Vikan


Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 25.01.1968, Blaðsíða 23
— Ég var eiginmaður þinn. En hvað er eftir- af Þeim tengslum nú? E’kki mikið sýnist mér. Stríðnislegt bros lék um varir hans og Þá þekkti hún hann. Hrópið, sem svo oft hafði ólgað í sál hennar, hrópið: Hann er lif- andi! streymdi inn í hjarta hennar, en nú hafði það lífvana, hljóm- lausan tón. Gleðistrengurinn glitrandi, sem i svo mörg ár hafði lífg- að upp drauma hennar í vöku og svefni, var hljóður. — Hann er lifandi. En hann er líka dáinn — maðurinn sem ég unni, maðurinn sem einu sinni söng, en getur það ekki lengur. Sú ást, sá söngur, ekkert getur að eilífu vakið það til lífsins á ný. Hana verkjaði í brjóstið eins og hjartað myndi springa. Hún reyndi að draga andann djúpt, en tókst það ekki. Um leið og hún féll i djúpt, svart gljúfur meðvitundarleysis, fann hún að það sem gerzt hafði, var í senn voðalegt og dásamlegt. 8.' KAFLI Þegar hún rankaði við sér, var þetta hugsunin sem var efst í huga hennar. Þar toguðust á vitundin um óbætanlegt reiðarslag og endalausa hamingju og þessu fylgdi fyrst kuldahrollur, síðan ylhlý vellíðan, þá sorg og síðan birta. Hún opnaði augun. Hamingjan stóð þar í mannsmynd við hliðina á henni, maðurinn með andlitið, sem hún átti. Andlitsdrættirnir voru nú harðari og höfðu skýrzt, einnig voru þeir reglulegri, og örið hafði máðst nokkuð. Allt andlitið endurspeglaði þann þroska, sem maðurinn öðlast á bezta aldri. Sannarlega var þetta andlit Joffrey de Peyracs. J En það skelfilegasta var, að hann brosti ekki. Hann horfði á hana,|| hreyfingarlaus, með svo fjarrænu augnaráði, að svo sýndist, sem nú væri það hann, sem ekki þekkti hana. En samt, vegna þess að í öllum sínum hugsunarruglingi var sú hug- mynd efst, að kraítaverkið, sem hana hafði dreymt um, hafði nú átt sér stað, snéri hún sér ósjálfrátt í áttina til hans. Hann stöðvaði hana með handhreyfingu. 1 guðanna bænum, Madame, fyrir alla muni látið yður ekki detta í hug, að þér þurfið að gera yður upp þá ást, sem að vísu var einu sinni iifandi milli okkar, en hefur nú lengi legið dauð. Angelique snarstanzaði. Sekúndur liðu og í þögninni heyrði hún vindinn gnauða reiðilega í rám og reiða, ömurlegan harmagrát, sem endurómaði sorgina í hjarta hennar. Þegar hann mælti þessi orð, hafði hann íjarlægt fas hins tiginborna Toulousebúa. Og hún hafði borið kennsl á hann í þessum sjóræningja- klæðum. Þetta var hann. Hún hlaut að hafa verið náföl. Hann gekk út í hinn endann á herberginu, til að ná i eitthvað ofan úr skáp. Þetta var bak Rescators og eitt andartak vonaði hún, að þetta alltsaman væri ekki annað en slæmur draumur, en hann kom aftur í rökkurskímu heimskautadagsins, og óumbreytanleg hönd ör- laganna, gaf honum aftur sitt gleymda andlit. Hann rétti henni glas. — Gerið svo vel. Fáið yður koníak. Hún hristi höfuðið. — Svona, drekkið þér, hélt hann áfram, með sinni hörðu, hálf- kæfðu rödd. Hún vildi ekki þurfa að hlusta á þessa rödd framar, svo hún drakk fremur úr glasinu en láta segja sér það í þriðja sinn. — Líður yður betur nú? Hversvegna leið svona yfir yður? Angelique svelgdist á áfenginu. Hún hóstaði og ætlaði aldrei að ná andanum aftur. Spurning hans hjálpaði henni til að ná sér. — Hversvegna? Hversvegna? Ég hef uppgötvað manninn, sem ég hef grátið árum saman, glaðlifandi, frammi fyrir augum mínum, og þú ætlast til ..... Að þessu sinni þaggaði hann niður i henni með brosi. Það var bros, sem sýndi röð af jöfnum, hvítum tönnum. Sannarlega var þetta bros hinzta trúbadúrsins, en yfir því lá blæja angurværðar og fjar- lægðar. —- Fimmtán ár, Madame! Hugsið um það. Við skulum ekki vera heimskuleg eða svo mikil börn, að slá ryki i augu okkar. Síðan þá höfum við bæði notið nýrrar reynslu og nýrra ásta. Það var þá, sem sannleikurin, sem hún hafði neitað að horfast í augu við, nisti hana eins og kaldur rýtingsoddur. Hún hafði fundið hann, en hann elskaði hana ekki iengur, Alla hennar ævi hafði hana dreymt um að hann kæmi til hennar með opna arma. Nú gerði hún sér ljóst, að þetta voru ekki annað en barna- legir dagdraumar, eins og flestir draumar kvenna. Lífið er höggvið út úr kletti, sem er harðara en mjúkt og sveiganlegt vax draumanna. Það er mótað með þungum höggum beittra oddverkfæra, höggum sem særa og meiða. — Fimmtán ár, Madame. Hugsið yður! Hann hafði unnað öðrum