Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 20
ilim iiiinnimMiiiiijniTi n ijfii ■ ■ HP'nmm n u IYÍT LIF MEDIYJU HJABTfl? Prófessor Christiaan Bernard, hjartaskurölæknirinn, sem varð heims- frægur á einni nóttu. Þótt fyrsta tilraun hans hafi mistekizt, er hann ekki af baki dottinn. Þegar þetta er ritað, er næsti sjúklingur hans, Blaiberg, á góðum batavegi. Bernard er 44 ára gamall, kvæntur og á tvö börn. Faðir hans var trúboði. I>annis hófst hin sögulega tilraun: Líkami Denise Darvall var svcipaður sótthreins- uðum dúk. Nokkrum mínútum siðar höfðu skurðlæknarnir opnað brjósthol hennar. Þá var Denise þcgar látin, cn hjarta hennar sló enn. hrjátíu læknar og hjúkrunar- konur tóku þátt í aðgcrðinni. Læknarnir vinna saman scm cinn maður, rétt eins og sigurvcrk í klukku. í nokkrar mínútur sló hjartað í glerskál. Það hafði verið tengt við hjarta-vél og tilheyrði því engum. Hálfri stundu áður hafði það slegið í brjósti 25 ára gam- allar stúlku, Denise Darvall að nafni. 55 ára gamall maður, Louis Washkansky, var í dauðans greip- um. Eina Hfsvon hans var hjarta þessarar ungu stúlku. Hann lá nú á skurðarborði í Groote-Schuur- sjúkrahúsinu í Höfðaborg í Suð- ur-Afríku. Fimm klukkustund- um síðar hafði prófessor Christ- iaan Bernard og starfstiði hans tekizt að setja hjartað í Wash- kansky. Fregnin barst eins og eldur í sinu um allan heim. Hér hafði merkur atburður gerzt. í fyrsta sinn í sögu læknisfræðinn- ar hafði tekizt að flytja hjarta úr einum manni í annan. Þessi atburður gerðist 2. des- ember síðastliðinn. Washkansky lifði aðgerðina af og leið eftir at- vikum vel. Allur heimurinn fylgdist síðan daglega með líðan hans. Þegar hann sagði fyrstu setninguna: „Ég er svangur", urðu menn bjartsýnir um að að- gerðin hefði heppnazt til fulln- ustu. Hjarta Washkanskys var nú farið að slá eðlilega og konu hans var leyft að heimsækja hann. Búizt var við, að hann fengi að fara á fætur innan skamms. En á fjórtánda degi veiktist hann heiftarlega af lungnabólgu. Ekki tókst að ráða við lungna- bólguna, þótt sjúklingnum væri gefið mikið magn af fúkkalyfj- um. Washkansky lézt aðfaranótt 21. desember. Á blaðamannafundi lýsti pró- fessor Christiaan Bernard því yfir, að það hefðu verið lungun, sem brugðust, en ekki hjartað. Einnig sagði hann, að það hefði flýtt fyrir dauða Washkanskys, að hann hefði verið haldinn syk- ursýki, sem gerði það að verk- um, að mótstöðuafl hans var minna. 20 VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.