Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 25
 - ■ ■........................ OAUDIIR- RÍKIHANS LIRIR UNRIR LOK 11,43 millimetra, þrjár Herstal, 7,65 mm og ein Beretta, 7,65 mm. I sama mund óku tvær lögreglu bifreiðir, með járngrindur fyrir gluggunum, upp að inn- gangsdyruum La Mediterranée. Með uppréttar hendur, og vopnaðan lögreglu- þjón fyrir aftan hvern glæpamann, þokaðist lestin niður mjóan stiga, fram hjá hálfsofandi dyraverðinum við Grand Hotel Mediterrané og í gegnum glerhurðina í dyrunum, út á breiða hafnargötuna, Quair des Belges. Með miklu hugrekki, dugnaði og kænsku, hafði Guy Denis, hinn 47 ára gamli lögregluforingi, ráðið niður- lögum hættulegasta glæpamannaflokks í Mar- seille, eða jafnvel í allri Evrópu. Þetta var í annað sinn sem honum tókst svo snilldarlega að ráða niðurlögum bófaflokka; — fyrir fimm árum fann hann milljónerasoninn Eric Peugeot, og kom upp um glæpamennina, sem að barns- ráninu stóðu, þar á meðal dönsku fegurðar- dísina Lisu Bodin. I síðustu 30 ár, hafa korsíkönsku bræðurnir Guerini, eftir fyrirmynd Al Capones, ráðið lög- um og lofum i Marseille, stjórnað með harðri hendi samsteypu af hótelum, börum og nætur- klúbbum, ráðið, yfir gleðikonum, barstúlkum, eiturlyfjasölum, þjófum, atvinnumorðingjum, öku- níðingum og fjárkúgurum. Nú var farið með ,,konunginn", Barthélémy Guerini, sem kallaður var Mémé af vinum sín- um, á lögreglustöðina í Marseille, og þaðan var hann sendur í klefa númer 123, í hinu trausta fangelsi Baumettes. Samferða honum voru fimm af tryggustu þjón- um hans. Q Pascal Mariani, 24 ára Korsikubúi, alfons, og lífvörður Mémes gegnum mörg ár. Q Dominque Poli, 46 ára, alfons, og lífvörður Guerini bræðranna. Q Michel Santarelli, 55 ára, aflóga glæpamað- ur, ostrusali í Toulon. Q Mimi Sarrola, 51 árs, alfons, einn af beztu vinum Mémes. Q Henri Rossi, 41 árs, atvinnumorðingi og líf- vörður. Daginn áður, 3. ágúst, hafði Guy Denis náð í þrjá samstarfsmenn Mémes, með mestu leynd. Þeir voru: Framhald á bls. 33. Einn af nánustu vinum Mémés, var kvikmyndalcik- arinn Alain Delon. Glæpakóngurinn átti lílca borgar- stjóra og ráðherra að vinum. 4. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.