frístundum sínum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.