konum. Ef til vill hafði hann kvænzt aftur. Ef til vill unni hann konu heitt, vafalítið mun heitar en hann hafði nokkurn tíma elskað hana. Kaldur svitinn spratt út á enni hennar og henni fannst að það myndi aftur líða yfir hana. — Hversvegna opinberarðu þetta allt fyrir mér í dag? Hann hló. — Já, hversvegna í dag, fremur en í gær eða á morgun? Ég var að segja yður það — það var vegna þess, að ég beið eftir að þér þekktuð mig, en ég var kominn að þeirri niðurstöðu, að þér hefðuð grafið minningu mína að fullu og öllu, því það var aldrei að sjá, að þér rennduð minnsta grun í, hver ég væri. Þarna voruð þér og sóuð- uð umhyggju yðar á særðan ástvin og börn hans, og þótt trúlega hafi enginn eiginmaður haft jafn kjörið tækifæri að fylgjast með ástleitni hinnar léttúðugu konu sinnar, án þess að koma sjálfur upp um sig, fór þó svo að lokum, að mér fannst þetta grátt gaman. Átti ég, sem skipstjóri þessa skips og hæstráðandi um borð, og þar með hinn eini fulltrúi laganna, átti ég að bíða þess, að þér kæmuð til min og bæðuð mig að gefa yður og þennan kaupmann saman i hjóna- band? Mér íinnst, að það hefði verið einum um of grátt gaman. Finnst yður það ekki einnig, Madame de Peyrac? Aftur rak hann upp þennan hása, ráma hlátur, sem henni fannst hún ekki lengur geta umborðið. — Ó, þegiðu! hrópaði hún og greip .fyrir eyrun. Þetta er hræðilegt. — Þér þurfið ekki að segja mér það! Þetta hróp kom svo sannar- lega frá hjartanu. Kaldhæðni hans átti sér engan enda. Hann virtist gersamlega ósnortinn af því, sem nísti hana i hjartað. Hann hafði haft tímann fyrir sér til að búa sig undir þetta, þar sem hann hafði vitað hver hún var, frá því að þau sáust í Candia. Og, það sem meira var, haún virtist ónæmur fyrir því öllu. Sá, sem ekki er lengur ástfanginn, lítur svo einföldum augum á allt. Þótt núverandi aðstaða þeirra væri svo óviss og dramatísk, var engu líkara en að honum fyndist þetta ákaflega hræðilegt. Hún þekkti hann einnig í þessu. Hafði hann ekki einnig hlegið fyrir réttinum, þegar þeir voru í þann veginn að dæma hann á bálið? — Ég verð brjáluð, kjökraði hún og néri hendurnar. — Nei, aö sjáifsögðu ekki. Hann var óþolandi kæruleysislegur. — Smámál eins og þetta sviptir yður ekki vitinu. Svona nú, þér hafið séð miklu svartara! Kona sem hefur staðið uppi í hárinu á Mulai Ismail ......... Eina kristna ambáttin, sem nokkurn tima hefur heppnazt að sleppa úr kvennabúri og meira að segja frá Marokkó. EV það satt, að riddaralegur þjáningabróðir yðar hafi hjálpað yður, konungur þrælanna, sem nú er orðin að einskonar þjóðsögu, þar um slóðir? Hvað hét hann? Ójá. Colin Paturel. Hann horfði á hana dreyminn á svip, meðan hann endurtók: — Colin Paturel. Nal'nið, og hvernig hann bar það fram, nísti gegnum þokuna, sem umlukti huga Angelique. — Hversvegna dettur þér i hug að nefna Colin Paturel? — Aðeins til að hressa upp á minni yðar. Svört, glampandi augu hans viku ekki af henni. Þau höfðu ómælan- legt aðdráttarafl og nokkur andartök átti Angelique erfitt með að lita undan. Hún var eins og fugl, sem snákur hefur dáleitt. Svo reis ákveðin hugsun fyrir hugaraugum hennar, skrifuð eldletri. Svo hann veit, að Colin Paturel elskaði mig og að ég elskaði hann. Hún var hrædd, og henni leið illa. öll hennar ævi sýndist ekki hafa verið annað en ein óbætanleg mistök ofan á önnur og nú yrði hún að gjalda þau dýru verði. — Ég hef líka kynnzt öðrum ástum, en þær skipta ekki máli, langaði hana til að hrópa með dæmigerðu rökleysi konunnar. Hvernig gat hún útskýrt fyrir honum, að þannig væri það í raun og veru? Hún gerði ekkert annað en tala af sér, í hvert skipti sem hún opnaði munninn. Axlir hennar sigu, þvi það sem liðið var af ævi hennar lagðist á hana þyngra en hún gæti afborið. Hún var svo yfirkomin, að hún fól andlitið í höndum sér. — Svo þér sjáið, gamla, kæra vinkona, að það er tilgangslaust að mótmæla, muldraði hann með þessari framandi rödd, sem enn lét svo annarlega í eyrum hennar. — Og ég endurtek, að ég ætlast ekki til, að þér grípið til neinna þeirra leikbrellna, sem þið konur eruð svo slyngar í. Ég vildi heldur, að þér væruð jafn hleypidómalaus og ég. Og, til að fuilvissa yður algjörlega, skal ég jafnvel ganga svo langt að segja, að ég skil mjög vel, hve þetta hefur fengið á yður. Einmitt nú, Framhald á bls. 49. 4. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.