Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 40
Paö er sama hver sidd kjtSlsins er... défilé 30”50Den PÚRHALLUR SIGURJÚNSSON simi 18450 Pingholtsstr. 11. TÍBBISTONN Framhald af bls. 15. var ekki nema hólft á við það sem það hafði áður verið og fossaföll- in gengu enn ofan yfir sprengda klettabrúnina. Dalurinn var allur flæddur. A flugvellinum var vatnið nú fimm eða sex fet á dýpt. Við hinn end- ann, handan við flöskuhálsinn, var dýptin milli tvö og fjögur fet. Braggarnir og farartækin stóðu upp úr þessum gráa vatnsfleti og spegl- uðu sig í honum. Hér og þar flutu nokkur lík. Hóp- ur manna var á upphækkuninni of- an við sviðið og störðu niður fyrir sig, þöglir og einmana. í höllinni grétu konur. Margii menn voru þegar farnir, þeir höfðu synt og klöngrazt til að komast upp úr flóðinu og lögðu síðan upp í dalina, sem voru eins og völundarhús umhverfis allt svæðið. Sarraf, Brett og Hamid voru í matvælaskemmunni í höllinni. Hún var að nokkru undir vatni. Þeir voru að búa sig undir þá ferð sem þeir höfðu á prjónunum. Thamar stóð á tröppunum fyrir utan með vélbyssu yfir aðra öxlina, andlit hans ennþá tjáningarlaust af áfallinu. Hann starði skilningsvana á mennina þrjá koma út, hlaðna þungum pinklum. — Hvað er þetta? — Við erum að fara. Það var Brett sem svaraði. — Hvað hélztu? — En — þið getið ekki farið! — Undrunin stóð Ijóslega skrifuð á þunglamalegu andliti Thamars. — Við getum reynt. Sarrat held- ur að við getum farið í vestur, klifrað ofurlítið og komizt aftur niður að ánni sunnar. Það getur verið að hann hafi rétt fyrir sér. — En þið hafið engar skipanir um þetta frá Karz! — Karz! Brett hló. — Þú getur beðið hann um skipanir, Thamar. Hann er að koma þarna. Þunglamaleg, þrekin mannveran öslaði í áttina til þeirra eins og svefngengill. Þeir biðu þegjandi eft- ir honum, þegar hann kom upp þrepin. Á andliti hans var enga svipbreytingu að, sjá en sjáöldrin í augunum voru eins og ofboðlitl- ir títuprjónshausar. Hann virti fyrir sér flokksforinga sína og eitt andartak skelfdust þeir persónuleika hans, svo tók hann til máls og röddin var skræk og hvell eins og í skóladreng. — Það verður að þurrka upp vatnið, sagði hann. — Ég ætlast til að flugvöllurinn verði nothæfur um hádegið. Sömuleiðis verður að þurrka upp flutningatækin og setja loftskeytastöðina í samband. Þeir voru ekki lengur hræddir. Hamid brosti dauft, fyrirlitlega. — Það er betra að þú gefir Liebmann nauðsynleg fyrirmæli. — Liebmann er dauður, röddin var enn skrækari. — Ég hef drepið hann. Hann neitaði að hlýða skip- unum mínum. Fötur og þurrkur. . . . Mongólahausinn tók að vagga frá hægri til vinstri, eins og höfuð á allt of stórri brúðu, sem hefur losn- að að mestu. Sarrat leit á Thamar og hló. Það var Ijótur blátur. — Skipanirl sagði hann. — Hvernig lízt þér á? Undrun, skelfing og vantrú spegl- uðust á andliti Thamars, sorg og örvænting. Hann benti með vél- byssuhlaupinu á Karz og sagði með viðbjóði: — Óheilbrigður. ÓheilbrigSur. — Svo sannarlega! Vélbyssan gall við lengi. 21. Á ég að skilja það svo, sagði ráðherrann, — að þér hafið ekkert heyrt frá Modesty Blaise síðan hún sendi yður þetta símskeyti frá Ist- ambul, fyrir um það bil mánuði? Tarrant velti fyrir sér spurning- unni og fann að hann gat svarað henni sannleikanum samkvæmt, þótt svarið hefði auðvitað ekki ver- ið nema á einn veg. — Ekki orð, ráðherra. Það var ofurlítil spurn á andliti Tarrants. Hinn hæstvirti Roger Selby tók afrit af símskeyti úr möppu af borðinu sínu og las upphátt: — Slappaðu af. Áætlunin fór 511 í vaskinn. Vinsamlega sendið fimm kassa af vískfi til Dave Conolly e/o Dail-Pachmeyer Construction Inc. Staðarskrifstofa Kabul. — Ójá, sagði Tarrant hugsi. Hún undirskrifaði þetta Blaise. Að mig minnir staðfestir þetta þá skoðun yðar að dulmálsskeytið sem hún sendi mér fyrr hefði verið að ástæðulausu. Þér álituð að hún hefði sett upp ímyndaða vindmyllu til að berjast við og héldi þvf nú fram að hún hefði unnið á henni. Ég hef álit á þessari umsögn yðar. — Selby bankaði óþolinmóðlega í borðið með fingrunum — þér spurðust ekkert frekara fyrir eftir þetta seinna skeyti? spurði hann. — Nei. Ef þér hefðuð rétt fyrir yður, ráðherra, væri það tilgangs- laust. Og ef Modesty Blaise hefði rétt fyrir sér, eins og þér gátuð yður einu sinni til, þá hefur henni heppnazt að sigra óvininn af eig- in rammleik. Henni og þessum Gar- vin hennar, hætti hann við. — Engu að síður sendi ég viskíið eins og 40 VIKAN 4- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.