Vikan - 22.02.1968, Side 11
aS þetta borgaði sig. Þetta voru
líka órsestis dýr. Þó gat þetta
borgað sig sums staðar. Ég man
að hann átti bröndótta læðu hann
Hannes Pálsson frá Undirfelli,
mig minnir að arðurinn af henni
hafi verið eitt árið sautján eða
átján hundruð krónur. Svoleiðis
dýr voru náttúrlega búbót.
Meðan ég var í Gilhaga, lá ég
fyrir tófu á hverjum vetri. Ég
man sérstaklega eftir einni. Ég
lá úti fyrir henni í átján klukku-
tíma. Ég var búinn að eltast tölu-
vert við þetta dýr. Mér þótti ein-
kennileg slóðin þess, það var svo
stórfætt. Það benti til, að það
væri ungt, því þau eru oft svo
ioðin, að sporin verða stærri fyr-
ir það. Ég var oft búinn að fara
og liggja fyrir því, en það kom
aldrei, þar sem ég lá. Ég held
ég hafi aldrei fellt klókara dýr.
Svo fór ég einu sinni, þegar lá
gaddur yfir öllu og var logn og
snjókoma. Lognið gerði það að
verkum, að það hafði enga lykt
af mér, heldur fór í ætið, sem
ég hafði þarna. En það fór var-
lega, og hoppaði upp í loftið og
nasaði, þar til það kom svo nærri
að mér fannst, þar sem mér var
íarið að óróast að liggja svona,
að bezt væri að láta fara á það,
hvort sem ég nú hitti eða ekki.
Og rebbi steinlá.
— Þú lofaðir sögum af tveim-
ur veðravetrum.
— Já, 1906 var ég nú bara
strákbjáni, en man þó að það
var kalt og ísinn lá alveg fram
á vorið. Ég var fermdur þá um
vorið, sunnudaginn fyrstan í
sumri, og þá mátti heita að væri
hvergi nokkurs staðar vök á
Vatnsdalsá. Við gengum utan alla
á, við pabbi sálugi.
— Þá hefur ekki verið um
önnur hús að ræða en torfbæi.
— Jú, það var eitt timburhús
í sveitinni, á Krossá. Það var
sýslumannssetur þá.
— Stóð það sig nokkru betur
í kuldanum?
— Það voru nú ofnar í flest-
um herbergjum, en engin mið-
stöðvarhiti. f torfbæjunum var
engin upphitun. A mörgum bæj-
um voru skepnur nálægt bað-
stofunum, en ég sá það eiginlega
aldrei. Það var kalt, jú, en aldrei
eins og 1918. Ég var á ferðinni
mesta frostdaginn, að flytja
lækni. Það var erfitt með lækna
þarna, á Blönduósi var læknir
sem var ágætur við tvennt, að
sitja yfir konum og lækna
lungnabólgu. En það var Ólafur
heitinn Gunnarsson, sem ég var
að flytja, og frostið var þrjátíu
og eitt stig, þegar við komum
vestur á Tanga. Það skyldi eng-
inn maður sjá, hvernig hestamir
voru litir, þegar við komum þang-
að. Bara nasirnar voru auðar. Að
öðru leyti voru þeir alhvítir. Það
var kaldasta nótt, sem ég man
eftir. Ég fór ekki úr. Þetta var
í annað skipti, sem ég kom til
Hvammstanga, og ég spurði lækn.
inn, hvort það væri ekki gisti-
hús þarna. Jú, hún hélt það nú,
heldur tvö en eitt, en hvorugt
gott. En hann taldi mér betra
að vera á þeim staðnum, þar
sem ég gæti haft hestana.
Ég átti heima á Haukagili, þeg-
ar þetta var. Við vorum tveir
í herbergi, og nóttina fyrir þetta
gerðum við okkur til gamans, að
við mældum frostið í herberginu.
Það var fjórtán stig inni en átján
úti. Og við fórum ekki úr fötum
þá nótt. Annars háttaði maður
oflast.
—1 Hvernig voru skjólfötin?
-— Það voru engin skjólföt,
miðað við það sem núna er. Það
var til dæmis alveg sérstakt, ef
nokkur maður átti kápu almenni-
lega. En það voru þessi þykku
vaðmálsföt, og náttúrlega vað-
málsnærföt. Það var náttúrlega
ákaflega hlýtt að vera í prjóna-
fötum.
— En það næddi í gegnum
þetta.
— Nei, ekki svo mikið.
— Fótaútbúnaðurinn?
— Og það voru nú kúskinns-
skór. Þeir voru andskoti kaldir
og gátu verið hættulegir. Ef mik-
ið frost var. Það kom fyrir, að
menn kæli í fæturna, dálítið, ekki
mikið. Það átti einu sinni kær-
ustupar leið úr Vatnsdalnum yf-
ir í Víðidal og hrepptu hríð og
urðu að liggja úti meira en nótt-
ina, þau kól svo að það varð að
taka fæturna af þeim báðum.
Hann gerði það hann Júlíus Hall-
dórsson, sem var tæknir þarna
og bjó þá i Klömbrum.
— En 1920 var meiri snjóavet-
ur?
— Hér sunnanlands var það.
Kunningi minn hér syðra sagði
mér til dæmis um snjóinn, að
það hefði viljað svo til, að hann
hefði ráðizt í það að fara með
lík suður í Garð. Og fyrsta dag-
inn fóru þeir þvert yfir kirkju-
garðinn við Suðurgötu með hest
og sleða, og það vottaði ekki
fyrir veggjunum. Og þá sérðu,
sko, það eru nokkuð háir vegg-
Framhald á bls. 39.
8. tbi. VIICAN 11