Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 31
þreytt hún var. Jafnvel hárið,
sem alltaf hafði verið glansandi
virtist vera líflaust.
— Það er allt í lagi með mig,
sagði hún. — Ég finn bara svo
mikið til í maganum.
Nætu ellefu daga hélt hún á-
fram að kvarta um verki í mag-
anum. — Ég skil þetta ekki, Jim.
þetta er að ganga af mér dauðri.
Hálf tylft af læknum þukluðu
hana og skoðuðu nokkrum sinn-
um á dag. Jafnvel Jim sá, að
hún var framsett. Þegar engin
breyting varð á þessum ellefu
dögum, gáfu læknarnir henni ró-
andi lyf og sögðu henni að hafa
heita bakstra.
Svo var frú Edwards send
heim. — Þér skuluð ekki hafa
áhyggjur af þessum þunga eða
verkjunum, sagði læknirinn. —
Þetta er bara vindur. Það jafnar
sig.
En það jafnaði sig ekki. Kval-
irnar urðu æ verri, og að lokum
óbærilegar. Þá var farið með
hana á annað sjúkrahús, þar sem
annar læknahópur skoðaði hana.
Þeir voru undrandi yfir því, að
ekki höfðu verið teknar röntgen-
myndir af henni. Hún var strax
send í myndatöku, og var komin
á skurðborðið eftir klukkustund.
Þegar búið var að opna hana,
kom í ljós, að legið var sprungið
og eitrun komin í lcviðarholið.
Læknarnir gerðu allt sem á
þeirra valdi stóð, og það var um
4 lítrar af vilsu, sem sogað var
upp. Læknarnir, jafnvel þeir
reyndustu voru miður sín, þeg-
ar þeir komu auga á fullburða
fóstur, sem var algerlega rotnað,
innan í konunni. Virginia Ed-
ward fékk aldrei að vita, að hún
hefði gengið með tvíbura. Hún
dó, án þess að komast til með-
vitundar, nokkrum dögum síðar.
Hún vissi aldrei, að læknunum
hefði láðst að taka röntgenmynd
af henni....
Þessi dæmi sem hér eru tekin
eru dæmi um vanrækslu lækna
og hjúkrunarfólks, sem í sjálfu
sér er óafsakanlegt. En svo eru
líka til aðrar hliðar. Það eru
margir læknar sem verða fórn-
EU-dýr fjárkúgunar. Fólk gerir
úlfalda úr mýflugu og þvingar
fé út úr læknum fyrir upplognar
og rangar sakir, segist hafa þessi
og hin óþægindi til þess að losna
við að greiða fyrir læknishjálp.
Og vissulega eru dæmin um
mistök lækna örlítill hundraðs-
hluti borin saman við öll þau
læknisverk, sem heppnast, hvað
þá hin, þar sem nærri lætur, að
læknarnir geri kraftaverk.
Það kom líka einu sinni fyrir
í Bandaríkjunum að kona nokk-
ur kærði lækni fyrir að hafa
fjarlægt úf hennar um leið og
hann tók úr henni hálskirtla.
Þeir höfðu verið teknir nokkr-
um árum áður. Þetta var rann-
sakað, og viti menn, úfurinn var
greinilega horfinn. Læknirinn
gat ekkert gert annað en að
þræta fyrir að hafa snert úf
hennar. En úfurinn var horfinn
og læknirinn varð að greiða
skaðabætur. Síðar kom í ljós með
hvaða hætti þetta hafði skeð.
Þegar sárið eftir kirtlatökuna
greri, kippti örið í mjúkan góm-
inn, og smám saman hvarf úf-
urinn.
Þannig mætti lengi telja....
☆
Lygarinn í Lindarbæ
Framhald af bls. 26.
skrifuðust síðastliðið vor. Fyrstu
verkefni þeirra voru Dauði Bessie
Smith eftir Albee og Yfirborð
eftir Alice Gerstenberg, sem
þóttu takast vel og hlutu ágæta
aðsókn. Annað verkefnið í röð-
inni á þessu ári verður nýr ein-
þáttungur eftir Odd Björnsson,
Tíu tilbrigði heitir hann.
Þegar síðasta og sorglegasta
lýgi Billa hefur afhjúpast í lok
þriðja þáttar fáum við okkur
kaffisopa með leikstjóra og leik-
endum. Mörg þeirra hafa ærið
tímafrekum og allerfiðum hlut-
verkum að gegna í borgaralegu
lífi; þannig munu allar leikkon-
urnar vera giftar nema einar
tvær eða svo. Meðlimir leik-
flokksins eru tíu talsins: Hákon
Waage, Sigurður Skúlason, Jón
Gunnarsson, Ketill Larsen, Jón-
ína H. Jónsdóttir, Guðrún Guð-
laugsdóttir, Anna Guðmunds-
dóttir, Auður Guðmundsdóttir,
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Sigrún Björnsdóttir. Auk þess
sem þau leika, annast þau sjálf
uppsetningu leiktjalda og alla
aðra vinnu, sem leysa þarf af
hendi vegna leiksýninga. Þjóð-
leikhúsið veitir þeim ýmsa að-
stoð fram að frumsýningu, út-
vegar þeim leiktjöld og leikstjórn
o. fl. ókeypis. En þau standa all-
an straum af kostnaði við sýn-
ingar og fleira og fá engin greidd
laim — nema þá ef svo skyldi
vilja til að einhver afgangur yrði
í kassanum að öllum útgjöldum
greiddum. Segi menn svo að ekki
sé ennþá til fólk með hugsjón!
Hvort þetta sé ekki erfitt?
Að vísu, segja þær Magga
Helga og Sigrún. En þetta er að
vissu leyti framhaldsskóli í leik-
list, harður skóli, en við höfum
áreiðanlega gott af honum.
Nýji þátturinn hans Odds?
Mjög absúrd í sniðum, sama
svið út í gegn en í tíu atriðum,
PIERRE ROBERT
Institut dc Beauté Herre Robert,36,Rueclu FaubourgSaint Honoré.Raris.
OG
flfl
I
fyrir yngri kynslóðina
snyptivðrur
1
Beztn
snvrti-
vðrurnar
ERUM FLUTTIR I KIRKJUHVOL
Notið það bezta!
ISLENZK
7/67
oQmerióka. ”
4. tbi. VIKAN 31